Er sveitarstjórnarstigið fært til þess að taka að sér fleiri verkefni?

Undanfarin ár hefur reynst erfiðara að fá hæft fólk í sveitarstjórnir. Kemur þar margt til, ofþensla á almennum markaði, verkefni hlaðast um of á fáa einstaklinga, minni félagsþroski og félagsþátttaka, og  slakt eftirlit og aðhald.

Á þenslustiginu snérist kosningabaráttan um það hversu vel stjórnmálamennirnir tókst upp með að lofa kjósendum gulli og grænum skógum. Nú þegar harðnar á dalnum, eimir enn eftir af þessu ástandi. Verkefni dagsins er niðurskurður og til þess eru sveitarstjórnir yfirleitt afar vanbúnar til verkefnisins. Þekkingin ekki til staðar, getan eða kjarkurinn. 

Færsla frá ríki til sveitarfélaga eru yfirleitt rökstudd með því að þannig sé hægt að létta kerfið. Verkefnin eru nær notandanum. Því sé líklegra að rétt sé staðið að málum. Rökin eru rétt, en miklar efasemdir eru um hæfni sveitarstjórnarstigsins til þess að taka við auknum verkefnum. Önnur leið til þess að létta kerfið er að færa verkefni frá ríkinu til einkareksturs. Þessi leið er í vaxandi mæli farin á hinum Norðurlöndunum, en í núverandi stjórnmálaástandi er öll einkavæðing eitur í beinum stjórnvalda. Hugmyndafræðin kemur frá fyrrum Austur Evrópu. 

Til þess að styrkja sveitarstjórnarstigið þarf að auka lýðræði í sveitarfélögunum og virk gagnrýni innan sveitarfélaganna þarf að aukast. Almenningur hefur ekki efni á því að afhenda öll völd í samfélögum sínum í hendur kjörnum fulltrúum, sem oftar en ekki misfara með þau völd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband