Þurfum við í íþróttahreyfingunni að sýna meiri ábyrgð.

Íþróttahreyfingin er rekin af miklum metnaði. Þannig að farið er að líta til Íslands hvernig staðið er að hlutum frá öðrum löndum í Evrópu. Þó að víða sé vel staðið að málum eru líka brotalamir, og við getum leitað að félögum sem eru okkur miklu fremri. Af þeim getum við lært. En metnaðurinn getur borið okkur ofurliði. Allt of oft eru félög rekin ár eftir ár með tapi. Í lokin hafa mörg sveitarfélög þurft að grípa í taumana og borga tugi milljóna. Oftast hafa peningarnir ekki farið í barna og unglingastarf, heldur í meistaraflokkana, þar sem engin skynsemi hefur ráðið.

Mörg sveitarfélög hafa gripið í taumana og verða félögin að leggja inn fjárhagsáætlanir sem fylgst er með mánaðarlega. Bókhaldið sem var í ólestri er víðast hvar  komið í góðar skorður og gripið er inní reksturinn áður en illa fer. 

Það er sagt að í boltaíþróttunum hafi leikmennirnir 70% með gengi liðs að gera, þjálfarinn 15% og stjórnin og umgjörðin 15%. Slakir eða óábyrgir þjálfarar reyna oft að krefjast þess að keyptir séu leikmenn, í stað þess að þeir vinni vinnuna sína og byggi upp. Fjölmiðlar greina sjaldnast uppbyggingu. Margar veikar stjórnir falla í þá gryfju að verða við kröfum þessarra þjálfara og útkoman er oft skelfileg fyrir félögin og viðkomandi sveitarfélög.

Margir óttast að því miður hafi mjög víða verið farið óvarlega með kaup á leikmönnum, sem koma hingað víða úr heiminum, á þeim tíma sem íslensk þjóð er ekki komin upp úr kreppunni. Ef rétt er, er það mikið ábyrgðarleysi. Þeir þjálfarar og þær stjórnir ætti að fjalla um í fjölmiðlum. Á sama hátt að ræða um/eða skrifa um þau félög sem sýna ábyrgð.  


mbl.is Félagaskipti í íslenska fótboltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Áhorfendur,áhangendur 100%

Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband