Leitin að týndu skjaldborginni!

Nú einu ári eftir að vinstri stjórnin lýsti því yfir að hennar helsta verk væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu, rankar stjórnin við sér og ætlar að láta fara fram rannsókn á skuldastöðu heimilanna. Reyndar hefur enginn orðið var við neina skjaldborg, en ráðherrarnir hafa tjáð þjóðinni að þeir hafi verið afskaplega duglegir, þó að það fylgdi ekki sögunni, við hvað. Rannsóknin mun eflaust taka þann tíma sem þessi vesalings rikísstjórn situr. Við skulum vona að það taki ekki langan tíma.
mbl.is Rannsókn á skuldastöðu heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Já, þeir byrjuðu á að slá skjaldborg um fjármagnseigendur og útrásarvíkingana, núna er búið að afskrifa flest öll kúlulánin og afskrifa yfir 1000 milljarða hjá þeim og kúlulánsþegar komnir í fínar stöður í þessum nýju bönkum. Núna á að snúa sé að almenningi og svo er sagt "því miður þá er ekkert hægt að afskrifa, það myndi setja bankana á hausinn" þessi ríkisstjórn byrjaði a þveröfugum enda.

Sævar Einarsson, 23.3.2010 kl. 23:52

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heilt ár til að sanna sig er of mikið. Þessi stjórn er ekki vandanum vaxin. Það er enn möguleiki að kjósa til alþingis samhliða sveitasjórnum í vor.

Gunnar Heiðarsson, 24.3.2010 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband