Sækir Kópavogur um aðild að Reykjavík?

Nú hefur komið í ljós að nýr meirihluti í Kópavogi er ekki byrjaður að huga að sparnaði í rekstri bæjarins. Fjárhagsáætlun fyrir 2010 var gerð með eins og fjárhagsáætlun bæjarins 2009,  í samvinnu bæjarfulltrúa allra flokka, þó með þeirri undantekningu að Gunnari Birgissyni var haldið frá verkinu. Það vekur fyrst og fremst athygli fyrir það að  Gunnar var sá eini í bæjarstjórninni sem hafði nokkra þekkingu á gerð fjárhagsáætlana. Það þarf ekki mikinn snilling á sviði fjárhagsáætlana til þess að sjá að það var gat í áætlanagerðinni. Það var fyllt með 1 milljarða áætluðum tekjum   af sölu lóða, sem verður að teljast glannalegt innlegg nema að með fylgi aðgerðaráætlun um framkvæmd. Niðurstaðan er að lóðum hefur verið skilað inn fyrir um 700 milljónir umfram sölu, sem þýðir 1.700.000.000 króna fjárvöntun, fyrir utan aðrar frammúrkeyrslur. Bæjarstjórn Kópavogs  kom hins vegar með sýndarsparnað með því að láta eldri borgara  borga í sund, ena bæjarfélagið á höfuðborgarsvæðinu, og síðan að stytta opnunartíma sundlauga. Þessi sparnaðartillaga átti að skila heilum 7,5 milljóna sparnaði, eitthvað sem öllum má vera ljóst að mun aldrei standast. Tillöguna knúði Guðríður Arnardóttir fram í anda jafnréttis og bræðralags.

Í getuleysi sínu við að stjórna bæjarfélaginu, er Kópavogi nú siglt í strand. Þá kemur samfylkingarleiðin sækja um inngöngu í stærra apparat til þess að komast undan ábyrgð. Þetta er kallað ESB leiðin. Það er bara tímaspursmál hvenær höggið kemur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar G

Já Siggi þetta er grafalvarlegt mál þegar þeir sem stjórna bæjarfélögum geta ekki sparað í rekstir bæjarfélaga.

Ég hef verðið mikill stuðningsmaður þess að sameina öll sveitarfélög á stór Reykjavíkursvæðinu þ.e. Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Álftarnes, Seltjarnarnes og Mosfellsbæ undir eina stjórn. Ég er þess fyllviss að hægt sé að lækka útsvar fólksins umtalsvert þ.e. að fólk geti eytt peningunum sínum í annað en vonlausa stjórnsýslu bæjafélaga.

Ef við horfum á verksvið bæjarfélaga þá er það rekstur skóla, reksur áhaldahúss og svo öldrunarþjónusta. Ég verð að segja eins og er að ég myndi treysta mér til að reka þetta hér í Garðabæ á hjálpar.

Ragnar G, 31.10.2010 kl. 22:11

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, Raggi þetta er afar vont mál. Hvað finnst þér um það að það sé gerð fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 þar sem gert er ráð fyrir sölu lóða upp á 1 milljarð króna, umfram skiluðum lóðum. Um leið og ég sá þessa áætlun spurði ég hvernig í ósköpunum menn ætluðu að fá þessa niðurstöðu. Ein af skýringunum sem ég heyrði  var að þetta hafi verið eina leiðin til þess að láta áætlunina ganga upp!!! Niðurstaðna var síðan að upphæð fyrir innskiluðum lóðum var upp á 700 milljónir og gatið því upp á 1,7 milljarða. Þá á eftir að taka tillit til fleiri þátta. Nýlega kom síðan fram í fréttum að reksturinn gengi bara vel. Hvað finnst þér um ábyrgð sveitarstjórnarmanna í svona tilfellum, eða er fjárhagsáætlanir aðeins svona til málamynda?

Sigurður Þorsteinsson, 31.10.2010 kl. 23:05

3 Smámynd: Ragnar G

Þess vegna er gott fyrir þessa þjóð  að ganga inn í ESB. Mér skillst að þeir fari yfir fjárlagagerð þjóða og leiðrétti ef þær eru út úr kortinu sem mér virðist það vera í þessu dæmi.

Ragnar G, 1.11.2010 kl. 06:58

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Humm, humm, humm

Sigurður Þorsteinsson, 1.11.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband