Bara 250% hækkun, voða lítið.

Reynir Jónsson framkvæmdastjóri Strætó kom í afar stutt viðtal í þáttinn Í bítið einn morguninn, þar sem þessi 250% hækkun á barnagjöldum var rætt. Jú, rökin voru  m.a. klínk vandamál. Hækkun úr 100 krónur í 120 krónur, mikið vandamal. Þrír peningar, hundraðkall og tveir tíkallar. Betra að hafa þrjá hundraðklalla og einn fimmtíukall, fjóra peninga.  Fjölmiðlastúlkan skildi þetta alveg. Svo var strætó mikið ódýrari en í nágrannalöndunum (Reynir ræddi ekki launamálin í þessum löndum) Þá var það sett fram sem rök,  að einu sinni hefði gjöldin fyrir börnin verið lækkuð, en það ekki skilað sér! Fjölmiðlastúlkan spurði engra krefjandi spurninga, en hló, skellihló, því lífið er jú svo skemmtilegt.

Í nágrannaríkjum okkar yrði svona hækkun ekki tekið með neinum vettlingatökum. Neytendur og fjölmiðlamenn tækju á málinu af hörku. Fólk gæti farið og mótmælt fyrir framan höfuðstöðvar Strætó. 

 


mbl.is Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Svo bitna óskiljanlegar athafnir borgarstjórnar á börnum! Þetta er ekkert annað en rakinn skepnuskapur. Í siðmenntuðum löndum yrði svona athæfi ekki liðið.

Þráinn Jökull Elísson, 15.1.2011 kl. 01:00

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þráinn, ég er alveg sannfærður um að þessi hækkunartillaga er ekki tilkomin frá fulltrúa Reykjavíkurborgar hjá Strætó. Hækkunin er hins vegar siðlaus á þessum tímum sem þjóðin gengur í gegnum miklar þrengingar. Það væri full ástæða fyrir alvöru fjölmiðlamenn að taka á þessu máli.

Sigurður Þorsteinsson, 15.1.2011 kl. 06:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband