Erfið byrjun hjá Stjörnunni.

Þá er ljóst að Stjarnan situr á botninum ásamt Fram eftir tvær umferðir í úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Samkvæmt spám er reikað með Þór, Víking, Stjörnunni og Grindavík í neðri hluta stigatövlunnar. Það er sennilega mjög raunhæft mat. Í dag tók Stjarnan á móti Víkingum, sem hafði unnið Þór í fyrsta leik. Þrátt fyrir að Stjarnan hafði verið sigurstranglegri fyrir leikinn og betri aðillinn dugaði það ekki til. Halldór Orri og Daníel Laxdal eru hörkugóðir spilarar, en það er Nikolaj Hagelskjær Daninn í liði Stjörnunnar hins vegar alls ekki, né landi hans Jesper Holdt Jensen. Forráðamenn Stjörnunnar verða að fara fram á að Bjarni Jóhannesson þjálfari taki niður svörtu gleraugun áður en hann fjárfestir í erlendum leikmönnum. Á undnaförnum þremur árum hafa erlendir leikmenn allir verið afspyrnuslakir. Á sama tíma lætur Stjarnan Birgi Hrafn Birgisson hörku góðan miðjumann fara til Víkings Ólafsvík, Atli Jóhannsson er meiddur. Á bekknum eru þrír öflugir leikmenn Grétar Grétarsson sem ég á von á að springi út í sumar, Bjarki Páll Eysteinsson sem er hörkusterkur og fljótur og svo er Ellert Hreinsson ekki kominn frá Ameríku. Aron Grétar Jafetsson er ungur og mjög efnilegur leikmaður sem vonandi fær tækifæri í sumar. Bjarni hefur stundum verið hrifinn af útbrunnum leikmönnum ég vona að Garðar Jóhannsson sé  ekki útbrunninn, en hann sýndi afar fátt sem gladdi augað.

Hjá Víking fannst mér mikið til koma Aron Elís Þrándarson, Egill Atlason og Sigurður Lárusson voru einnig að gerða hluti. Ef ég þekki rétt til eru þetta synir þjálfaranna Þándar Sigurðssonar, Lárusar Sigurðssonar og Atla Eðvaldssonar. 


mbl.is Markalaust í Garðabænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband