Jón Ásgeir krefst afsökunarbeiðni frá Tékkunum!

Nú hefur komið í fréttum að tékknesk  rúta fór á kaf í Blautulón. Nú veit ég ekki hvort það hefði verið gert stórmál úr þessu, ef um íslendinga hafi verið að ræða, en Tékkar, guð minn góður. Birjað var að halda því  fram að um sérstaka náttúruníðinga hafi verið að  ræða og þá sýndar myndir af vefsíðu fyrirtækisins og af Youtube málflutningum til stuðnings, bentu menn á að þessar myndir gætu auðveldlega verið á röngum hraða og væru það að öllum líkindum. Þá var sýndur árekstur þar sem rútan liggur á þaki jepplings. Þá vildi svo til að til var önnur mynd, þar sem sýnir löng bremsuför jepplingsins, sem bendir til glannalegs akstur jepplingsins. Þá komu fram forráðamenn leiðsögumanna sem lögðu til að íslenskir fararstjórar yrðu alltaf með í för. Ekki keyrði tékknesi fararstjórinn, og ekki eru  heimamenn ávallt í för með íslenskum farastjórnum í för með íslenskum hópum erlendis.

Loks kemur Vísir.is miðlill Jóns Ásgeirs með fyrirsögnina: ,,Biðjast afsökunar á framferði sínu". Þá er dómurinn fallinn. 

Eigum við ekki að sýna  erlendum ferðafyrirtækjum sömu viðrðingu og við ætlumst til að okkar fyritæjum, erlendum fararstjórum sömu virðingu og innlendum. Það er full ástæða til þess að taka á slæmri umgengni um íslenska náttúru, hvort sem innlendir eða erlendir aðilar eiga í hlut. Innlegg frá innlendum fararstjórum í þessa frétt var einhvernvegin hallærisleg. Fyrirsögnin í Vísi sem skrifuð var af Jóni Hákoni Halldórssyni var einhvern vegin uppfull af heimóttarskap og útlendingahatri í bland við heimsku. Enn telja þörf fyrir Jón Ásgeir í íslenska fjölmiðlaheiminum.  


 


mbl.is Biður Íslendinga afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það eru að minnsta kosti tvær staðreyndarvillur hjá þér Sigurður.

1. Það sem þú kallar jeppling var í raun Patrol jeppi. Ég er ekki viss um að eigendur slíkra bíla séu þér sammála um að þeir kallist jepplingar.

2. Fararstjórinn og bíslsjórinn í þeirri rútu sem fór á kaf í Blautalón, var einn og hinn sami, svo vissulega ók fararstjórinn bílnum.

Hvort um vítaverðan akstur var að ræða kemur væntanlega í ljós í rannsókn lögreglu, en hún hefur fengið afhennt videóupptaka af sjálfu slysinu og undanfara þess.

Gunnar Heiðarsson, 12.8.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar það má vel vera að ekki hafi verið um jeppling að ræða, heldur Patrol jeppa. Það sem skipir máli í því sambandi hvor bar ábyrgð á árekstrinum. Ég sá mynd þar sem leppinn (sem ég kalla jeppling) hefur þurft að bremsa æði langan spotta, sem bendir til þess að hann hafi verið á all mikilli ferð. Það hlýtur að vera búið að meta hvor var í rétti og hver ekki og það er það sem skipir máli. Í féttum er gefið í skyn að það hafi verið Tékkarnir sem hafi verið í órétti.

Það vill til að ég átti fyrir tilviljun samtal við fararstjórann nokkru eftir þessa uppákomu. Hann var ekkert að gera lítið ú því sem gerðist, en samkvæmt hans lýsingu var hann ekki ökumaðurinn. 

Gunnar ég er þér sammála að um að lögregla er réttur aðili til þsss að dæma um hvort lög hafi verið brotin og hvort um vítaverðan akstur hafi verið um að ræða eða ekki. Það gera fjölmiðlar ekki í ljósi ,,auglýsingamynda á netinu" sem ekki er vitað á hvaða hraða er. Í þeim dómstóli ætla ég ekki að taka þátt í. 

Ég hef einu sinni þurft að aðstoða fararstjóra sem lenti í óhappi. Þá voru fjölmiðlar búnir að dæma og á tíma fannst mér lögregla og opinberir aðilar ætla að dæma eftir sögusögnum. Í lokin fundust nokkur vitni, og þeim bar öllum saman. Leiðrétting í fjölmiðlum kom aldrei. 

Sigurður Þorsteinsson, 12.8.2011 kl. 23:36

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki þekki ég tildrög þess er jeppinn og rútan lentu saman og því síður hvað gerðist við Blautalón. Því hef ég forðast að dæma þessi óhöpp á neinn hátt. Þó skrifaði ég eitt blogg þar sem ég gagnrýndi að ekki væru íslenskir fararstjórar með í för hjá stærri hópum. Þetta þekkist víða erlendis og er þá gjarnan miðað við stærð hópsins. Einnig gagnrýndi ég þá þróun að bílstjóri og fararstjóri væri sami maður. Það var að skylja af fréttum af slysinu við Blautalón að svo hefði verið þar. Ekki væri það þó í fyrsta skipti sem fréttamenn fara með villu, ef rangt er. Þessi þróun er þó mjög að ryðja sér til rúms, einnig hér á landi.

Sjálfur hef ég verið bílstjóri með erlenda ferðamenn, bæði í hótelferðum sem og hálendisferðum. Mér þykir aksturinn vera fullt starf.

Gunnar Heiðarsson, 13.8.2011 kl. 00:32

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar, ég er sannfærður um að við viljum báðir að þessir hlutir séu í lagi. Fararstjóri getur ekki einnig verið bílstjóri, slíkt m.a. eykur á slysahættu, auk þess sem fararstjórnin getur ekki verið á háu plani.

Við getum hins vegar ekki gert kröfur til erlendra fararstjóra sem ekki eru gerðar til okkar fararstjóra á erlendri grund.

Það sem mér finnst slæmt er ef fjölmiðlar fjalla um slys hérlendis, að útlendingar njóti ekki sannmælis til jafns við okkur. Því miður þekki ég nokkur dæmi þess. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2011 kl. 08:17

5 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Áhugaverð umræða. Vildi aðeins minna á stöðu eftirlitsaðila með þessum viðkvæmu stöðum á hálendinu. Í málinu kemur fram að lítið sem ekkert eftirlit er hægt að framkvæma á hálendinu vegna skorts á mannafla og væntanlega peningum. Öllum ber þó saman um að eftirlit sé ekki nægilegt, með þessum viðkvæmu svæðum. Mesta furða hvað við þó sleppum alltaf fyrir horn. Að þetta rútumál varð ekki að stórslysi, er ekkert annað enn kraftaverk.

Jón Atli Kristjánsson, 13.8.2011 kl. 10:59

6 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sælir félagar - mér sýnist á þessum skrifum ykkar að þið hafið ferðast töluvert um hálendið, sem er mjög gott því önnur eins perla er vandfundin - ég er einn af fjallabílstjórunum og hef séð ýmislegt misjafnt til bílstjóra á hálendinu bæði erlendra og ekki síður íslenskra - mjög hefur færst í vökst að gerðir séu út stórir jeppar og 15 - 20 manna Econoline 4x4 og þar eru yfirleitt bílstjóra-leiðsögumenn (driver-guide) sem að mínu mati er mjög óæskileg þróun - en þetta eru ekki nema að litlum hluta fararstjórar

Við skulum ekki rugla saman orðunum fararstjóri sem er hópstóri og svo hinsvegar leiðsögumaður sem þekkir svæðið og er að lýsa því sem fyrir augu ber.........

Eyþór Örn Óskarsson, 13.8.2011 kl. 13:42

7 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

í tilfellinu um tékknesku fjallarútuna, skilst mér að ökumenn hafi verið tveir og hafi sameiginlega farið með hópsstjórn en væntanlega hefur sá sem var ekki að keyra séð um leiðsagnarþáttinn.........

Eyþór Örn Óskarsson, 13.8.2011 kl. 13:48

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eyþór gott innlegg, það er mikilvægt að sjá heildarmyndina. Jón Atli er þér alveg sammála um að við þurfum að sjá til þess að vel sé með náttúruna farið . Síðast þegar ég fór upp á hálendið vöktu Ítalir á móturhjólum athygli mína fyrir svakalega umgegni og virðingarleysi. Kynntist nokkrum þeirra þegar við áðum á einum stað. Þá kom í ljós að Ísland hafði fengið kynningu að þeirra sögn í fjölmiðlum á þann veg að hér væri nánast allt leyfilegt.

Það er full ástæða til þess að fara yfir málið, en myndin verður að vera nálægt raunveruleikanum. 

Sigurður Þorsteinsson, 13.8.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband