Fé án hirðis.

Sparisjóðirnir voru stofnaðir til þess að sinna góðum og göfugum verkefnum. Þar sem samfélagið og viðskiptavinirnir áttu að njóta hags af starfsemi sjóðanna voru sérvaldir ábyrgðarmenn Sparisjóðanna. Ábyrgðarmennirnir lögðu viðkomandi Sparisjóð fé til málamynda t.d. 300.000 og fengu árlega á það fé hæstu ávöxtun. Þetta var kallað stofnfé, og hefur ekkert með hlutafé að gera. Hefur heldur ekki neitt með eignarhlut í sparisjóðunum að gera.

Ábyrgðarmennirnir voru oft í viðkomaandi bæjarstjórn og gilti þá einu hvort viðkomandi væri á hægri, vinstri eða til miðju í pólitíkinni. Ábyrgðarmennirnir fengu rétt til þess að sitja einn aðalfund á ári, sem yfirleitt var með veitingum. Þessir fundir fundir þótti mögum upphefð í að fá að sækja.  Það er því miður tilhneiging til þess að svona félög sem eru stofnuð í einhverjum tilgangi, að það fyrnist og þá fara menn að leitast við að misnota félögin til þess að þjóna eigin þörfum.Einmitt þetta gerðist með sparisjóðina. Margir sveitarstjórnarmenn urðu síðar Alþingismenn og einmitt þar tóku menn í eiginhagsmunaskini ákvörðun um að leyfa að breyta stofnfé í hlutafé. Sumir gegnu lengra eins og Árni Matthíasson, Pétur Blöndal, Árni Þór Sigurðsson og Össur Skarphéðinsson og seldu stofnfé sitt fyrir rúmar 50 milljónir hvor. 

 Nú eftir hrun þyrfti að fara fram rannsókn á málefnum Sparisjóðanna og aðkomu stjórnmálamanna að þeim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Mjög þörf ábending, enda þekkir þú málið vel. Sparisjóðakerfið er í rúst, reyndar eins og fjármálakerfið. Það voru einhvern vegin mikil vonbrigði, að þetta kerfi grasrótarinnar varð græðginni að bráð. Í þessu kerfi voru flottar einingar, Sparisjóðabankinn og öflugir sparisjóðir.

Rannsókn, til að negla einhvern á vegginn. Nei.  Rannsókn, til að læra af, væri betra. Presturinn okkar talar um fyrirgefningu, er tími hennar komin, og svo horfum við fram á veg !!

Jón Atli Kristjánsson, 1.4.2011 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband