4.4.2011 | 12:28
Stefnumótunarfíkn - alveg heltekin
Góður vinur minn er í afar samhentri fjölskyldu. Þau hittast oftar en ég held að gengur og gerist í fjölskyldum Síðastliðið sumar var okkur boðið í grill hjá þeim á sunnudegi. Það voru 62 mættir í grillið. Minnir mig á fjölskyldusamkomur í Frakklandi, öll fjölskyldan að borða saman. Málsverðurinn stendur í 3-4 tíma. Þetta var afskaplega skemmtilegt afinn og amman, börnin og barnabörnin og síðan eitthvað frændfólk.
Nú hefur komið fram fyrstu merki um óróleika í fjölskyldunni. Ein frænkan hefur heltekið fjölskylduna. Konan er komin á sextugsaldurinn og er ennþá að finna hvað hún á að læra í Háskólanum og það nýjasta sem hún fann er stefnumótun. Í síðustu helgi marsmánaðar voru öll systkinin, afinn og amman leidd saman í stefnumótun. Frænkan útskýrði mikið undratæki SVOT greiningu, sem hún sagði lausn allra vandamála. Það þýddi lítið fyrir vin minn að benda frænkunni á að það væru engin stór vandamál að plaga fjölskylduna. Hún sagði það gott dæmi um að þá væru vandamálin dulin og SVOT greiningin væri einmitt tækið til þess að lokka duldu vandamálin út úr fylgsnum sínum.
Frænkan stjórnaði ferlinu með harðri hendi. Hefur óbilandi trú á hæfileikum sínum og þekkingu. Hefur verið í nánast öllum félögum sem stofnuð hafa verið á Íslandi. Reynslubolti með óstöðvandi metnað.
Um síðustu helgi var síðan næsta stefnumótun með fjölskyldunni. Þá var leigt sveitahótel fyrir fjölskylduna til þess að enginn færi heim. Þetta var nánast sami hópur, en til þess að stækka hann var hringt í nánustu ættingja sem ekki höfðu komið áður. Engu að síður mættu ekki fleiri um þessa helgi. Það voru forföll. Frænkan hafði flett upp SVOT greiningu á Google og fundið ýmislegt bitastætt sem hún sagði þátttakendum frá.
Vinur minn vill láta senda frænkuna í meðferð. Í fjölskyldunni er einmitt hámenntaður sálfræðingur. Hann vill ekki taka frænkuna í meðferð, nema að hún fallist á að koma sjálfviljug. Á síðasta ári hafði frænkan komið til hans og læknast af orði sem heltók hana þá. Það var orðið lífmassi. Hún var viðþolslaus. Fallegt orð sem hlyti að þýða eitthvað alveg stórkostlegt. Hún vissi bara ekki hvað. Nú er það stefnumótun og SVOT greining.
Vinur minn er afar bitur. Ef þessu stefnumótunarkjaftæði fer ekki að linna, ætlar hann að hætta í fjölskyldunni. Hann þolir ekki SVOT greiningu. Hann sem var rétt að jafna sig á lífmassanum.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Jón Baldur Lorange, 4.4.2011 kl. 16:08
Ég hef heyrt um svona fjölskyldu. Sé þetta fyrir mér og get sett mig inn í þetta ástand. Það eru til þessir vandamálafræðingar, sem sjá vandamál í öllum hornum. Vandamálavæðing, með sama hætti og sjúkdómsvæðing. Þessi fjölskylda er ekki veik hún hefur aðeins orðið fórnarlamb SVOT og Google vandamálafíkla. Geta sálfræðingar hjálpað, tæplega. Er von, já með hjálp góðra manna sem skilja vandamálið.
Jón Atli Kristjánsson, 4.4.2011 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.