Vírusinn hennar Jóhönnu

Á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgins tók Jóhanna Sigurðardóttir skýra pólitíska afstöðu gegn hægrisinnuðum jafnaðarmönnum, og kallaði stefnu þeirra vírus. Það eru kaldar kveðjur frá flokksformanninum. Þetta er í svipuðum dúr og Jóhanna líkti hluta Vinstri grænna við ketti. Þessi skilaboð eru til þess gerð að afmarka Samfylkinguna sem vinstrisinnaðan jafnaðarmannaflokk. Samfylking er því ekki flokkur fyrir frjálslynda eða hægrisinnaða jafnaðarmenn, þeir verða að leita annað.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hún hefur þetta ruddalega yfirbragð og framkomu.

Ekki í fyrsta sinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2010 kl. 20:27

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Einar, ég hef kynnst Jóhönnu og það af góðu einu. Hins vegar finnur hún, að hún ræður engan veginn við þetta hlutverk sitt. Það finnur þjóðin líka, og það er sama þó hún noti rauðu reglustikuna óspart. Hennar tími er liðinn.

Sigurður Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 20:55

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hún hefur aldrei verið diplómat.

----------------

En, hún hefur yfirleitt meinað þ.s. hún hefur sagt.

Sennilega rétt hjá þér, að hún er komin með meira í fangið, en hún getur höndlað.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.4.2010 kl. 22:28

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála ykkur. Hún hefur meinað vel en þetta var of mikið fyrir hana.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.4.2010 kl. 22:35

5 Smámynd: Björn Emilsson

Afhverju látiði svona, ég er að skoða málið, segir hún

Björn Emilsson, 20.4.2010 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband