Spilin á borðið!

Nú þarf að setja alla leyndarhyggju til hliðar og setja öll spilin á borðið fyrir þjóðina. Það er alls ekki sjálfgefið hvernig niðurstaða þessa mál verður. Það er bæði áhætta sem fellst í því að samþykkja samninginn og að hafna honum. Því þarf að vera hægt að meta kosti og galla fyrirliggjandi samnings.
mbl.is Kosið verði um ríkisábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Tek undir þetta með þér. Eiga menn að hafna og heimta að málið fari fyrir dómstóla og fá þá í kjölfarið annað hvort auðmeltan bita eða eitthvað sem að mann gæti svelgst á. Eða fara þá leið að samþykkja þetta eins og það er.

Gísli Foster Hjartarson, 15.2.2011 kl. 19:59

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

"Tillagan var samþykkt með 35 atkvæðum gegn einu. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði."

???? aðeins 36 að vinna ?

Hvað veldur ? Hvar er restin af liðinu ?

Birgir Örn Guðjónsson, 15.2.2011 kl. 20:07

3 Smámynd: Vendetta

"???? aðeins 36 að vinna ?" 

35 + 1 + 1 = 37

Ég held að það sé engin mætingarskylda á Alþingi, svo að 26 þingmenn voru bara að "skrópa". Sýnir hversu mikill áhuginn er hjá þessu liði að sinna vinnunni.

Vendetta, 15.2.2011 kl. 20:15

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég tel að tillögur Péturs og Þórs eiga fullan rétt á sér.Einnig tel ég að ef þingið vísar frumvarpinu til þjóðarinnar og þjóðin fellur frumvarpið,er hún búin að kveða sinn dóm.-En ef Alþingi samþykkir frumvarpið,en Forsetinn vísar lögunum til þjóðarinnar,og þjóðin fellir,er ríkisstjórnin í vondum málum,og er tilleydd til að segja af sér.Þá er hætt við að boðað verði til nýrra kosninga,en tel Sjálfstæðisflokkurinn beri skaði líka á að samþykkja frumvarpið.Að þessu sögðu liggur það ljóst fyrir að vísa frumvarpinu strax til þjóðarinnar er besta lausnin.

Ingvi Rúnar Einarsson, 15.2.2011 kl. 20:18

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hef nokkuð sterka sannfæringu fyrir því að í þessari Icesavetörn, sé dómstólaleiðinni stillt upp sem ,,grýlu" líkt og gert var með bölspám svokallaðra fræðimanna ofan úr háskóla, um Kúbu norðursins og að við synjun á Icesave II, þá yrði hér eitthvað Norður- kóreu syndrome.

Kristinn Karl Brynjarsson, 15.2.2011 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband