5.1.2011 | 23:48
Nú árið er liðið.
Já nú er ár liðið frá því að Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði að skrifa undir lög um Icesave og vísaði afgreiðslu til þjóðarinnar. Fyrir mér sem hafði haft Ólaf Ragnar Grímsson sem kennara, hvarflaði það ekki að mér eina einustu mínútu að hann afgreiddi málið með öðrum hætti. Þeir sem héldu annað, annað hvort þekktu Ólaf Ragnar ekki eða héldu að hann væri einungis pólitískur leiksoppur vinstri aflanna í þjóðfélaginu.
Ólafur hafði áður hafnað að skrifa undir lög, fjölmiðlalögin svokölluðu. Margir gagnrýna hann fyrir að hafa gert það vegna þess að Alþingi hafði afgreitt lagafrumvarpið. Ég kaupi það ekki. Davíð Oddson hafði í langan tíma haft ægivald á Alþingi og þá lagt þetta frumvarp fram. Andstaðan við frumvarpinu var að miklu leiti til þess að vera á móti Davíð Oddsyni, en ekki efni fjölmiðlafrumvarpsins. Nokkuð góð samstaða náðist síðar um breytingar á frumvarpinu, en þá hafnaði Ólafur undirskrift laganna. Þótti mörgum Ólafur þannig vera að gera upp mál við Davíð Oddson annars vegar og við ákveðna útrásarvíkinga hins vegar.
Í ljósi þessa og að mjög mikil andstaða var við afgreiðslu Icesavemálsins stóð Ólafur Ragnar Grímsson í lappirnar og vísaði málinu til þjóðarinnar. Í ljósi þess sem síðar hefur komið í ljós, var ákvörðun Ólafs afar skynsöm, og andstaða vinstri aflanna og viðbrögð afar óskynsöm. Í stað þess að skammast sín og viðurkenna mistök sín, hata margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar Ólaf Ragnar Grímsson. Það verður þá bara svo að vera.
Góður vinur minn, mikill stuðningsmaður ríkisstjórnarflokkana, en andstæðingur ríkisstjórnarinnar, sagði mér að stærsti sigur ríkistjórnarflokkana á síðasta ári, hafi verið að hafa komið í veg fyrir að Ólafur Ragnar Grímsson yrði kjörinn maður ársins 2010.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sæll og blessaður,
Góð upprifjun hjá þér og sönn. Það að embætti forseta, sé áhrifalaust virðingarembætti, hefur ekki alveg verið að skapi Ólafs. Verulega umdeilt og sú umræða kemur eflaust upp á borð, þegar Stjórnlagaþing tekur til starfa. Hef sjálfur bloggað um forsetann, undir fyrirsögninni að unna manni sannmælis.
Jón Atli Kristjánsson, 6.1.2011 kl. 10:03
Það slær mann svolítið varðandi nýjan samning að Jóhanna telur borðleggjandi að hann verði að lögum og vísar til þess að fulltrúar allra stjórnmálaflokka hafi verið í samninganefndinni. Mér finnst hún aðeins gleyma því að það var þjóðin sem hafnaði samningnum ekki Alþingi og setji ÓRG nafn sitt undir lög samþykkt af Alþingi, án þess að bera það undir þjóðina, er hann rammvilltur froðusnakkur.
Kjartan Sigurgeirsson, 6.1.2011 kl. 13:23
Jón ég hugsa til þess með hryllingi ef ríkisstjórn Austur Evrópska velferðarstjórnin hefði tekist að setja þjóðina í eilífa ánauð með skelfilegum Icesavesamningi. Þökk sé Ólafi.
Kjartan ég er sannfærður um að Ólafur mun láta þennan samning einnig fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verður að vera algjör samstaða á Alþingi svo hann íhugi að ganga frá samningi.
Sigurður Þorsteinsson, 6.1.2011 kl. 20:55
Jóhanna skilur víst ekki að hún og ríkisstjórnin vinna ekki fyrir erlend öfl og peningaöfl, heldur fyrir þjóðina og ekki heldur að þjóðin fer með fullveldið, ekki ríkisstjórnin. Forsetinn hefur það vald og verkefni að verja fullveldi þjóðarinnar gegn hættulegum stjórnmálamönnum eins og nú og vísa málum til okkar.
Elle_, 7.1.2011 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.