Siðblindi oddvitinn

Kópavogsbær tók hluta af  jörðinni Vatnsenda eignarnámi. Hluti af sátt þar um er að 300 lóðir yrðu tilbúnar til bygginga í janúar 2007. Guðríður Arnardóttir oddviti Samfylkingarinnar mat þennan samning yfir 12 milljarða virði, á sínum tíma. Hún vildi ganga lengra. Nú hefur Kópavogsbær ekki enn tekist að standa við samninginn og þá er Guðríður ekkert viss um að landeigandinn hafi skaðast! Ítrekað hefur verið reynt að ná samningum en án árangurs. Almennt séð er hægt að ná fram niðurstöðu með samningum, með mati eða með dómstólaleiðinni. Guðríður telur að hún sé yfir þessar leiðir hafin. Hún á að ákveða niðurstöðuna, hvað sem dómstólar segja. Þetta er eitt af mörgum einkennum siðblindra pólitíkusa. 

Dúkkulísan hans Jóns Ásgeirs hefur gert allt sem í hennar valdi er til að ná völdum í Kópavogi. Auðvitað með miklum stuðningi Baugsmiðlanna. Ánægilegra yrði þó ef Jón Ásgeir væri svo vænn að flytja hana með sér til Tortolaeyja þar sem hún myndi sóma sér vel í siðspillingunni. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú ert greinilega Kópavogsbúi Sigurður! Svo þú hefur þá næstbesta flokkinn.. Er að horfa á þann Besta í Reykjavík á Stöð 2..Hvað er að gerast hjá okkur Íslendingum ef grínframboð komast í meirihluta!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.5.2010 kl. 19:03

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heil og sæl Sigurbjörg. Það voru siðblindir einstaklingar sem tóku yfir bankakerfið og því miður eru siðblindir einstaklingar sem koma órði á pólitíkina. Ég hef kynnst þungaviktarfólki úr öllum flokkum sem koma til þess að vinna af hugsjón fyrir kjósendur, sveitarfélögin land og þjóð. Inn í þeirra raðir smyglan sér oft siðlausir valdafíklar og innihladslausar dúkkulísur. Vegna þessa missum við oft afburafólk úr pólitíkinni. Við þurfum miklu virkara efirlit og öflugra lýðræði. Í Kópavogi búum við það ástand að hér var annað aðalskotmark Jóns Ásgeirs. Eins og Gltnir var misnotaður til þess að ræna flokkinn innanfrá, hafa Baugsmiðlarnir verið notaðir til þess styrkja spillta undirgefna pólutíkusa. Oddviti Samfylkingarinnar er eitt vesta dæmi um spilltan pólitíkus síðustu áratuga.

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já Sigurður. Ég þekki til þessarra mála að einhverju leyti en..Já ég veit ..fólk er orðið þreytt og ekki síst áttavillt! Ég var bæjarfulltrúi sveitarfélags í 12 ár og finn til með mörgu því fólki sem nú tekur slaginn!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.5.2010 kl. 20:39

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvaða spillingu tengir þú við Guðriði? Spilling er væntanlega að einhver notar aðstæður til að gera vel við sjálfan sig, vini og ættingja! Sé það nú hjá meirihlutanum sem fer frá í dag en Guðriður var jú í stjórnarandstöðu. Og varðandi landeigandan þá minni ég að það eru allir flokkar í Stjónr Kópavogs sammála Guðriði að kröfur hans eru út úr kortinu. Og hann fékk gríðarlega háar greiðslur fyrir þetta land.

Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Maggi

Spilling er miklu meira en þetta. Ég skal nefna nokkur dæmi.

1. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar var ein helsta rós Samfylkingarinnar að Jón Júlíusson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar eignaði sér og Samfylkingunni alfarið samning við Knattspyrnuakademíuna. Jón var einn af yfirmönnum bæjarins og sagði ekki af sér. Hann fór tímabundið yfir  framkvæmdastjóri Knattspyrnuakademíunnar sem hann hafði verið að semja við. Þar hagaði hann rekstri félagsins þannig að félagið skuldaði Kópavogsbæ tugi milljóna í leigu. Eftir þessa frammistöðu vogar hann sér að koma aftur sem yfirmaður í bæjarfélaginu. Kópavogsbær var að kaupa mannvirki á 1600 milljónir króna. Guðríður sem oddviti sá ekkert athugavert við vinnubrögðin.

2. Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fékk úthlutaða eina eftirsóttustu lóðina á Kópavogstúninu. Það var kært af nokkrum öðrum sem sóttu um og var Kópavogsbær dæmdur fyrir úthlutunina. Flosi skilaði ekki lóðinni, heldur hóf að byggja á lóðinni. Tengdafaðir Flosa hefur einnig fengið lóðir í Kópavogi eða fyrirtæki hans. Það hefði heyrst í Gussu ef bæjarfulltrúar úr öðrum flokkum hefðu fengið slíkar úthlutanir.

3. Fjórir af bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar sýndu það dómgreindarleysi að vera báðu megnin við borðið. Hverning eiga bæjarfulltrúar að veita stofnunum og einingum bæjarins aðhald, ef þeir eru sjálfir þeir sem aðhaldið á að beinast að. Þegar Samfylkingin er gagnrýnd fyrir þetta siðleysi þá neitar Guðríður ekki, en bendir á að Gunnsteinn Sigurðsson sé líka sukkari.

Fyrir þessar kosningar býður Samfylkingin aftur Hafstein Karlsson skólastjóra sem fulltrúan í bæjarstjórn.

4. Tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Fyrst viðurkenndi stjórnin að hafa farið út fyrir lagaramma í erfiðri stöðu. Þegar það virtist skaða annan aðilann varðandi atvinnu, kenndu þeir framkvæmastjóra og formanni stjórnar um. Víða erlendis hefðu viðkomandi sagt af sér a.m.k. tímabundið en ekki bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar.

Það eru fjömörg dæmi um siðleysið til viðbótar, en það skiptir ekki miklu máli. Flokksauðirnir verða samdauna óþefnum ef þeir sleikja rassborur flokksforingjanna daglega.

Varðandi Vatnsendamálið þá eru formenn flokkana sammála um að krafan er of há. Hins vegar sker Guðríður sig út með að segja að ekki komi til greina að borga meira en það sem hún ákveður. Þar með telur hún sig yfir dóma dómstóla hafin. Þetta er bara eitt form af siðblindunni.   

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2010 kl. 14:01

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Góður pistill Sigurður, nú fer ég út að kjósa.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband