VG setur Ísland á lista hinna staðfestu þjóða.

 

Þessi ríkisstjórn hefur sérstaklega lagt upp með opin og lýðræðisleg vinnubrögð. Ákvörðunin að skrá sig á lista hinna staðfestu þjóða varðandi innrásina í Líbýu var því ekki aðeins tekin þegar Jóhanna og Steingrímur skáluðu með Bermúdaskálina. Það var nóg til og því mættu til veisluhaldanna hinir friðelskandi þingmenn Þórunn Sveinbjarnardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason og Álfhildur Ingadóttir heldur öll hin. Þegar líða fór á skemmtunina ákváðu stjórnarflokkarnir að nauðsynlegt væri fá samþykki allra þingmanna, líka stjórnarandstöðuþingmannanna. Þá var bara svo langt liðið nætur að liðið fór að sofa, og þegar það vaknaði næsta morgun var innrásin hafin. Því stendur til að ræða málið á Alþingi og fá þingmenn stjórnarandstöðunnar með eftirá. Helsta vandamálið er að þeir sem gengu hvað oftast um gleðinnar dyr, muna nú ekkert eftir til hvers liðið var kallað saman. Hefur ekki heyrt á Líbýu minnst, hvað þá að hafa verið spurt um afstöðu þess til innrásar. 


mbl.is Verið að grafa undan vægi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband