7.1.2011 | 22:04
,,Afköttun órólegu deildarinnnar"
Í dag var hátíðardagur hjá Evrópusinnum á Íslandi. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar setti fram stefnumótun til ársins 2020. Þar ber hæst að taka skuli upp evru, eins og Eiríkur Bergmann útskýrði fyrir þjóðinni á fréttum ríkissjónvarpsins. Stefnt yrði að uppfylla öll skilyrði upptöku evrunnar eins hratt og mögulegt er. Jóhanna skýrði síðan þjóðinni frá því að tekist hafi að ,,afkatta" órólegu deildina í VG.
Það eru miklir gleðidagar hjá doktor Eiríki Bergmann á Bifröst. Sótt hefur verið um aðild að ESB, og stjórn landsmála þannig háttað að hluti þjóðarinnar óskar þess heitast að taka stjórnina af íslenskum stjórnmálamönnum og afhenda ráðamönnum í Brunssel völdin. Til þess að undirstrika þetta sagði Eiríkkur í umræðuþætti í Baugsmiðlunum í vikunni að það síðasta sem við Íslendingar þyrftum nú á að halda væri ,,sterkur leiðtogi". Við skulum taka vel eftir áherslunum, ekki, alls ekki sterkur leiðtogi. Eins og upplýstir einstaklingar vita þá er leiðtogi sá stjórnandi sem hlustar á vel á grasrótina, fólkið í landinu. Hann hlustar líka vel á meðráðherra sína, stjórnarliða, en einnig stjórnarandstæðinga. Þetta vill Eiríkur Bermann ekki, alls ekki, því mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki í ESB. Sterkur leiðtogi fengi fullt af hugmyndum frá fólkinu í landinu til þess að hefja uppbyggingu strax, en það óttast Evrópusinnar hvað mest. Hér skal allt fara norður og niður, og síðan eiga bjargvættirnir að koma frá ESB.
Sterkum leiðtoga dytti ekki í hug að reyna að troða okkur í ESB, gegn vilja 70% þjóðarinnar. Forystumenn Samfylkingar og VG eru þó sammála um eitt. Það skiptir þau engu máli hvað þjóðin vill, slíkt er bara til trafala.
Það er ekki nema von að Eiríkur Bergmann sé í endalausri gleðigöngu á Bifröst þessa dagana.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Geisp.......
hilmar jónsson, 7.1.2011 kl. 22:18
Hilmar, það er þegar búið að innlima þig í ESB. Hænurnar átu þig.
Sigurður Þorsteinsson, 7.1.2011 kl. 22:36
Hilmar getur alveg verið með sitt "Geisp" en ég og fleiri eins og þú Sigurður munum standa vaktina fyrir þjóðina gegn ESB helsinu, hvar annars í flokki sem við stöndum.
Þjóðin okkar og fólkið í landinu almennt vill bara alls ekkert þetta skelfilega forræðishyggju stjórnsýsluapparat ESB til að ráðskast hér með fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar !
Leggum þessa ESB umsókn til hliðar og reynum að fara að vinna saman við að leysa málin eins og samheldinn og stolt þjóð !
Það væri fyrsta skrefið í átt til varanlegra framfra og raunverulegrar þjóðar sáttar hér.
ESB umsóknin mun ekkert gera nema sundra þjóðinni eins og hún hefur þegar gert og halda áfram að ala hér á sundurlyndis fjandanum !
Gunnlaugur I., 7.1.2011 kl. 23:56
Hvað segirðu,,afköttun,, settu þau í poka og fóru með í Heiðmörk,fullveldissálu þeirra. Við höldum vöku okkar,það rekur sitthvað á fjöruna,bráðum.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 02:55
Ég ætla að fá að vera með ykkur í vörninni. Þetta geysp segir allt sem segja þarf um mótrök ESB sinna, þau eru nákvæmlega enginn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 09:46
,,Sterkur leiðtogi" gæti líka þýtt ,,sá sem hlustar mest á þá sem hafa hæst en vita ekki alltaf best".
Þórdís Bára Hannesdóttir, 8.1.2011 kl. 13:42
Hef verið talsvert verið spurður um þetta orð afköttun. Sumir hafa skilið að, sem afskurð, en hér er það notað í á svipaðan hátt og afhommun, sem átti að vera aðferðarfræði til þess að koma samkynheigðum karlmönnum á rétta braut, þ.e. verða gagnkynhneigðir. Afköttun þýðir þá að þurrka út kattareðlið úr órólegu deildinni og innleiða í staðinn. Það er spurning hvort umburðarlyndi forsætisráðherra sé jafn mikið við þá sem hafa aðra skoðun og hún hefur, og það umburðarlyndi sem henni er sýnt.
Þórdís, ég myndi ekki túlka sterkan leiðtoga eins og þú gerir. Einhverjir gætu líka sagt að leiðtogi sem stundaði lyftingar væri sterkur leiðtogi, kaupi þann skilning heldur ekki.
Sigurður Þorsteinsson, 8.1.2011 kl. 21:01
Mér sýnist á alla lund að forsætisráðherran sá á alla lund veikur leiðtogi, hana einkennir hroki, sjáfsbirginsháttur og algjör forræðíshyggja, hún mun verða dæmd af verkum sínum og hátt er hennar fall af stalli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 22:54
Ásthildur, tek undir með þér.
Sigurður Þorsteinsson, 9.1.2011 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.