Niðurstaða Landsdóms og áhrif.

Það er meirihluti á Alþingi fyrir að kalla saman Landsdóm til þess að fjalla um mál fjórmenninganna, Geirs, Einars, Björgvins og Ingibjargar Sólrúnar. Líkleg niðurstaða Landsdóms gæti verið:

1. Fjórmenningarnir verða sýknaðir, sem stafar af því að af 15 manna dómi, eru 7 skipaðir utan Alþingis og talsverðar líkur eru á að Landsdómur komist að því að mál hafi ekki verið rétt unnin. Þessi niðurstaða yrði enn eitt málið sem grefur undan virðingu Alþingis.

eða líklegri niðurstaða

2. Fjórmenningarnir yrðu dæmdirog þá í  3-4 mánaða skilyrðisbundin dóm.  Ekki verður séð að slíkur dómur verði óbærilegur fyrir Geir og Einar. Mannorð þeirra er þegar skaðað og slík niðurstaða bætti litlu við. Þessi niðurstað hefði meiri áhrif á Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin. Eftir útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis mátti ætla að Ingibjörg myndi sleppa við Landsdóm og því yrði dómur mikið áfall fyrir Ingibjörgu. Björgvin er ekki endanlega hættur í pólitík, er í fríi frá Alþingi, en yrði með þessari niðurstöðu endanlega sleginn af. 

Fyrir Sjálfstæðisflokkinn yrði þessi niðurstaða nánast óbreytt staða. Forystumenn hafa viðurkennt að flokkurinn beri hluta ábyrgðarinnar. 

Fyrir Samfylkinguna yrði þessi niðurstaða mikið áfall. Bæði er það að flokkurinn hefur ekki viðurkennt sinn þátt í hruninu, en hér yrði Samfylkingin dæmd til slíkrar niðurstöðu. Með þessu yrðu áhrifin innan Samfylkingarinnar mun meiri. Samfylkingin er jú byggð upp af þremur flokkum, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Kæra til Landsdóm er innan Samfylkingarinnar er uppgjör milli þessara arma. Aðalhvatamaður þess að Ingibjörg taki á sig ábyrgðina sem fulltrúi Kvennalistaarmsins er Jón Baldvin Hannibalsson, sem þótti sinn skerfur innan Samfylkingarinnar sem fulltrúi Alþýðuflokksins snautlegur. Mörgum innan gamla Alþýðuflokksins fannst Ingibjörg hygla mjög kvennalistakonum í sinni valdatíð. Ingibjörg hélt Björgvini sem fulltrúa Alþýðuflokksins frá málum, en hafði Össur nær sér sem fulltrúa Alþýðubandalagsins. Þessi dómur yrði því dómur yfir Kvennalistaarminum og með dómi yfir Björgvini fellur Alþýðuflokksarmurinn.  Niðurstaðan yrði því algjöjr sigur Alþýðubandalagsarmsins Samfylkingarinnar.  Jóhanna er að uppgötva að hún og Samfylkingin hafa verið veidd í Altanetið. Tími hefndar kattanna er runninn upp. 

Fyrir VG er þessi dómur afar mikilvægur í baráttunni um yfirráðin á vinstri vængum. Flokkurinn stjórnar nú umhverfismálunum, ljóst er að ESB verður flautað út af borðinu og með dómi er Samfylkingin dæmdur hrunflokkur.  Þessari niðurstöðu fagna bæði hundarnir og kettirnir innan VG.

Borgarahreyfingin yrði ánægð með þessa niðurstöðu því hún myndi veikja fjórflokkinn. Óánægja með stjórnmálakerfið er eina ástæða þess að núverandi þingmenn muni halda sætum sínum á næsta þingi. 

Framsóknarflokkurinn yrði mjög kátur. Með dómnum yrði niðurstaðan að þeir bæru enga ábyrgð á hruninu. Með dómi fer uppbygging Framsóknarflokksins að skila árangri. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband