Sannleikurinn um sáttmálann

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar langa grein um stöðuleikasáttmálann í Fréttablaðið. Ég hef það stundum á tilfinningunni að Jóhanna haldi að ef hún tali lengur eða skrifi meira, verði til nýr sannleikur. Svo talar Jóhanna eins og það sé einhver annar sem sé forsætisráðherra, valdið er ekki í hennar höndum heldur einhvers alls annars. Svo endar romsan alltaf á því að núna alveg hinu megin við hornið sé alveg sérstaklega mikið að fara að gerast. Síðan getum við beðið nokkurn tíma og þá vitum við að það gerðist ekki neitt. Fylgið við Jóhönnu er komið ofan í 27% og minnkar með hverjum mánuðinum. Það endar bara á einn veg Jóhanna hrökklast frá völdum með góðu eða illu. Innan VG er stuðningurinn við Jóhönnu enginn, og innan Samfylkingarinnar er slagurinn um eftirmann Jóhönnu hafinn. Bráðum verða allir sammála, nýr sáttmáli verður þá um að Jóhanna segi af sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, Jóhanna heldur valdið vera Evrópuríkið og hjálpar þeim að fá vald yfir okkur.  Innantóm orðin hennar eru ótrúverðug með öllu og nánast ekki hlustandi á hana.  Og gleður mig að heyra að fólk haldi ekki að stuðningur sé fyrir Jóhönnu innan VG. 

Elle_, 7.4.2010 kl. 06:28

2 identicon

Ég er viss um að það verði ekki auðveldara fyrir næsta forsætisráðherra fyrr en búið er að afgreiða Icesave og fjármál ríkisins komin í "betra" horf.  Það þarf að gera óvinsæla hluti og enginn stjórnmálamaður er góður í þv.  Þeir fælast allir ákvarðanatöku.

En Jóhanna er ekki þessi skörungur sem ég og fleiri vonuðums til að hún væri.  Kanski er hún ekki búin að jafna sig eftir baráttuna við Jón Baldvin.

Ég sé samt engan innan Samfylkingarinnar sem gæti tekið við af henni.  Það er leiðinlegt að svona stór stjórnmálaflokkur skuli ekki hafa fleiri skörunga innanborðs, en það hefur því miður enginn stjórnmálaflokkur í dag.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 08:53

3 Smámynd: Sigurður Oddgeirsson

Þetta er nú meira bullið hjá þér Ziggy minn. Ekki bara í dag heldur yfirleitt. Það læðist að manni sá grunur, að éinhver annar en þú semjir þetta bull. Kannski mun Gunnar 3ji veita þér einhverja umbun í framtíðinni.

Valnastakkur

Sigurður Oddgeirsson, 7.4.2010 kl. 09:29

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurður ég játa að ég hafði gaman af færslunni þinni hér að ofan. Þú hefur ekki þurft tvo til reiða á ferðum þínum hvorki  hérlendis eða erlendis.

Sigurður Þorsteinsson, 7.4.2010 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband