Býður Besti flokkurinn fram í Kópavogi?

Sögusagnir hafa verið á kreiki um að Besti flokkurinn muni bjóða fram í Kópavogi. Nú er hins vegar komið fram að slíkt er algjörlega óþarfi. Samfylkingin í Kópavogi hefur tekið upp kosningamál Besta flokksins. Fyrsta verk Samfylkingarinnar var að leggja til í samráði við aðra flokka  í Kópavogi að eldri borgarar í Kópavogi yrðu einu eldri borgarar á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að borga í sund. Þessi gáfulega ráðstöfun skilar bæjarsjóði heilum 7 milljónum króna á ári. Næst á dagskrá hjá Samfylkingunni var að velta því fyrir sér hvað gera ætti við þessar 7 milljónir. Jú, það var að finna allt óklárað húsnæði Kópavogi. Bærinn leggur til þessar 7 milljónir, síðan á að leita til fjármálastofnana, (sem oft eiga húsnæðið), erlendra vogunarsjóða, hjálparstofnana og innlendra kóra og klára húsnæðið. Síðan stendur til að endurreisa kommúnur í anda hippatímabilsins.

Þegar Jóni Gnarr voru kynntar þessar þessar hugmyndir Samfylkingarinnar í Kópavogi, er sagt að hann hafi sagt, "mér finnst þetta ekkert fyndið". Þá fékk hann svarið, nei kannski ekki, en það hlægja allir. 


mbl.is Vilja að lokið verði við hálfklárað húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband