Skuldakreppa Evrópu í boði VG

Vandi margra Evrópuríka er yfirskuldsetning, þensla í opinberum rekstri og skortur á örvun í einkarekstrinum. Hugmyndafræði vinstri aflanna er hin lamandi hönd dauðans. Fyrir tveimur árum tók Steingrímur Sigfússon við efnahagstjórninni á Íslandi og hann hefur sannarlega gert allt sem í hans valdi stóð til þess að koma Íslandi á hausinn. Á síðustu stundu gat þjóðin gripið fram fyrir hendurnar á honum þegar hann reyndi að setja 540 milljarða Icesaveskuld á herðar þjóðarinnar. Það hefði sett íslensku þjóðina endanlega á hausinn. Á haustmánuðum þarf íslenska þjóðin að setja hann af.

Haggreining efnahagsráðs VG, sem samanstendur af Steingrími, byltingarforingjanum Álfhildi Ingadóttur og grunnskólanemanum og formanni efnahags og skattanefndar Alþingis Lilju Ríkeyju Magnúsdóttur, fann út að bankakreppan í heiminum, væri heimatilbúin á Íslandi og sökin lægi alfarið hérlendis. Með sömu röksemdarfærslu má álykta að skuldavandi Evrópuþjóða  sé í boði VG. 


mbl.is Ítölsk örvænting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Drulluhalar!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2011 kl. 20:07

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Skuldavandi, tekjuvandi, stjórnmálavandi, eitthvað af þessu eða allt er vandinn. Margir, þjóðríki og bankar eru að bíða eftir uppsveiflu, góðu fylleríi, svo vandinn leysist.  Hvaðan á þessi lausn að koma er ekki auðsætt.

Fjárfestar og almenningur fjölmargra landa treystir ekki bönkum eða stjórnmálamönnum. Veit sem er að það er ekki búið að moka flórinn, ónýtum lánum fyrirtækja og þjóðlanda.  Lánum sem aldrei verða greidd og þarf að afskrifa, með pennastriki.  Það verður ekkert heilbrigði í þessu kerfi nema þetta sé gert.  Sé  þetta ekki gert, er efnt til ójöfnuðar, og aukinna átaka, ef ekki stríðs. Fyrr  eða síðar verða ráðamenn 10-15 auðugustu ríkja heimsins að setjast niður og gera þetta. Þeir þurfa samtímis að búa til apparat sem heitir Seðlabanki heimsins.

Steingrímur segir að staða  ríkissjóðs sé góð. Hann þarf að klára hreinsunina, þannig að þjóðin komist upp úr skuldafarinu, hver verður staða ríkissjóðs þegar það er búið.  Það  er alveg rétt þetta er fjármálakreppa heimsins.  Vandinn á Íslandi er vasaútgáfa af vanda stórs hluta heimsins. 

Jón Atli Kristjánsson, 13.7.2011 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband