24.10.2010 | 00:39
Verður Dómkirkjan rifin?
Lítill minnihlutahópur kallar sig Siðmennt og annar Vantrú. Hvorugur hópurinn er sáttur við, að hjá þjóð þar sem rúmlega 90% eru kristin, skuli kristin trú og boðskapur njóta ákveðinna forréttinda. Hafa áhrif á stjórnkerfi og skólastarf. Það virðist fara ótrúlega mikið í taugarnar á þessum minnihlutahópum að við setningu Alþingis skuli þingmenn fyrst fara í kirkju. Nú virði ég það fyllilega að einhverjir þingmenn taka þá ákvörðun að sleppa kirkjuferðinni af þessu tilefni. Það er þeirra val, en að þetta lið ætli að ákveða hvað aðrir gera finnst mér út í hött.
Það að fermingarbörnum sé boðið upp á fermingarfræðslu í kristnu samfélagi finnst mér fyllilega í lagi. Þeir foreldrar sem ekki vilja þiggja slíka fræðslu, hafa þá það val að börnin þeirra gera eitthvað allt annað. Næst verður að ekki má senda út messur t.d. á jólum, þar sem einhverjir eru ekki kristnir. Þá kemur eflaust fljótlega að því að þetta lið vilji láta rífa Dómkirkjuna, þar sem það sé óeðlilegt að einn trúflokkur skuli njóta forréttinda umfram annan með staðsetningu á staðsetningu á húsnæði til bænahalds. Ég er þeim ósammála.
Mér er nokk sama hvort Jóhanna Sigurðardóttir er í þjóðkirkjunni eða ekki, en sem forsætirráðherra þjóðar þar sem yfir 90% þjóðarinnar telur sig vera kristin, er óþarfi af hennar hálfu að gefa yfirlýsingar um úrsögn úr þjóðkirkjunni. Einhverjir heitt trúaðir kristnir einstaklingar finnst það óeðlilegt að Jóhanna Sigurðardóttir sé gift konu, meginþorra þjóðarinnar er hins vegar slétt sama. Sé hún hamingjusöm í sínu hjónabandi er það fyrir mestu. Þjóðinni er hins vegar ekki sama það ókristilega framferði sem Jóhanna sýnir í sinni valdatíð sem forsætisráðherra. Vita getulaus og hugmyndasnauð er hún að koma fjölda fjölskyldna í landinu á kaldann klakann.
Við viljum halda Dómkirkjunni en losna við Jóhönnu. Við viljum efla sess kristinna gilda. Það er von íslensku þjóðarinnar.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hver segir að 90% þjóðarinnar sé kristin ?
hilmar jónsson, 24.10.2010 kl. 00:52
Afhverju gifti hún sig í kirkju? Ég hef alædrei skilið hvað fólki gengur til að amast yfir fallegum boðskap. Ætti að vera ein vika hjá bloggurum í að lofa hvert annað.
Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2010 kl. 02:01
Sigurður,
Skilurðu hvað hugtakið "trúfrelsi" þýðir?
Hvað þýðir að vera "kristinn"? Og hvað þýðir að vera "kristin þjóð"? Getum við ekki líka hætta þessu dekri við homma og lesbíur og sagt þeim að fara inní skápinn aftur, við erum jú "gagnkynhneigð þjóð", yfir 90% þjóðarinnar eru gagnkynhneigð.
Er það að vera "kristin þjóð", að trúa á almáttugan Guð sem hafi skapað himinn og jörð, að Jesús Kristur sé eingetinn sonur hans, að hann hafi risið upp frá dauðum? Ertu í alvörunni að halda því fram að yfir 90% þjóðarinnar trúi því?
Eiga prestar að koma mánaðarlega í leikskóla og kenna börnunum þetta, og fara með bænir, kenna 4 ára börnum að trúa á Guð?
Finnst þér eðlilegt að sé stundað trúboð í grunnskólum og leikskólum? Er það í anda trúfrelsis að mínum börnum sé kennt að trúa á Guð og Jesús?
Um það snýst málið.
Einar Karl, 24.10.2010 kl. 08:21
Sigurður, Góður Pistill!!!
Birgir Viðar Halldórsson, 24.10.2010 kl. 09:42
Mjög góður pistill!
Kveðja,
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.10.2010 kl. 09:57
52,7% Kristin
16,6% Persónulegur guð/annarar trúar
19,1% Trúlaus
11,6% Hvorki né
Þetta er afstaða Íslendinga.
Annars er þessi færsla þín uppfull af rökvillum. Þú ýkir og gefur andstæðingnum skoðanir til að upphefja þínar eigin.
78% Íslendinga eru í ríkiskirkjunni. Stór hluti eingöngu vegna þess að þeir voru skráðir þar við fæðingu, eru áhugalítil um þessi mál og hafa engann ávinning af því að skrá sig þar úr. Ef fólk fengi að velja t.d. á skattaframtalinu mætti búast við að ríkiskirkjuþegnum fækkaði niður í 20-30%.
Það er enginn að tala um að hætta fermingarfræðslu. hún á bara ekki að vera á skólatíma frekar en fótboltaæfingar eða barnastarf stjórnmálaflokka.
Lestu greinina hennar Oddnýju Sturludóttur.
http://oddny.eyjan.is/2010/10/egar-samfo-og-besti-stalu-jolunum.html
Reputo, 24.10.2010 kl. 10:22
Sammála Einari Karli...um þetta snýst málið!!
Valgerður Lísa Gestsdóttir, 24.10.2010 kl. 11:06
Fyrst Dómkirkjan, svo Hallgrímskirkja, svo látum við sparka öllum prestum og biskupnum úr landinu, og síðan fara allir kristnir í fangelsi, muhahaha.... eða þannig.
Come on Sigurður. Hefurðu í raun lesið sjálfa tillögu mannréttindaráðs? Ég man ekki eftir að nokkuð hafi verið minnst á Dómkirkjuna. Þó svo að á Íslandi sé ríki og kirkja ekki aðskilin, þá ríkir samt trúfrelsi hér. Það þýðir bæði að öllum trúuðum er frjálst að iðka sína trú OG að trúlausum sé frjálst að sleppa því.
Þetta er tekið úr LÖGUM Menntasviðs Reykjavíkur, og ég sé ekki betur en að þessi lög séu þverbrotin í fjölmörgum skólum. Mannréttindaráð vill einungis sjá til þess að þessum lögum sé framfylgt. Dómkirkjan má alveg standa, enda er engin neyddur til að fara og biðja í henni. Það er málið. Kristnir mega endilega iðka sína trú, en bara ekki heimta að allir aðrir geri það líka.
Rebekka, 24.10.2010 kl. 11:12
Þetta er bara týpískur málstaður krissanna. Taka eitthvað sem kemur málinu ekkert við (Dómkirkjan í þessu tilfelli en oft er talað um jólin eða almennt siðferði) fullyrða síðan á nógu dramatískan hátt að eitthvað hræðilegt komi fyrir það eða að það hverfi. Gera þetta síðan án alls rökstuðnings og án þess að hafa yfir höfuð neitt samhengi í textanum. Inn á milli er svo stungið ýmsum fordómum og alhæfingum. Úr verður skemmtileg lesning sem kennir manni hvernig á ekki að vera málefnalegur.
Kommentarinn, 24.10.2010 kl. 12:35
Reputo, hvaðan hefurðu þessar tölur?
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.10.2010 kl. 12:55
Tölur um trúfélagaaðild eru aðgengilegar á hagstofa.is/mannfjöldi/trúarbrögð
Af rétt rúmlega 317.000 einstaklingum á þjóðskrá eru rúmlega 251.400, eða 80%, í þjóðkirkjunni og milli 10 og 15% í öðrum kristnum sértrúarhópum.
Utan trúfélaga og aðrir í "ókristnum" trúfélögum eru minnst um 5%, mest 10%.
Þessar tölur eru gróflega reiknaðar hjá mér, en þeir sem efast geta kannað málið og sannreynt það sjálfir.
Kolbrún Hilmars, 24.10.2010 kl. 14:48
Þessar tölur eru fengnar héðan:
http://www.kirkjan.is/skjol/truarlif_islendinga_2004.pdf
Þetta er úr skoðanakönnun sem gerð var 2004, og endurspeglar auðvitað ekki raunverulega skráningu.
Reputo, 24.10.2010 kl. 15:58
Kolbrún skýringar á fjölda þjóðkirkjumeðlima er að það eru allir sjálfkrafa skráðir í trúfélag móður við fæðingu án þess að vera spurðir. Það er stórt hlutfall þjóðkirkjumeðlima trúlaust þ.m.t. ég sjálfur.
Kommentarinn, 24.10.2010 kl. 16:55
Kommentarinn, vissulega er kerfið þannig, en venjan er að skrá börn í trúfélag eftir móður, það gildir um fleiri trúarbrögð en kristin. T.d. gyðinga.
Það sem skiptir máli er hins vegar að fjöldinn er sáttur við þjóðkirkjuna og sér ekki ástæðu til þess að skrá sig úr henni.
Þegar ég var að fletta trúarbragðaskiptingu hagstofunnar, sá ég td að af 373 skráðum í trúfélagi múslima voru 132 börn.
Hvað myndir þú giska á að mörg þeirra afskrái sig þaðan þegar þau verða sjálfráða?
Kolbrún Hilmars, 24.10.2010 kl. 17:12
Fjölmargir hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni þó þeir telji sig kristna og séu það ugglaust. Þar kemur margt til, óánægja við einstaklinga í klerkastétt eða aðra embættismenn innan þeirra vébanda eða þeir hafa talið sig mótmæla einhverjum aðgerðum eða aðgerðaleysi innan þjóðkirkjunnar. Þetta vegur að einhverju leyti upp á móti þeim sem eru trúlausir en sjá samt ekki ástæðu til að skrá sig úr kirkjunni, enda ljóst að þar er mörg þörf verk unnin.
Spaugileg þessi umræða um trúboð í skólum. Mætti alveg eins tala um stærðfræðiboð, málfræðiboð, landafræðiinnrætingu -- og reyndar hvaðeina sem þar er kynnt og kennt. Það er boðun, innræting og heilaþvottur. Þar af er sprottin menningin sem samfélagið byggist á. Hvernig halda þeir jólin sín, veslingarnir sem fara á límingunni ef minnst er á Jesúbarnið eða Krist?
Sigurður Hreiðar, 24.10.2010 kl. 17:23
Alveg rétt að meðan yfir 50% er kristið hérlendis, þá er ekki ósanngjarnt gagnvart öðrum trúfélögum að kirkjan hafi tiltekinn umfram aðgang sem þjónnustu aðili við almenning og uppvaxandi kynslóðir.
Þ.s. þarf að tryggja, er að þeir sem ekki eru kristnir hafi jafnan aðgang að einhverju öðru, ef þeir kjósa það - sbr. fámennan hóp múslima.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.10.2010 kl. 18:35
Mín skoðun er sú að í skólabekkjum leik- og grunnskólabarna fari best á því að ÖLL börnin fái að taka þátt í sömu verkefnum, svo sem að föndra fyrir jólin, útbúa jólagjafir (sem má alveg eins kalla áramótagjafir) og svo framvegis.
Það versta sem hægt er að gera er að kippa einum eða tveim krökkum út úr bekknum sínum vegna þess að nú ætli hinir krakkarnir að vinna að einhverju kristilegu fyrir jólin.
Og fyrir þá sem hafa hugmyndir um að það sé eitthvað skárra að allir kristnu krakkarnir fari eitthvað annað til þess að gera þetta og þessir einn eða tveir verði skildir eftir einir og útundan - ja, hvar er þá statt umburðarlyndið, jöfnuðurinn og trúfrelsið?
Kolbrún Hilmars, 24.10.2010 kl. 19:19
Mjög góð og sönn grein hjá þér Sigurður. Takk fyrir !
Gunnlaugur I., 24.10.2010 kl. 20:01
Einar Karl og Kolbrún eru með þetta.
Haraldur Davíðsson, 24.10.2010 kl. 20:41
Systursonur minn á dökkan son, þetta kom ekki að sök fyrr en í öðrum bekk. Þá kom hann heim og vildi gera eitthvað í málunum. Þegar hann var spurður um tillögu, kom svarið að mála hina 24 krakkana svarta.
Menntaráð Reykjavíkur kæmi eflaust með einhverja slíka tillögu. Lausnin okkar var að útskýra dæmið fyrir þennan 8 ára frænda minn og málið var ekki svo flókið eftirá. Það þurfti ekki að mála hina krakkana.
Ef tuttugu og fórir krakkar í bekk alast upp við kristna trú, en einn ekki. Þá hlýtur að vera hægt að útskýra fyrir þessum eina að hann taki ekki þátt í fræðslu sem foreldrar hans vilja ekki að hann taki þátt í. Ef einn eða tveir í bekk meiga ekki borða svínakjöt af trúarástæðum, þá borða þeir bara eitthvað annað.
Vel á minnst góður vinur minn hefur verið sérvitringur allt sitt líf. Mér þykir samt vænt um hann. Hann hefur alla tíð verið afar mikið á móti grænmeti. Sannast sagt hatað það. Segir að grænmeti sé bara fyrir dýr. Kjöt og fiskur er fyrir fók. Nú er barnabarnið hans sem býr hjá honum byrjað í skóla. Hann er brjálaður yfir því að verið sé að troða grænmeti í krakkann og hefur mótmælt því. Það verður ekki gert frekar. Ef hann væri í Vantrú eða Siðmennt krefðist hann að enginn krakki í skólanum fengi að borða grænmeti. Slíkur öfgamaður er hann ekki.
Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2010 kl. 22:32
Við skulum velta spurningu Sigurðar fyrir okkur: "Verður Dómkirkjan rifin?"
Hvað EF, eftir 100 ár, 75% Íslendinga verða bara algjörlega trúlausir og fara aldrei nokkurn tímann í kirkju? Og finnst Dómkirkjan ljót og leiðinleg og finnst grá-upplagt að byggja bensínstöð eða eitthvað þar sem Dómkirkjan stendur?
M.ö.o., væri í lagi að rífa Dómkirkjuna, ef MEIRIHLUTINN myndi vilja það??
Nei auðvitað ekki! Vegna þess að meirihlutinn verður að virða lágmarks mannréttindi minnihlutans, svo sem eins og að mega iðka sína trú í friði, rífa ekki bænahús þeirra, og vera ekki að innræta í sálir barna þeirra að trú og grundvallarlífsviðhorf foreldra þeirra séu eitthvað afbrigðileg og ómerkileg.
En svona sjálfsagða hluti virðast margir ekki skilja í dag.
Einar Karl, 24.10.2010 kl. 22:39
Einar lítill öfgahópur vill taka völdin af miklum meirihluta þjóðarinnar. Hvort við höldum jól, hvort börnin okkar séu fermd, eða skýrð. Slíkt hefur ekkert með lýðræði að gera, heldur öfgar. Þú þarft ekki að fara í kirkju, eða hafa okkar trú. Það þurfa börn þín heldur ekki að gera. Hins vegar mótar kristin trú, allt okkar samfélag og það verður svo vonandi á komandi árum, áratugum og öldum. Mestu óhæfuverk mannkynssögunnar hafa verið framkvæmd af litlum öfgahópum, sem samfélagið hefur sýnt of mikið umburðarlindi. Ég virði þinn rétt til þess að hafa skoðanir og haga þínu lífi eins og þú vilt. Það kalla ég virðingu. Þú gætir sýnt öðrum sambærilega virðingu. Slíka kröfu er hins vegar afar sjaldan hægt að gera til öfgahópa.
Sigurður Þorsteinsson, 24.10.2010 kl. 23:12
Hvað kemur það málinu við hvort einhver sé svartur eða borðar ekki grænmeti. Það er verið að tala um innrætingu innan skólans. Það eru ALLIR sammála um lestur, skrift, stærðfræði o.s.fv. En engir tveir virðast geta komist að sömu niðurstöðu í trúmálum enda huglæg og óveraldleg. Hversvegna ætti þá að troða sömu lygunum ofan í alla? Þetta er það eins sem sundrar börnum innan veggja skólans. 52,7% þjóðarinnar eru kristin og 47,3% eru það ekki. Það er ekki eins og þetta sé einhver örsmár minnihluti.
En það er í anda kristninnar að berjast gegn framþróun og mannréttindum. Maður spyr sig stundum hvort við séum í raun komin út úr myrku miðöldunum þegar svona viðhorf blómstra.
Ef sumum foreldrum er svona annt um að innrætabarnið sitt með kristinni trú er nóg í boði. Barnastarf kirkjunnar, sunnudagsskólinn, kfum/k og örugglega ýmislegt fleira. Þetta á bara ekki að fara fram í hlutlausu og veraldlegu umhverfi skólans. Um það snýst málið.
Reputo, 24.10.2010 kl. 23:21
Já Sigurður, það eru gríðarlegir öfgar í því að banna trúboð í skólum. Þú ert sennilega að tala um Vantrú og Siðmennt þegar þú tala um öfgahópa. Þetta sýnir öðru fremur hvað þú veist lítið um þennan hóp fólks og þeirra stefnumál. Þú getur farið í gegnum allt greinasafn Vantrúar án þess að finna jafn mikla öfga og finnast í þínum skrifum. Þú ert að aðlaga andstæðinginn að eigin þörfum og gefa honum skoðanir svo auðveldara sé að rífa hann niður. Með öðrum orðum ertu að ljúga til að upphefja eigin málstað. Það fellur vel í kristilega siðferðið.... er það ekki.
Reputo, 24.10.2010 kl. 23:28
Sigurður segir:
Börn 2-4 ára fá mánaðarlegar heimsóknir presta í leikskóla. Þeim er kennt að trúa á Guð, þau fara með bænir. Á þriggja ára barn að rétta upp hönd og biðja um að fá að fara fram í anddyri meðan presturinn predikar yfir börnunum? Í grunnskóla fara allir bekkir í kirkju, nema börnin leggi fram sérstaka ósk foreldra um að þau megi sleppa því.
Þetta er því kolrangt hjá þér. Börnum mínum er kennt í skóla að hafa þína trú. Það er gróft brot á trúfrelsi mínu og þeirra..
Einar Karl, 25.10.2010 kl. 08:30
Sigurður segir líka:
Í hvaða raunveruleika býrð þú? Bentu mér á EITT einasta dæmi um einhvern "öfgahóp" sem hefur amast við því að ÞÚ haldir jól, eða að börn ÞÍN sé fermd eða skírð. Ég bið bara um eitt dæmi.
Einar Karl, 25.10.2010 kl. 08:33
Og mig langar til að biðja um eitt dæmi um að íslenskt barn hafi skaðast af því fyrirkomulagi sem nú er í gildi.
Bjarni FJ, 25.10.2010 kl. 17:23
"... útbúa jólagjafir (sem má alveg eins kalla áramótagjafir)".
Kolbrún, það er engin ástæða til að breyta hátíðarhöldum um jólin. Jólin eru heiðin og voru haldin hátíðleg löngu fyrir innreið kristninnar í Norðurhluta Evrópu. Þá var verið að fagna hækkandi sól. Jólahald 25. desember hefur strangt tekið ekkert með kristni að gera, þar eð það er hvort eð ekki fæðingadagur Jesú, en kirkjan stal jólunum frá heiðingjunum svo að segja. Þess vegna finnst mér allt í lagi í leik- og grunnskólum að klippa út og lita jólasveina, sem byggir á þjóðtrú og gefa jólagjafir, sem einnig byggir á gamalli evrópskri hefð (ekki trúarlegri).
Auðvitað á að segja börnunum að jólasveinar séu ekki til, þeir séu ímyndun, þjóðsögur. Alveg eins og það brýn þörf að segja börnunum (utan skólatímans), að það sem stendur í Biblíunni sé ekki byggt á staðreyndum, ekki frekar en sögurnar um Superman og Spiderman. Vonandi segir Jón Gnarr líka einhverjum börnum, að Mímíndalurinn og álfarnir séu heldur ekki til.
Vendetta, 25.10.2010 kl. 17:37
Ég vil líka árétta, áður en einhver fer að gefa mér kuldalegt augnaráð, að jólahald í heiðni er líka mikið eldra en jólasveinatrúin.
Vendetta, 25.10.2010 kl. 17:41
Vendetta, þakka þér fyrir þetta, ég var að því komin að bæta við athugasemd fyrr í dag sem er næstum því samhljóða þinni :)
Jólahald okkar er einmitt staðreynd í samfélaginu og skiptir ekki nokkru máli hvort það telst tilheyra Jesúbarninu, Mammon eða hinni gömlu heiðnu venju að fagna hækkandi sól - því að sólin yfirhöfuð birtist aftur á himinhvolfinu!
Þannig ætti það líka að vera með jólaundirbúninginn í skólunum. Það á að sameina krakkana með föndri, jólasveina ef ekki annað, en alls ekki að láta foreldrana komast upp með að láta sína trúarfordóma bitna á krakkaskinnunum.
Kolbrún Hilmars, 25.10.2010 kl. 19:40
Mér finnst þetta heilbrigt viðhorf og tek undir med Sigurði þorsteinssyni. Öfgarnar hafa undirtökin virðist vera á okkar vondu tímum.
Guðmundur Pálsson, 26.10.2010 kl. 14:17
Vendetta vill segja litlu börnunum að jólasveinninn er ekki til og hann sé ímyndun. Þarna birtast öfgar, skemmdarfísn og mannvonskan í hnotskurrn; að skemma og eyðileggja fyrir litlum börnum. Næs.
Guðmundur St Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 14:29
Guðmundur: Það á alltaf að segja börnum sannleikann. Það er nefnilega ljótt að ljúga að litlum (og stórum) börnum. Þett þýðir ekki að það eigi að banna þeim að nota ímyndunaraflið, sem þau jú gera ótrauð. Síður en svo þá á að efla frjótt ímyndunarafl, enda geti þau aðskilið ímyndun og veruleika þegar ekki er verið að lemja guð inn í hausinn á þeim. En þau eiga ekki að lifa í blekkingarheimi alla sína ævi, heldur eiga foreldrar og kennarar að kenna þeim að beita gagnrýninni hugsun. Þegar dætur mínar hafa aldur til munu þær sjálfar leita sannleika og þekkingar, og það verður ekki innan vébanda guðstrúar.
B.t.w., það er ý í skemmdarfýsn.
Vendetta, 26.10.2010 kl. 15:01
Mannréttindaráð RV hefur í dag upplýst að það var ekki ætlun ráðsins að ráðast á jólaundirbúning í barnaskólunum! Þá er það frá!
Litlu börnin trúa á jólasveininn - þangað til þau eru 6-7 ára. Það þarf ekkert sérstaklega að flýta fyrir þeim í þeim efnum.
En á þeim aldri tekur við trúin á tannálfinn, eða þegar barnatennurnar byrja að detta - ætli tannálfurinn sé kristinn?
Kolbrún Hilmars, 26.10.2010 kl. 15:10
Mér finnst líkt og mörgum öðrum, að sumir séu að mála skrattann á vegginn, einungis vegna þeirrar sanngjörnu kröfu að það sé ekki stundað trúboð í skolum og leikskólum. Fyrir nokkrum árum var einhver á spjallrás sem kallaði sig Sannkristinn. Hann hélt því fram, að ef aðskilnaður ríkis og kirkju yrði fullnustaður, þá þyrfti að fjarlægja krossinn úr íslenzka fánanum, sem er bull. Á sömu nótum eru umræðurnar um að það verði að rífa dómkirkjuna eða eitthvað annað svipað. Hrein hystería.
Varðandi þá prósentu sem er kristin: Þegar reiknað er prósenta þeirra sem eru skráðir í ríkiskirkjuna, þá ber aðeins að rikna þá sem eru eldri en 16 ára, enda eru tölurnar frá Þjóðskránni uppskiptar. Fyrir 4-5 árum reiknusðust mér til að það væru ca. 62% skráðir í kirkjuna og þessi prósenta lækkaði ár frá ári. Lítill hluti þessara 62% prósenta eru aktífir, þannig að réttast væri að hafa það fyrirkomulag, að enginn yrði sjálfkrafa skráður í trúfélag, heldur yrði einstaklingur einungis skráður ef hann sækti skriflega um það og viðkomandi væri orðinn 18 ára.
Vendetta, 26.10.2010 kl. 15:38
Siggi, passaðu þig á að tala ekki illa um Vantrú en þeir reyndu að valda mér eignaspjöllum fyrir skemmstu þegar ég var þeim ósammála.
Þeir gætu tekið upp á því að rispa bílinn þinn ef þú ert þeim ekki sammála, mundu að þessi 90 manna klúbbur hefur fundið sannleikann hoinn eina og við hin erum geðveik.
Verst hvað það eru margir geðlæknar sem eru geðveikir líka, hópmeðferð á þjóðinni er hugsanlega eina lausnin að mati vantrúarmanna
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 23:30
Vinsamlegast athugið að dylgjur Gylfa Gylfasonar um Vantrú eru ósannar. Maðurinn lýgur.
Hér eru hin meintu "eignaspjöll".
Matthías Ásgeirsson, 27.10.2010 kl. 09:54
Sæll Matthías
Hef starfað með miklum fjölda fólks í gegnum tíðina. Sumir eru mikið trúaðir, aðrir lítið og enn aðrir nánast trúlausir. Trúarbrögð þessa hóps er ansi fjölbreytt. Það sem mér líkar verst varðandi trúarbrögð eru öfgar. Ef ég bý í Tyrklandi þar sem múslimatrú er ríkjandi, vonast ég til þess að þurfa ekki í miklu mæli að taka þátt í þeirra trú. Einhver þátttaka er hins vegar óhjákvæmileg. Það væri óeðlilegt að ég sætti mig ekki við það. Það sama á við um kristna trú hér. Þeir sem ekki vilja þurfa ekki að fara í kirkju, ekki láta skýra eða ferma börnin sín og ekki láta jarða sig að kristnum sið. Hins vegar það að ætlast til þess að takmarka kristna siði eins og jól, páska og fermingarfræðslu þeirra sem í henni vilja taka eru í mínum huga öfgar og nánast ofbeldi.
Meðal minna góðu vina eru menn sem telja sig trúlausa, en eru ekki að ögra þeim sem vilja halda sinni trú. Þeir gera ekki athugasemdir við litlu jólin í skólum landsins, jólahald landans eða fermingafræðslu. Í mínum vinahóp eru 6 börn sem ekki fermdust, en það var haldið upp á tímann að vera kominn í fullorðinna manna tölu. Þrjú af þessum einstaklingum hafa hins vegar fermst síðar.
Ég játa að það vantar talsverða stillingu í málflutning nokkurra félaga í bæði Vantrú og Siðmennt. Á stundum finnst mér málflutningurinn öfgakenndur.
Fyrir mörgum árum var leikmaður í mínu liði sem hét Matthías Ásgeirsson, afburða góður og snjall drengur. Væri hann starfandi með Siðmennt eða Vantrú hef ég ekki trú á öðru en hann lyfti málflutningum á þann plan að sómi heiðvirðu fólki.
Sigurður Þorsteinsson, 27.10.2010 kl. 16:51
Sigurður segir:
Þetta er nú ekki svona einfalt. Sums staðar í fjallahéruðum Tyrklands eru vissulega miklar hefðir og bókstafstrú hefur farið vaxandi, þar er umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru öðruvísi af skornum skammti. Ekki eru að mæla því bót?
Þetta á hins vegar ekki við um stórborgir Tyrklands. Svo er rétt að þú lesir þig aðeins til um sög landsins og höfðingjann mikla Kemal Ataturk, og einarða stefnu hans sem gekk út á að aðskilja hið veraldlega og ´truarlega. Prófaðu að gúggla.
Einar Karl, 27.10.2010 kl. 18:46
Ég verð að játa að ég botna lítið í athugasemd þinni Sigurður. Ætlaði mér ekki að rökræða hér, vildi bara leiðrétta dylgjur Gylfa Gylfasonar.
Matthías Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 13:37
Öfgarnir og útúrsnúningarnir eru allir þín meginn Sigurður. Hvar er talað um að halda ekki heiðnu hátíðirna jól og páska? Ég mundi gjarnar vilja fá eitthvað dæmi þar sem það er nefnt. Enginn er heldur að tala um að afnema fermingarfræðsluna. Ég held að þú vitir akkúrat ekkert um hvað þetta mál snýst allt saman.
Reputo, 28.10.2010 kl. 17:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.