11.1.2011 | 23:05
Djarfur tangó tekinn í Bæjarstjórn Kópavogs.
Hluti ESB sinna hafa miklar ranghugmyndir um sambandið. Víst er Þýskaland öflugasta landið í ESB, en hópur ESB sinna er aðeins komin að lestri í sögu Þýskalands rétt eftir 1930 og hefur tekið ástfóstri við sterkan foringja þessa tímabils og hefur tekið upp svarta frímerkið sem einkennistákn. Svarta frímerkið er límt á rétt undir nef aðdáendanna.
Í dag var bæjarstjórnarfundur og þá komu alræðistaktar foryngjans góðkunna vel fram.
Það byrjaði á því er Guðríður Arnardóttir tók Ármann Ólafsson á teppið. Ármann hafði gert sig sekan um að segja frá áherslum Sjálfstæðisflokksins í samningaviðæðum við meirihlutann varðandi fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2011. Ármann átti ekki að fjalla um neinar áherslur, og ekki heldur næsta árið. Ármann játaði innlimun minnihlutans í meirihlutann fullum trúnaði og auðmýkt. En hann hafi bara verið að koma áherslum síns flokks á framfæri.
Fyrirlitning Guðríðar á Ármanni fór ekki fram hjá neinum. Guðríður ber aðeins virðingu fyrir einum bæjarfulltrúa, Gunnari Birgissyni. Það er e.t.v. ekki rétt að tala um virðinu, væri réttara að tala um aðdáun, dýrkun.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom aðdáun Guðríðar fram í því að hún vildi vísa Gunnari á dyr, við umræðu um leigusamning Sjálfstæðisflokksins við Kópavogsbæ. Við þessa tilraun tók Guðríður sveiflu, sem hvað nautabani sem er gat verið stoltur af. Guðríður tók ekki eftir setu Ármanns á fundinum, enda skipti hann ekki nokkru máli.
Á fundi nú kom til tals tillaga um að Kópavogsbær tæki að sér kostnað fyrir þrjá bæjarfulltrúa, vegna einkamáls þeirra. Fundarstjórinn Hafsteinn Karlsson var einn þeirra sem málið varðaði og vílaði hann ekki fyrir sér að taka til máls, þó bullandi vanhæfur væri. Hafsteinn er jú bæði skólastjóri og bæjarfulltrúi, eitthvað sem flestum þykir siðleysi á hæsta stigi. Veitir sjálfum sér eftirlit.
Fundurinn sjálfur mótaðist af þekkingarleysi bæjarfulltrúana á fundarsköpum og vanhæfni til þess að taka faglega á málum. Það sem stendur uppúr er djarfur einka tangó forseta bæjarstjórnar, dans sem hún verður að dansa ein.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
jæja.
Er þá ekki bara málið að nota næsta pistil í að útskýra hvað þetta kemur ESB við. Alveg furðulegir tappar þið heimsýnarmenn
Jón Gunnar Bjarkan, 12.1.2011 kl. 02:15
Lýðræðisbandalagið sem stefnir í ESB, hefur svarta frímerkið á efri vör sem einkennismerki. Það vill opna og lýðræðislega stjórnarhætti, en öskrar á þá sem ekki eru sammála þeim sjálfum. Krefjast skýlausrar hlýðni og kalla alla sem vilja sjálfstæða hugsun ketti. Oddviti Samfylkingarinnar gengur legra og vill vana alla fressketti sem ganga lausir. Nú skal þjóðin öguð, með því að æfa gæsagang og lyfta hægri hönd frammávið og lítið eitt til hægri og hrópa Heil Litli þegar foringjarnir birtast.
Sigurður Þorsteinsson, 12.1.2011 kl. 18:31
He,he, Siggi þú ert ekki bara góður penni,heldur líka hinn mesti húmoristi.
Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2011 kl. 05:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.