1. Til hvers?

Þegar kemur að spurningu um Landsfund, þarf að spyrja fyrstu spurningunni, til hvers?

Það er alveg ljóst hvers vegna Kristján Þór Júlíusson vill landsfund. Hann telur að hann eigi möguleika á að verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Skoðum dæmið. Það eru margir tilkallaðir sem formaður Sjáflstæðisflokksins. 

1. Daví Oddson. Hann er án efa einn öflugasti leiðtogi stjórnmálanna á seinni hluta síðustu aldar. Fádæma beittur stjórnmálamaður, en varð æ umdeildari á seinni hluta valdartíma síns. Það er misskilningur að Davíð sé orðinn of gamall, hann er aðeins 64 ára gamall og því fásinna að telja hann of gamlan. Hitt  er annað mál hvort að hann sé rétti maðurinn á réttum tíma. Það væri hins vegar fengur af reynslu hans og þekkingu til þess að takast á við krefjandi vandamál.

2. Þorsteinn Pálsson  var áður formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur komið  inn sem beittur penni og góður sem slíkur. Hann kom inn of reynslulaus á sínum tíma sem formaður. Það verður að teljast afar ólíklegt að hans tími sé nú kominn.

3. Þorgerður Katrín. Margir sáu hana sem formann Sjálfstæðisflokksins. Öflug kona, en hún  ber bagga sem gerir henni afar erfitt fyrir. Hún mun eiga erfitt með að halda sér inni í næstu kosningum. 

4. Guðlaugur Þór. Átti skemmtilega  spretti sem heilbrigðisráðherra. Beittur stjórnmálamaðu, en mun eiga mjög erfitt með að halda sér  inni í næstu kosningum. 

5.  Íllugi Gunnarsson, án ef einn öflugasti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins. Hefur skilning á sjónarmiðum landsbyggðar- þéttbýlis og launþega og atvinnurekenda. Sóður 9 tuflar framgang Illuga. Maður sem Ísland þarf á að halda í uppbyggingunni. 

6. Pétur Blönda fjór og skemmtilegur þingmaður, en skortir allt sem heitir leiðtogaframgöngu.

7. Kristján Þór. Reynslubolti, en skortir dýpt.  Fékk síðast stuðning þeirra sem töldu sig vera í biðsalnum eftir formannsembættinu. Þjóðn þarf á meiru en metnaðinum einum nú. 

8. Hanna Birna. Öflug, en hefur ekki klárað borgina. Hennar tími er ekki komin hvað sem síðar verður. 

9. Ásdís Halla, spennandi en kallar á fullt af spurningum, sem tekur tíma til að svara. Hún stæði betur ef hún hefði farið á þing eftir síðustu kosningar. 

Það eru margir tilkallaðir, en fáir útveldir. Það er pólitíkin. Bjarni er of sterkur fyrir aðra í þessarri stöðu. Forysta í ríkisstjórn er í spilunum, hrókeringar nú veikja stöðuna. 

 


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Góð samantekt hjá þér Sigurður og akkúrat eins og ég vonast til að landinn sé farin að hugsa. 

Í mínum huga er það alveg klárt að Davíð yrði besti foringinn til að leiða okkur upp úr þeim polli sem við erum nú í.  

Munurinn á Davíð og núverandi stjórn völdum er í megin atriðum sá að Davíð leggur af stað og gerir en núverandi stjórnvöld eru endalaust að skoða, athuga og fresta. 

Þorsteinn Pálsson er Evrópurola.

Ég hafði væntingar um Þorgerði Katrínu vegna hennar góðu talfæra.  En svo kom hún út úr skápnum og í ljós kom að hún er ekki  Íslendingur heldur ást mær Evrópu og þar fór það.

Guðlaugur og Illugi, veit ekki?

Pétur Blöndal ærlegur og verður að vera með.

Horfði nokkuð til Kristjáns Þórs en hann lenti inn í Evrópu rugglið og er mér þar með ónýtur

Hanna Birna á eftir að skrifa góða sögu eða við landsbyggðarmen segjum okkur úr lögum við Reykjavík.

Veit lítið um Ásdísi Höllu en Bjarni Ben er ekki minn foringi.  Maður sem hagar sér eins og Steingrímur hin fláráði og gengur þvert á landsfundar samþykktir, það er fyrirbæri sem hefur ekki mitt traust.    

Hrólfur Þ Hraundal, 1.5.2011 kl. 09:32

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Skarpur og hnitmiðaður að vanda Sigurður. Góð samantekt svo langt sem hún nær.  Sýnir að mannvalið í Sjálfstæðisflokknum er gott. Það er úr vöndu að ráða. En ertu búinn að afskrifa núverandi forystu? Ég tók eftir að Ólöf Nordal var ekki í hópnum. Þá finnst mér þú raða Hönnu Birnu og Ásdísi Höllu frekar neðanlega. Þær búa yfir leiðtogahæfileikum og eru óumdeildar.  

Jón Baldur Lorange, 1.5.2011 kl. 15:48

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sælir. Reynslan segir að það tekur þingmann 1-2 ár að komast inn í starf á Alþingi. Það hoppar enginn inn í það hlutverk að verða formaður í stórum stjórnmalaflokki án reynslu. Þegar Geir Haarde var á útleið, komu þau Þorgerður, Guðlaugur Þór. Illugi og Bjarni einna helst til greina.  Eftir hrun kom Bjarni einn til greina. Hann hefur verið   að styrkjast að mínu mati, svo og Ólöf Norðdal. Það er stundum sagt að lykilatriði sé að vera réttur maður á réttum tíma og stað. Guðlaugur Þór stóð á bak við framboð Kristjáns Þórs og Péturs Blöndal. Það átti að vera biðleikur. Vandamálið fyrir Guðlaug Þór að hans staða hefur stöðugt verið að veikjast, og eftir samþykkt á síðasta Landsfundi er hann á útleið. Listinn sem ég setti upp er aðeins upptalning á góðu fólki, en er ekki  raðað eftir getu eða möguleikum. Tel langlíklegast að núverandi forysta verði áfram.

Sigurður Þorsteinsson, 1.5.2011 kl. 19:39

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sumir trúa ennþá á gagnsemi sérhagsmuna-svika-flokka til að stjórna Íslandi? Hvenær skilur fólk að lýðræði er ekki fólgið í flokka-sérhagsmuna-stríði?

 Ég bara spyr?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.5.2011 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband