27.3.2011 | 10:16
Einokun og þöggun.
Fyrir mörgum árum aðstoðaði ég lítið fyrirtæki, Líkkistuvinnustofu Eyvindar, til þess að ná rétti sínum. Kirkjugarðar Reykjavíkur ákváðu að nota fjármuni úr kirkjugarðsgjöldum til þess á ólögmætan hátt niðurgreiða útfararkostnað. Það sem kom mér óþægilega á óvart var að Ólafur Skúlason var einn aðal forsprakkinn og hvatamaður að hinu ólöglega athæfi. Það bætti ekki úr skák að eigandi Líkkistuvinnustofunnar gerðist svo ósvífinn að spyrja þáverandi biskup, út í mál sem þá fór afar hljótt, sem var meint kynferðisbrot biskups.
Viðbrögð margra áhrifamanna inna kirkjunnar voru með ólíkindum. Kirkjan átti að sjá um útfarir, ekki einkaaðilar, biskup væri alveg tilbúinn að fyrirgefa eiganda líkkistuvinnustofunnar ef hann legði niður lífsstarf sitt og bæði biskup afsökunar, og hætti fyrirspurnum um kynferðisbrotamálið. Þess verður að geta að líkkistuvinnustofa verður ekki rekin nema í nánu samstarfi við starfsmenn kirkjunnar.
Mál líkkistuvinnustofunnar fór fyrir Hæstarétt. Líkkistuvinnustofna vann táknrænan sigur, fékk einhverjar bætur, en eigandinn hafði tapað öllu sínu og fór í þrot.
Einokun og þöggunin á sér rót í mannvonskunni, heimskunni og vanmáttarkenndinni. Á hverju ári flykkist hópur fólks og flykkist til starfa fyrir þessa hugmyndafræði. Ef í boði eru peningar, völd, bitlingar þá er þetta fólk tilbúið þegar kallið kemur. Það eru kellingar allra tíma.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þetta er Ísland Sigurður og fyrirtæki á öllum sviðum þurfa að draga andan í þessum fnyk.
Ég veit ekki hver er lausnin á þessu enda er ástandið gríðarlega slæmt. Eitt er víst að samkeppniseftirlit er ákaflega lítils megnugt og umfang ríkisins gríðarlegt að sama skapi.
Óþolandi spilling.
Gunnar Waage, 27.3.2011 kl. 14:04
Nei, Gunnar, þetta er ekki Ísland. Þetta er það sem gerist þegar forréttindahópur þykist eiga meiri rétt en aðrir, þykjast vera betri en aðrir. Hvar sem er, hvenær sem er.
"Íslenska efnahagsundrið" klikkaði algjörlega, einmitt vegna þessa. Þjóðkirkjan, í málinu sem Sigurður lýsir, klikkaði algjörlega. Og riðar til falls.
Það er einfalt svar við svona viðbjóði, sem Sigurður setur sjálfur fram: Engin þöggun, engin einokun. Ég bæti við: Engin forréttindi, engir sjálfskipaðir boðberar sannleikans.
Sigurður er með lausnina, spilling þrífst eingöngu í valdi þöggunar. Þú þykist ekki sjá þá lausn? Kannski af því að þú ert samsekur þögguninni? Það er ómannlegt að skella sökinni á heilt samfélag og benda svo á samkeppniseftirlitið!
Brynjólfur Þorvarðsson, 27.3.2011 kl. 14:17
Ég fæ nú reyndar ekki séð hvernig ég er samsekur eða hvaða þöggun ég hef tekið þátt í Brynjólfur ?
Gunnar Waage, 27.3.2011 kl. 14:38
Brynjólfur það er hárrétt hjá þér það þöggunin er afleit og það er alltaf til einstaklingar sem eru tilbúnir að taka þátt í henni.
Gunnar Waage hefur tekið vikan þátt í þjóðfélagslegri umræðu, og verður seint flokkaður sem þöggunarmaður. Vildi að við hefðum fleiri slíka. Ég get svo verið sammála eða ósammála einhverju sem Gunnar setur fram.
Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2011 kl. 14:49
Þakka þér fyrir það Sigurður! Ég hef þurft að taka á mínum stóra mínum á mínu eigin starfssviði og gamanið fer nú oft að kárna þegar að peningar frá hinu opinbera eru annars vegar.
Sem dæmi þá er sterk hefð fyrir því að vinsælir tónlistarkennarar starfi sjálfstætt en ekki hjá stórum tónlistarskólum. Af augljósum ástæðum, þeir vilja halda utan um visst sjálfstæði í ákvarðannatökum er varða nemendur. Þá hafa þeir ekki áhuga á að láta stórt fyrirtæki taka commission af störfum sínum. Ýmisar fleiri ástæður mætti draga til.
Þá taka hagsmunagæslumenn tónlistarskólanna sig til og plata fulltrúa ráðueytisins til að setja á reglur um stærðarhagkvæmni sem gera ráð fyrir að samstarf við hið opinbera sé háð skilyrðum eins og lágmarksfjölda fastráðinna kennara ásamt reglum um húsakynni og fl.
Þótt ekki verði deilt um hugtakið "stærðarhagkvæmni" per say, þá er í þessu tilfelli verið að misnota hugtakið í þeim tilgangi að ná vissum undirtökum og samþjöppun á markaði og um leið koma í veg fyrir þá eðlilegu samkeppni sem alltaf hefur ríkt á þessu sviði.
Gunnar Waage, 27.3.2011 kl. 15:10
Gunnar mér sýnist þetta vera leið til þess að koma í veg fyrir fjölbreytileika í tónlistarkennslu. Sé hvorki hag í því, fjárhagslega eða faglega.
Sigurður Þorsteinsson, 27.3.2011 kl. 15:36
nei ekki ég heldur, þetta er svona spenafræði.
Gunnar Waage, 27.3.2011 kl. 17:24
Góð yfirferð um málefni sem alltaf er uppi á borði í okkar fámenni. Man vel eftir þessu máli, þetta var gamalt og gróði fjölskyldufyrirtæki. Hér eru og voru viðskiptablokkir sem réðu atvinnugreinum og vörðu sína skák af harðfylgi. Það er langur listinn yfir þær greinar á Íslandi þar sem er engin raunveruleg samkeppni. Það er talað fallega um samkeppni en enginn vill hana !
Jón Atli Kristjánsson, 28.3.2011 kl. 08:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.