Fjárhagsáætlun Kópavogs, taka tvö!

Þá liggur fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir og verður áhugavert að rýna betur í hana. Á síðasta ári var Gunnari Birgissyni haldið fyrir utan gerð fjárhagsáætlunina og þá kom í ljós að hinir bæjarfulltrúarnir kunnu ekkert. Þegar spurt var hver ber ábyrgð á þessum ósköpum, benda er bent á Samfylkinguna. Í anda Svavars Gestssonar nenntu bæjarfulltrúarnir ekki að leggjast yfir verkefnið og þeir slumpuðu á að lóðasala yrði 1 milljarður króna, sem öllum mátti vera ljóst að þessi liður yrði neikvæður. Það kom líka á daginn að innskiluðum lóðum, umfram sölu lóða nam 700 milljónir króna. Hér var því vitsvitandi fölsun í áætlanagerðinni upp á 1,7 milljarð króna. Ég hef áður sagt að bæjarfulltrúar sem ástunda slíkar augljósar falsanir ætti að sæta ábyrgð.

Til þess að breiða yfir fúskið, náði Guðríður ná því fram að gamla fólkið, yrði látið greiða í sund, eina sveitarfélagið á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta átti að skila 7,5 milljóna sparnaði. Áður en ég fæ niðurstöðuna spái ég því að enginn sparnaður hafi náðst með þessari aumkunarverðu tillögu. Hins vegar kallaði málið fram þá hugsun, bæjarbúar þyrftu að vanda val bæjarfulltrúa betur. 

Nýlega kom bæjarstjórn upp ,,framkvæmdaráði" til hliðar við hliðina á bæjarráði. Þessi skipan hefur gert bæjarstjórnina í Kópavogi að aðhlátursefni meðal fagmanna. Framkvæmdir hafa farið úr 6 milljörðum í 200 milljónir og þá þarf framkvæmdaráð. Þessi sama bæjarstjórn segir að brýnt sé að hagræða og forgangsraða í rekstri. Byrjunin lofar ekki góðu.  


mbl.is Skuldir Kópavogs lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband