,,Sveitin" hennar Álfheiðar

Mætti í nokkur skipti í mótmælin á Austurvelli. Þetta var ólíkt fólk, með mismunandi skoðanir, en kom til að mótmæla, eða til að sýna samstöðu. Ég var rétt hjá Alþingishúsinu þegar til mín kemur gamall skólafélagi úr menntaskóla, sem ég hafði ekki hitt árum saman. Þá vorum við sósíalistar og rifjuðum þegar okkur vor boðið upp í sendiráð og boðið upp á bjór, og starf fyrir flokkinn við ,,upplýsingaöflun". Við hlógum þegar við rifjuðum þetta upp. Nú átti hann strák í ,,sveit flokksins" eins og hann kallaði það. Sveitin er m.a. undir stjórn hershöfðingja, sem kenndi okkur forðum, sagði hann mér í óspurðum fréttum. Svo benti hann mér á hóp svartklæddra ungra manna, á tali við Álfheiði Ingvadóttur. Þegar fjölmiðlar löngu síðar fóru að fjalla um þátttöku Álfheiðar í uppreisninni, var ég búinn að fylgjast með þessum aðförum nokkra laugardaga. Átti erfitt með að sjá svona aðferðafræði í lýðræðissamfélagi. Flokkarnir kæmu sér upp ,,sveitum".

 Það vakti athygli mína að þegar sveit fólks málaði hús manna heyrðist ekkert í ráðherrum, fyrr en hús dómsmálaráðherra var málað. Það þótti óviðeigandi því dómsmálaráðherra var í þeirra hópi. 

Þegar hópur fólks fór að heimili Þorgerðar Katrínar, þá datt mér í hug sveitin henner Álfheiðar. Það kom nú ekki með rauða málningu, og ekki hettuklætt. Þegar það stóð frammi fyrir Kristján Arason og dóttur hans, koðnaði liðið niður. Upps, kannski hefðum við ekki átt.... Sauðsvipurinn leyndi sér ekki.

Svona ,,sveitir" hafa verið til áður. Geta gengið ansi langt.  Ráðherrann sýnir að hugarfarið leyfir aðgerðir sem ekki alltaf rúmast fyrir innan núverandi laga.

Hitt er svo annað mál, að tími Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur er liðinn. Það mun hún hins vegar væntanlega sjálf tilkynna í dag.   


mbl.is Vilja að varaformaðurinn víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í hvaða sendiráð var ykkur boðið? Og fyrir hvaða flokk var ykkur boðið starf við upplýsingaöflun? Og hver er þessi herforingi sem kenndi ykkur forðum?

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 10:05

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki var Evu Joly fagnað af hægri mönnum á Íslandi. Nú er kominn hópur af mönnum sem vilja að fólk standi fólki reikningsskil vegna vanburða í stjórnsýslu og þátttöku í spillingarmálum.

Ef þetta fólk er að vinna á vegum Álfheiðar Ingadóttur er það mikill og góður merkimiði á siðferði hennar.

Árni Gunnarsson, 17.4.2010 kl. 10:17

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhannes ég skil alveg að þú sért fúll, við fórum aldrei í upplýsingaleitina. Hins vegar voru menn sendir út til þess að læra fræðin betur, það kom sér vel þegar flokkurinn sendi þá út til þess að semja um Icesave. Eitthvað sem þessi vanþakkláta þjóð kann alls ekki að meta.

Árni það er sammerkt öfgaöflum til vinstri og hægri að þeim finnst það afar jákvætt að koma sér upp aðgerðarsveitum til þess að meiða, ógna eða eyðileggja eigur manna. Hver og einn verður svo að meta hvort slíkar sveitir séu mikill og góður merkimiði. Það segir sennilega mest um lífsviðhorf. 

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þig brestur sem sé kjark til að svara spurningunum mínum, Sigurður minn. Það væri forvitnilegt að vita hvað veldur því.

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2010 kl. 14:09

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég tek undir orð Jóhannesar. Það blasir reyndar við, að sendiráðið hafi verið rússneskt (og flokkurinn verið Sósíalistaflokkurinn eða Alþýðubandalagið). Ekki voru Austur-Þjóðverjar né Tékkar komnir þá með fullt sendiráð hér.

Spurning frekar um "hershöfðingjann", en sú valdfreka Álfheiður liggur þarna undir grun, sé ekki bent á annan. Pabbi hennar var vandaður maður og cívílíseraður, samt einn sá alharðasti á gömlu línunni. Hvort Álfheiður hafði "mannaforráð" í búsáhaldabyltingunni, skal ekki fullyrt, en tengiliður virtist hún a.m.k. vera, menn töldu sig verða þess vara innan þinghússins, að hún hefði samband við sitt fólk úr glugga þar. Og varð ekki búsáhaldabyltingin fyrst og fremst árangursríkt átak til valdatöku tveggja flokka hér á landi? Þeir, sem leiddu kjarnann í aðgerðarfólkinu í þessari baráttu, hafa sennilega talið eggin og skyrið og hörkulega atgönguna að lögreglu og þinginu borga sig.

Orð Sigurðar um viðtökurnar í sendiráðinu og tilmæli stafsmanns/a þar þarf að fá betur á hreint, en slík tilmæli voru alls engin undantekning frá reglunni, því að upp um slíkt komst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, eins og lesa má um í bókum, og Rússar héldu hér uppi föstum njósnamönnum, 2–3 að jafnaði frá KGB, en fleiri mönnum á vegum GRU, leyniþjónustu hersins, og er vitað um a.m.k. 10 njósnara þeirra hérlendis með nafni á 6. og 7. áratugnum.

Merkileg þessi orð Sigurðar: "... við fórum aldrei í upplýsingaleitina. Hins vegar voru menn sendir út til þess að læra fræðin betur, það kom sér vel þegar flokkurinn sendi þá út til þess að semja um Icesave. Eitthvað sem þessi vanþakkláta þjóð kann alls ekki að meta." – Á hann við Svavar einan eða Indriða líka? Og hefur nokkur þjóð nokkurn tímann fengið jafngóðar sönnur á jafn-lélegum árangri af jafn-illa lögðum fræðslugrunni manna sem ánetjuðust arfaslappri ídeólógíu á sínum sokkabandsárum?

Jón Valur Jensson, 18.4.2010 kl. 04:43

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Valur, heldur þú að smá hugsun sé Ólsurum ofviða? Það er nú einnig ljóst að Jón Baldvin vildi fá að að vita hvort Svavar og fleiri Allaballar hefðu starfað með leyniþjónustum austurtjaldsríkjanna. Af einhverjum ástæðum fannst ekki stafakrókur um dvöl Svavars í Austur-Þýskalandi. Nú veit ég ekki hvort svona skoðun hafi farið fram vegna Jóhannesar Ragnarssonar úr Ólafsvík.  

Sigurður Þorsteinsson, 18.4.2010 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband