Einstaklega ósmekkleg frétt!

Blaðamaður Morgunblaðsins gerir sig sekan um alvarlegan dómgreindarskort. Forræðismál einstæðar móður og í fréttinni er lýst nákvæmlega hvað barn á grunnskólaaldri segir sem býr við vanrækslu. Þegar nánar er skoðað kemur fram að móðirin þjáist af þunglyndi. Nú er þunglyndi sjúkdómur sem margir þekkja í fjölskyldu eða vinahópum. Sjúkdómurinn getur auðveldlega komið fram í aðgerðarleysi og algjöru vonleysi. Það að börn við þessar aðstæður megi eiga von á að lesa í fjölmiðlum sem það hefur tjáð þeim sem rannsaka svona mál, er hreinlega galið. Nú get ég mér til að hér hafi skólakrakki fengið tækifæri á að skrifa frétt. Þá er það alvarlegur dómgreindarskortur fréttastjóra að láta börn skrifa um slíkt mál. Sé þetta fullorðinn einstaklingur þarf viðkomandi að fara í alvarlega skólun, og ætti að halda utan við fréttir þar sem mannlegar tilfinningar koma við sögu.

Vonandi er þetta ekki ný ritstjórnarstefna. Við þurfum ekki á nýu sorpriti á markaðinn, við höfum DV.


mbl.is Svipt forræði vegna vanrækslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Hilmarsson

Fréttin er nafnlaus þannig að það er verið að vernda aðila máls.

Það eru mun meiri upplýsingar um málið á vefsíðu dómstóla: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=U201100003&Domur=3&type=2&Serial=1

Fréttamaðurinn er ekki að segja neitt sem ekki kemur fram þar, en hann lætur þó vera að geta þess að eldri stelpan vill búa hjá föður sínum sem mér finnst vera stóra skömm kerfisins í þessu. Af hverju eru börnin látin búa við óviðunandi aðstæður þegar það er vitað að faðirinn getur boðið upp á betra.

Það er gott og blessað að hafa samúð með þeim sem veikir eru og það hef ég vissulega. Samúðin má hins vegar ekki bitna á saklausum börnum.

Burt séð frá þessu máli, þá er það svo að verstu glæpirnir eru oft framdir af veiku fólki og það kemur þó ekki í veg fyrir að við fáum fréttir af þeim glæpum og oft eru sjúkir glæpamenn nafngreindir í fréttum. Þetta mál er ekki glæpamál en það varðar velferð barna og gerandinn er veikur og nýtur nafnleyndar sem er gott mál.

Heimir Hilmarsson, 8.7.2011 kl. 14:42

2 Smámynd: Snorri Hansson

Var ekki betra að koma konunni undir læknis hendur og veita henni stuðning . Í stað þess að henda henni í dómskerfið og taka af henni börnin?

Snorri Hansson, 8.7.2011 kl. 17:18

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála pistlahöfundi.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.7.2011 kl. 19:51

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Mér finnst undarlegt að fréttamenn skuli hafa aðgang að svo viðkvæmum staðreyndum, hver veitir þeim þessar upplýsingar? Hvar eru skilin milli þess sem þagnarskyldan nær yfir og þess sem telst réttlætanlegt að segja alþjóð ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 8.7.2011 kl. 21:51

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það verður að oppna fyrir umræðu um þessi mál á Íslandi. Þetta er ein leiðin til þess. Þess vegna ber að fagna umræðunni og reyna að sjá heildarmyndina. Það má ekki grafa niður réttindi barna með hjálp af hræðslu og viðkvæmni fullorðinna.

Fátækt, hungur, vonleysi, sjálfsmorð, barnaníð, heimilisofbeldi og allskonar geggjun bitnar mest á börnum. Fái yfirvöld stuðnings venjulegs fólk við að þegja í hel vandamálin í landinu, munu þeir gera það. Og íslendingar eru góðir í því. Það er mál til komið að við skríðum úr okkar hugarfarslegu torfkofum og inn í nýja bústaði.

Óskar Arnórsson, 9.7.2011 kl. 00:54

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þakka innleggin.

Allt á sinn vettvang og þeir sem vilja kynna sér lagalega þætti þessa og sambærilegra mála geta kynnt sér þau mál þar. Það væri hins vegar ekki réttur vettvangur að fara og lesa yfir niðurstöðu dómstóla í leikskólum landsins. Jafnvel þó að hægt sé að lesa um þau í gögnum dómstólanna. Það er ekkert óeðlilegt við það segja frá því að dómstólar hafi dæmt forræði yfir börnum, en láta allar nánari lýsingar vera. Barnanna og aðstandenda vegna. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2011 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband