10.7.2011 | 08:30
News of the world fallið Bretlandi, samskonar mál undir teppið hér!
Flest lönd í Evrópu eiga sín sorprit. News of the world er eitt það vesta á Bretlandseyjum. Það féll vegna þess að talið er að blaðamenn blaðsins eða útsendarar þeirra hafi hlerað síma fólks, eða náð í smáskilaboð úr símum fólks. Ljóst er að einhverjir hafa brugðist við rannsókn málsins og fái að fjúka í kjölfarið. Blaðið News og the world er lagt niður í kjölfarið.
Hvað gerum við í samskonar málum?
Fyrir nokkrum málum kom upp hlerunarmál á Alþingi. Tölva fannst og áður höfðu tölvupóstar þingmanns ,,lekið" til DV.
Tilviljun?
Varla.
Í þessum máli komu bæði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, og Ásta R. Jóhannesdóttir forseti Alþingis meðhöndlað málið á afar vafasaman hátt. Tengsl Birgittu Jónsdóttur við harkara og að tölvan var í næsta herbergi við staðsetningu tölvunnar, gerir það að verkum að full ástæða er að kanna tengsl hennar við þetta mál.
Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson er menntaður í Bretlandi og þekkir vel hvernig tekið er á þessum málum þar. Nú hefur hann tækifæri til þess að sýna dug og siðferðisþrek og upplýsa þjóðina hvar þetta mál er statt og taka það föstum tökum.
Hvað höldum við að gert yrði ef forsætisráðherra Bretlands, forseti Þingsins og Alþingismenn slíku máli með þessum hætti?
Hafa Jóhanna, Ásta Ragnheiður og Birgitta verið yfirheyrðar?
Mun DV verða lagt niður í framhaldinu. Það verður fáum harmdauði.
Tíðindalaus skjálftavakt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Án þess að mér komi það við en getur verið að þú hafir sett þessa færslu við ranga frétt...
Varðandi málefnið í færslunni þá er ég svo sammála þér og fannst mér strax skrýtið hvernig það hlerunarmál var óþægilega hratt þaggað niður og engar nánari fréttir af því máli...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.7.2011 kl. 08:54
Sæl Ingibjörg. Jú, jú var að skrifa um Ögmund Jónasson innanríkisráðherra og viðtal við hann í sjónvarpinu í gær. Ákvað að breyta blogginu tengdu Ögmundi. Hins vegar er þetta hlerunarmál þess eðlis að það færi á sjálftavakt í öllum öðrum löndum Evrópu. Siðferði hefur ekki batnað. Gæti átt von á að Ögmundur gerði eitthvað í málinu. Það er með ólíkindum hversu lítið fjölmiðlar hafa fjallað um þetta mál. Skil vel að Jóhanna vili þagga málið. Þá vantar aðhald almennings og fjölmiðla.
Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2011 kl. 09:10
Þetta er nú óttalega vitlaust hjá þér Sigurður og stendur ekki steinn yfir steini.
Hérna lestu þetta, sannleikann um tölvunjósnamálið: http://www.svipan.is/?p=22245
Er ekki líklegast að tilgangurinn hafi verið að njósna um Birgittu?
Baldvin Björgvinsson, 10.7.2011 kl. 11:22
Ég geri ráð fyrir því Sigurður að þú sért að vísa til þess með Birgittu að Hreyfingin hafi verið með skrifstofur á sömu hæð og tölvan fannst, og vegna tengsla hennar við talsmenn upplýsingafrelsis verðskuldi það rannsókn.
En Hreyfingin er ekki eini flokkurinn með skrifstofur á þessari hæð, þar er líka annar flokkur sem hefur staðfest tengsl við skipulagða glæpastarfsemi og innan vébanda hans er eini þingmaðurinn sem hefur verið dæmdur til fangelsisvistar. Hafa Árni Johnsen og félagar í Sjálfstæðisflokknum verið yfirheyrðir?
Tímasetningin er líka athyglisverð en tölvunni var komið fyrir daginn sem umræður hófust um IceSave-III þar sem við urðum svo vitni að undarlegum viðsnúningi Sjálfstæðismanna. Staðfest dæmi eru um að Bretar stundi ólöglega njósnastarfsemi hér á landi og því er ekki hægt að útiloka þann möguleika að útsendarar hennar hátignar hafi komið tölvunni fyrir með því markmiði að komast yfir upplýsingar sem nota mætti til að ná tökum á þingflokki Sjálfstæðismanna. Þó að þetta sé auðvitað bara kenning þá er ekki hægt að útiloka hana nema með rannsókn. Ef eitthvað er til í kenningunni hefur aðgerðin augljóslega heppnast, sem myndi líka útskýra hvers vegna þingheimur tregðast við að upplýsa staðreyndir málsins því þá kæmu í ljós óþægilegir hlutir.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.7.2011 kl. 15:41
Baldvin, ég las þetta sem þú vísaðir á. Þú gerir fyrst og fremst lítið úr þér með jafn lélegri röksemdarfærslu. Bara eitt atriði að Forseti Alþingis, Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis eru nefndir sem vitorðsmenn um hlerunarbúnaðinn. Er það tilviljun að þú gleymir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Auðvitað vildir þú rannsaka málið, en það þarf að fara fram opinber rannsókn. Það gerðist í öllum siðuðum ríkjum.
Guðmundur það sem fram hefur komið í þessu máli, er að Birgitta tengist WikiLeaks, það gerir líka íslenskur tölvuharkari. Til hvers þarf WikiLeaks tölvuharkara? Það þýðir ekki að Birgitta sé sek, en það þarf alvöru rannsókn til þess að skera úr um það. Það hreinsar einnig aðra aðila sem þú eða aðrir gruna í málinu.
Það að formönnum þingflokkana hafi verið haldið frá vitneskju um þetta mál í fleiri máli vekur tortryggni.
Sigurður Þorsteinsson, 10.7.2011 kl. 16:27
Sigurður, tæknilega staðreyndin er sú að það var aðeins hægt að nota tölvuna til að lesa aðrar tölvur á sama legg, hub eða router, það voru ekki margir á þeim legg. Eini þingmaðurinn sem til dæmis bandarísk stjórnvöld hafa reynt að fá tölvuupplýsingar um er jú einmitt Birgitta Jónsdóttir. Þeir hafa nú þegar afrit af tvitter samskiptum hennar og fleira, en bíða eftir heimild dómstóla til að nota upplýsingarnar, sem eru reyndar hundómerkilegar. Birgitta hafði enga þörf á að skanna tölvunotkun Margrétar samflokkskonu sinnar og hver nennir að fylgjast með bullinu í þeim sjálfstæðismönnum sem eru þarna á sama stað?
Starfsmenn Alþingis, tölvu- tæknideildin, lögregla og þó sérstaklega forseti þingsins klúðruðu þessu máli frá a til ö.
Baldvin Björgvinsson, 10.7.2011 kl. 17:32
"Það gerðist í öllum siðuðum ríkjum" Það er einmitt heila málið Sigurður. Við búum ekki í slíku ríki! Það verður ekkert aðhafst í þessu máli.Þetta fer bara í safnið hjá henni Jóhönnu.
Snorri Hansson, 10.7.2011 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.