Má hún þetta?

Yfirlýsingar tveggja formanna stjórnarandstöðunnar hafa vakið mikla athygli á síðustu dögum. Fyrst steig fram Þorgerður Katrín Gunnardóttir formaður Viðreisnar. Hún sagði að núverandi framlög til útlendingamála væru ekki verjandi. Hún ítrekaði í dag afstöðu sína og sagði að skapa yrði samstöðu um stefnu Þingsins í málaflokknum. Útlendingamálin mættu ekki verða kosningamál. Svo steig Kristrún Frostadóttir fram og lýsti yfir að óheftur innflutningur á útlendingum væri óásættanlegur og gengi ekki upp fjárhagslega. Í ljósi þess að það eru liðnir nokkrir mánuðir síðan bæjarstjórnin í Reykjanesbæ steig fram og sagi að innviðir sveitarfélagsins þyldu ekki meira. Í þingliði Viðreisnar er Guðbrandur Einarsson sem var lengi í bæjarstjórn og nýtur sem slíkur mikillar virðingar. Reykjanesbær er ekki með neinn þingmann en á Suðurnesjum er Oddný Harðardóttir og úr Grindavík er fyrrverandi þingmaður Páll Valur Björnsson og bæði gerðu ekkert með kvartanir bæjarfulltrúa Reykjasessbæjar og og hreinlega gerðu lítið úr yfirlýsingum þeirra. Mismunur á yfirlýsingum Þorgerðar og Kristrúnar er afgerandi. Kristrún kenndi ríkisstjórninni um ófarirnar í málaflokknum, sem Þorgerður Katrín gerði ekki. Afstaða að breyta núverandi útlendingalögum fór illa í nokkra innan Samfylkingarinnar, enda er það breyting á þeirri stefnu sem Samfylkingin hefur fylgt. Það er vissulega rétt hjá Oddnýu Harðardóttur að það sé landsfundar að móta stefnu flokka, bæði Samfylkingar og annarra flokka. Þingmenn eru hins vegar bundnir af því að fara fyrst og fremst eftir eigin sannfæringu, og því eru þingmenn ekki bundnir af stefnu þó að hún hafi verið samþykkt á síðasta landsfundi. Oddný Harðardóttir stígur fram í dag og segir það Landsfundar að móta stefnuna ekki formannsins. Vissulega rétt svo langt sem það nær. Á sama tíma er Helga Vala Helgadóttir dýrvitlaus á hliðarlínunni enda var áberandi að berjast fyrir óheftum innflutningi hælisleitanda. Helga Vala er bara ekki lengur á Þingi og er ennþá mótuð af skófari formannsins þegar hún sagði af sér sem þingmaður. Það liggur fyrir að það er kominn þingmeirihluti fyrir að breyta núverandi innflytjendalögum hvaða afstöðu sem VG svo sem hefur. Hugsanlega hefur sterkur orðrómur að Viðreisn sé á leið í ríkisstjórn, ýtt á meirihluta þingmanna Samfylkingarinnar að taka ábyrga afstöðu í málaflokknum. 


Bloggfærslur 21. febrúar 2024

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband