Hvað kostar Icesaveklúðrið?

Bretlandsför þeirra Svavars og Indriða ætlar að reynast  íslensku þjóðinni dýrkeypt. Í lok síðasta mánaðar skrifar Magnús Orri Schram nýr þingmaður Samfylkingarinnar og segir okkur að þetta klúður þeirra félaga þýði að 3300 manns sé nú atvinnulausir. Áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir sagt í viðtali að eftiráséð hefði verið betra að senda út fagmenn í stað þeirra gamalmenna sem út fóru. Áhrifin eru ekki aðeins í formi aukins atvinnuleysis, heldur einnig í formi hárra vaxta. Það er hins vegar afskaplega billegt hjá þeim hjúum Jóhönnu og Magnúsi að ráðast að VG með þessum hætti. Þau tóku bæði þátt í það að vilja samþykkja fáránlega Icesavesamninga, og það í byrjun óséða. Hefðu þau ákveðið að fella samningana strax, senda nýja sendinefnd út aftur með fagmönnum innanborðs hefðu þau borið ábyrgð. Þau völdu hins vegar að þrjóskast við og teyja lopann. Þau bera því sjálf ábyrgð á rúmlega 3300 færri ársstörfum, of háum vöxtum og öðrum þeim kosnaði sem Icesave klúðrið hefur kallað yfir okkur. Klúðrið við lausn Icesave er alfarið í boði VG og Samfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Reiknikúnstakjaftæði þessara pólitísku tindáta við Austurvöllinn er orðið plága og þjóðarsmán að láta þennan kjaftavaðal birtast opinberlega.

Og nú nægir mér bara að benda á grein Ögmundar Jónassonar frá því í gær í Fréttablaðinu.

Vill einhver sanna fyrir mér eða einhverjum öðrum hvaða hald er í útreiknuðum tölum sem taka mið af dæminu sjálfu með þeim afleiðingum eða orsökum sem dæminu sjálfu hentar.

Menn reiknuðu sig langleiðina inn á Klepp í hagnaðartölum vegna álvers á Reyðarfirði. Reiknuðu hagnað Geysir Green Energy í fjárlagtölum BNA.

Orkuveita Reykjavíkur var næstum ágreiningslaust ábatasamasta orkufyrirtæki á norðuhjara heimsins.

Auðvitað getið þið báseggjað ykkur sjálfa með þessum ógnartölum en barnaskapurinn er svo skemmtilega ofanáliggjandi að því meira sem þið bullið þeim mun meira verður að ykkur hlegið á eftir.

Ef íslenska þjóðin hefur hug á að reisa samfélagið úr rústum efnahgasfyllirísins er aðeins ein leið til að byggja á til framtíðar. Og hún er sú að gefa fólkinu sjálfu, menntun þess og bjartsýni sjá um verkið. Það er lítill vandi að skapa tuttugu ársverk úr þeirr fjárfestingu sem eitt ársverk í álveri útheimtir. 

En pólitísku fíflin inni á Alþingi skilja ekki aðrar hagvaxtaráætlanir en sem svarar flottrolli í síldartorfu.

Árni Gunnarsson, 8.4.2010 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband