6.5.2010 | 07:15
Grínflokkurinn býður fram í Kópavogi
Á fjölmennum fundi í Kópavogi í gærkvöldi var ákveðið að Grínflokkurinn myndi bjóða fram lista í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Fundurinn var einn stór brandari, enda vart hægt að ætlast til annars þegar húmoristar koma saman.
Helsta útspil flokksins í kosningunum er Nýr Kópavogsvegur í samgöngu og atvinnumálum.
Um hvað snýst verkefnið?
Kópavogsbær hafi forgöngu um og leggi til fjármagn til að kaupa upp og gera við bilaða eða aflagða bíla í bænum. Bílastæðasjóði, bönkunum, ríkisjóði og bílaverstæðum verði boðið til samstarfs og að þeir geti jafnvel lagt sína eigin bíla inn í verkefnið.
Aðkoma bæjarins felst í að útvega fjármagn á hagstæðum kjörum og stefnumótun um aðgang bæjarbúa að ónýttum bifreiðum.
Bílarnir verða boðnir til leigu, kaupleigu eða sölu á almennum markaði á næstu misserum. Útreikningar sérfræðinga, sem leitað hefur verið til, gera ráð fyrir að verkefnið standi undir sér.
Vonast er eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar við verkefnið. Það er hlutverk hins opinbera að örva efnahagslífið í niðursveiflu. Nýr Kópavogsvegur Grínflokksins skapar störf í bænum og býður upp á raunhæf langtíma bílanotkun fyrir bæjarbúa. Hér er á ferðinni brýnt velferðarmál.
Hugmyndir komu um samskonar átak í hjólreiðamálum og fengu þær hugmyndir góðar undirtektir.
Fundarmenn voru sammála um að helstu keppinautar Grínflokksins í komandi kosningum yrði sennilega væntanlegt framboð Besta flokksins, framboð leiðinlegra kennara sem hefur verið boðað fyrir undanfarnar kosningar, en ekki komið fram og svo framboð Samfylkingarinnar sem er óvenju spaugilegt að þessu sinni, án þess að það hafi víst staðið til.
Frekari framboðsmál verða kynnt á næstu dögum.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Greinilega hið besta mál a.m.k. tæmir þetta ekki bæjarsjóð.
Einar Guðjónsson, 6.5.2010 kl. 22:38
Það má sjá hvaðan "grínið" kemur, ef þetta væri "EKTA" grínframboð mundi það ekki hnjóða í einn stjórnmálaflokk frekar en annan. En stundum ráðast "uppvakningar" gegn skapara sínum!
Sigurður Grétar Guðmundsson, 6.5.2010 kl. 23:20
Einar þetta er sannarlega hið besta mál. Nú hafa orkufyrirtækin haft samband við okkur til þess að leysa fjármögnunarvanda sinn. Með þessari aðferð er hægt að fjármagna eins mörg álver og menn óska. Bankahrunið stafaði fyrst og fremst af því að erfiðara varð að fá ódýrt fjármang. Hefðu útrásarvíkingarnir þekkt Grínflokkinn þá hafði bankakerfið aldrei hrunið.
Sigurður það er allt of mikið til af húmorslausu fólki. Ekki er verið að hnjóða í Samfylkinguna heldur eru hún helstu keppinautar okkar, sannkallaðir ofurspaugarar. Einn af forráðamönnunum Samfylkingarinnar var spurður hvernig stefnumálin yrðu til, jú við tökum allar hráar hugmyndir sem koma fram hjá félagsmönnum og grisjum þær ekki. Þannig koma einnig til góðir brandarar. Hver vill heyra ,,endurskoðaðan eða niðurskorinn brandara".
Þetta getur þú séð á: http://www.samfylkingin.is/Frettir/ID/1417/Ny_Kopavogsbru
Sigurður Þorsteinsson, 7.5.2010 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.