Atvinnuleysi er óþarft böl.

Við erum í raun allt of lítil þjóð í stóru landi. Fólksfæðin gerir það að verkum að margir þættir eru hér dýrari en hjá öðrum þjóðum. Þar fyrir utan erum við í nokkurri fjarlægð frá öðrum löndum, sem þýðir flutningskostnað bæði vegna ferðalaga, en einnig vegna vöruflutninga. Þess vegna er það hagkvæmt að þjóðinni fjölgar. 

Í samdrættinum sem hefur orðið hér frá 2008 hefur atvinnuleysi farið upp í 10%. Í raun hefur það atvinnuleysi verið meira, því margir hafa farið í nám, eða haldið áfram námi. Þá hefur fjöldi fólks flutt til nágrannalanda okkar. Oft er þetta vel menntað fólk, sem margt hvert kemur ekki til baka. 

Eðlilegt atvinnuleysi er um eitt og hálft prósent. Það stafar af því að fólk er að skipta um vinnu, en einnig að atvinnustarfsemi er að breytast. Störf lögð niður og ný taka við. Þegar þjóðin er hrædd eins og nú er, heldur fólk að sér höndum, og aðhafist lítið. Þetta á bæði við þá sem ekki hafa fjármagn til þess að kaupa vöru og þjónustu, en einnig um þá sem hafa nægt fjármagn. Þetta aðgerðarleysi dregur  úr atvinnu.

Eitt af hlutverkum stjórnvalda er að stuðla að jafnvægi í þjóðfélaginu, þá eining jafnvægi í atvinnulífinu. Til þess hafa ráðamenn mörg tæki. Því miður hafa tækifærin sem til staðar eru ekki verið nýtt og þess vegna er viðvarandi atvinnuleysi. Gagnrýni verkalýðsforystunnar og samtökum atvinnurekenda er að þessu leiti réttmæt. 

Það getur verið fyllilega eðlilegt að þurfa að segja upp hjá Orkuveitu Reykjavíkur, en aðgerðarleysi stjórnvalda til örva atvinnuuppbygginu er í hæsta máta óeðlilegt. Ef ráðamenn treysta sér ekki í verkefnið verður að fela öðrum það. 

 

 


mbl.is „Fólkið auðvitað bara grét“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Jónsson

Alveg rétt hjá þér Sigurður við erum með óþarfa heimatilbúið atvinnuleysi og gætum útrýmt því á stuttum tíma og snúið dæminu við,en það þjónar ekki fjármagnseigendum á Íslandi sem stjórna ríkisstjórninni.

Í fyrsta lagi þyrftum við að takmarka innflutning á erlendu vinnuafli

2.banna útflutning á óunnu hráefni strax og skylda atvinnulausa til að vinna við fisk ef heilsa leyfir.

3.Opna fyrir að hægt sé að stofna smáfyrirtæki og styðja við þau fyrsta árið.

4.bæta við kvótann,það er nægur fiskur kringum ísland til að þola það í nokkur ár.

En til að allt þetta sé hægt þarf að bera þessa bölvuðu aumingja sem sitja á alþingi íslendinga út og fólkið að taka stjórnina í sínar hendur,fyrr skeður ekkert.

Friðrik Jónsson, 22.10.2010 kl. 09:13

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Friðrik ég er ekki alveg viss um að við séum sammála um áherslurnar, en ef menn setjast niður og ákveða að taka á vandanum og finna leiðir þá er sannarlega hægt að ná árangri.

Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2010 kl. 11:11

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

Enda ekkert rökrétt að allir séu sammála,fer eftir hvar við erum stödd í þjóðfélaginu og hvernig við upplifum það.

Friðrik Jónsson, 22.10.2010 kl. 12:20

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ef að til er fjármagn til að styðja ný fyrirtæki fyrsta árið, þá ætti að vera hægt að styðja núverandi fyrirtæki, eða búa svo um hnútana að þau fyrirtæki sem nú þegar starfa geti bætt við sig starfsfólki.  Það þyrfti rauninni ekki meira að koma til en að annað hvert lítið eða meðalstórt fyrirtæki, gæti bætt við sig einum starfsmanni að meðaltali.  Það myndi þá einnig líklegast auka tekjur þessara fyrirtækja og hjálpa þeim þar með að greiða niður sínar skuldir. 

 Ferskfiskútflutningur, er fyrst og fremst vegna þess að það tryggir besta mögulega verðið fyrir fiskinn.  Við getum varla búist við því að fá hátt verð, fyrir fullunnar vörur í neytendaumbúðum, á markaði í þeim löndum, sem vöruverð (matarverð) er alla jafna lægra en hér á landi.

Nánast frá hruni hefur verið talað fyrir auknum fiskveiðiheimildum, og raunar fyrr, þó svo nauðsynin sé kannski mest akkurat núna.   Þó svo að kvótinn hér yrði aukinn þá myndi líkegast ekki breytast hlutfallið milli ferskfisksútflutningi, því hann gefur meira af sér á því hráefni, sem stenst gæðakröfur í þess háttar útflutning og fullvinnslu hér á landi. En vissulega kæmu þá fleiri tonn hér á land í landvinnsluna, enda heldaraflinn meiri.

 Í framleiðsluþjóðfélagi eins og okkar, verða allar aðgerðir í efnahags og atvinnumálum, að leiða til þess að afurðaverð sé eins hátt og mögulegt er. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 22.10.2010 kl. 12:57

5 Smámynd: Anderson

Sæll,

Þú nefnir að "eðlilegt" atvinnuleysi sé um 1,5%. Þetta á væntanlega við um Island. Hvar færðu þessa tölu?

Anderson, 22.10.2010 kl. 17:24

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Friðrik, við erum sammála um þetta. Þegar við leitum leiða til úrlausna er mikilvægt að ekki séu allir sammála. Það þarf margar lausnir og mörg sjónarhorn.

Það þarf að búa til ,,snjóboltaáhrif" ef við gerum örlítið betur er hægt að gera kraftaverk. 

Anderson. Eðlilegt atvinnuleysi er til í hagfræðinni. Nokkuð rökrétt þegar það er skoðað. 

Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2010 kl. 21:00

7 Smámynd: Friðrik Jónsson

Sæll Kristinn..Þetta er spurning um hvort hátt fiskverð til útgerðar og hversu mikið af því skilar sér í ríkiskassan,sé hagkvæmari en færri krónur frá útgerð og skattagreiðslur frá þegnum+fækkun á bótum sem stuðlar að færri missi allt sitt,færri heimil leysast upp,færri flýja land,fleiri borga í lífeyrissjóði sem verður til þess að síður þarf að pína bótaþega,svo er það staðreynd að margir eru að gefast upp og það eru dæmi þess að fólk fremji sjálfsmorð.

Svona er hægt að telja upp ansi lengi og þá eru nú ekki mikil rök fyrir þessum gengdarlausa ferskútflutningi,sem nokkrir gullkálfar stunda,allavega geturðu seint sannfært atvinnulausan mann sem vill vinna og er tilbúinn að vinna við hvað sem er svo framanlega að hann fái mannsæmandi laun.

Friðrik Jónsson, 25.10.2010 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband