Efnahagsglæpur

Það var öllum sem þekkja til efnahagsmála mátt vera ljóst að hækkun lána Íbúðalánasjóðs úr 80% í 90%  var ein mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið á undanförnum árum. Bæði var þensla, en síðan leiddi þessi 10% hækkun til þess að Íbúðalánasjóður fór í aukna samkeppni við bankana. Þessi hækkun fjármögnunar þýddi aukna þenslu sem skaðaði alla. Hlutverk Íbúðalánasjóðs var og er mikilvægt, en þessi hækkun á lánum sjóðsins var afspyrnuslagt kosningaloforð Framsóknarflokksins. Framlag Halls Magnússonar í málinu er dæmigert framlag spunameistara sem skilur ekki sinn vitjunartíma. Í þenslu eykur maður ekki lánamöguleika til fjárfestinga, ekki nema til þess að fremja skemmdarverk í efnahagslífinu.
mbl.is Rangfærslur í skýrslunni varðandi húsnæðislánamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt.  Þessi ákvörðun var hreint ótrúleg.  Ég var ekki alveg að skilja þetta kosningalofort á sínum tíma.  Ég bjó í Berlín á þessum tíma, ég fór yfir þann möguleika á að kaupa mér íbúð á Íslandi og flytja til landsins.  Ef viku var alveg ljóst í mínum kolli að þetta væri ekki bara bilun, heldur sturlun. 

Ég held að fjarlægðin hafi hjálpað mér og það að ég hafði engan þjónustufulltrúa til að ræða við um þessi mál.  Það er sorglegt hversu margir eru í vandræðum í dag vegna þessarar pólitísku ákvörðunar Framsóknarflokksins.

En veistu hvað Framsóknarflokkurinn vildi fyrir síðust kosningar?  Hið gagnstæða, þ.e. minka lánstímann;))  Fyndinn flokkur.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 00:57

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þenslan sem hækkunin olli skaðaði alla, sérstaklega ungt fólk sem var að kaupa sitt fyrsta húsnæði.

Það hefur orðið mikil endurnýjun í Framsóknarflokknum á Alþingi

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2010 kl. 07:00

3 Smámynd: Sigurður E. Vilhelmsson

Hvernig gengur það upp að það orsaki þenslu þegar útlán Íbúðalánasjóðs dragast saman um 140 milljarða á árunum 2004-2006?

Frumvarpið um 90% lán var ekki samþykkt á Alþingi fyrr en eftir að bankarnir voru farnir að lána 100% lán án hámarksupphæðar. Og athugið að áður en 90% lánin voru formlega tekin upp var þriðjungur útlána ÍLS þegar 90% lán, þ.e. 70% lán frá ÍLS og afgangurinn í formi viðbótarlána frá sveitarfélögum. 

Nú er því haldið fram að jafnvel þótt ÍLS hafi ekki beint valdið þenslunni hafi hann verið í samkeppni við bankana og þannig orsakað þensluna óbeint. Hvað átti þá að gera? Leggja niður ÍLS eða setja hann í hendurnar á bönkunum? Halda menn að það hefði stoppað þá?

Að halda því fram að lagabreytingin um ÍLS hafi verið ein meginorsök hrunsins er vægast sagt sérkennileg túlkun starfsmanns Seðlabankans, sem vill væntanlega beina athyglinni frá eigin afglöpum í peningamálastjórn, s.s. lækkun bindiskyldu og stóraukinni útlánagetu bankanna, sem er hin raunverulega orsök hrunsins.

PS og ég man ekki eftir loforði Framsóknar um minnkun lánstímans. Stefán, getur þú bent mér á það einhversstaðar?

Sigurður E. Vilhelmsson, 13.4.2010 kl. 07:31

4 identicon

Sigurður:  átti ÍLS að fylgja bönkunum?  Auðvitað dragast lán ÍLS saman þegar aðrir koma á markaðinn.  Það er þannig á mörkuðum þ.m.t. á lánsmörkuðum.  En ÍLS átti ekkert að fara í samkeppni með bönkunum og hvað þá að elta þá.  Var ekki skýrslan sem gefin var út í gær um það? ;)

Þetta er frá Framsóknarflokknum:

http://www.heimilin.is/varnarthing/component/content/article/54-alyktanir-og-tilloegur/134-xb-framsokn

Aðgerðir til að örva fasteignamarkaðinn
Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum í gang. Reglur Íbúðalánasjóðs taka mið af þörfum þeirra sem eru að kaupa fyrstu íbúð sína þar sem hámarkslán er 20 milljónir og lánshlutfall er allt að 80%. Hækka á hámarkslán Íbúðalánasjóðs í 30 milljónir króna en lækka um leið lánshlutfall í 70%. Þannig nýtist lán frá Íbúðalánasjóði til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins yrði um leið minnkuð vegna lægra lánshlutfalls. Lánshlutfall á lánum sem nema allt að 20 milljónum yrði þó áfram 80%. Einnig er æskilegt að heimila yfirtöku lána við íbúðarkaup, sama hver lánveitandinn er.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 13:05

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvernig í ósköpunum geta menn fengið það út að þegar nýjir aðilar riðjast inn á markað með undirboðum, þá sé það sá sem fyrir er sem veldur þenslunni??? Kaupþing bauð lán án þaks með 4,15% vöxtum. ÍLS fór aldrei svo neðarlega og auk þess var þak á lánum ÍLS sem náðu þess vegna sjaldnast 90%, hvað þá 100%

Gísli Sigurðsson, 13.4.2010 kl. 19:44

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gísli það sem hefur mest áhrif á þenslu er fjárfestingar. Það var öllum ljóst sem eitthvað þekkja til efnahagsmála að hækkun Íbúðalánasjóðs úr 80% i 90% á þenslutímum voru alvarleg afglöp. Enda fékk þessi ráðsöfun harða gagrýni í skýrslunni. Þetta er hluti af afar slakri efnahagstjórn síðustu áraanna fyrir hrun. Það skiptir engu máli hvaða flokkur bar ábyrgð á þessari vileysu, þetta hefði átt að vera  hverju mannsbarni ljóst.

Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2010 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband