20.8.2011 | 13:39
Bóla á yfirborðið
Það hefur lengi verið vitað að það kraumar í báðum stjórnarflokkunum. Í VG stendur baráttan á milli Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar Svavarsdóttur. Báðar öflugar konur, en áherslur þeirra eru ólíkar. Sumir sjá takmarkaðan áhuga hjá Katrínu að gera það sem gera þarf til þess að verða formaður. Árni Þór hefur sýnt tilburði til þess að fara í baráttuna en er ekki talinn eiga mikla möguleika.
Innan samfylkingarinnar er engin barátta. Ekki það að margir vilja í formannsslaginn en þar er aðeins einn úr þingliðinu sem kemur til greina Guðbjartur Hannesson.
Á meðan þjóðin þarf lausnir mun tími ríkisstjórnarinnar fara i þessa baráttu og síðan fyrirfram dauðadæmda umsókn í ESB.
Opinberar valdabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Þetta eru nú frekar klénar stjórnmálaskýringar. Fyrir það fyrsta eru Svandís og Katrín ekki öflugar stjórnmálakonur. Í öðru lagi eru ,,áherslur" þeirra sem fyrir liggja ekki ólíkar; reyndar eru meintar áherslur þeirra mjög óljósar, svo ekki sé meira sagt. Og í þriðja lagi stendur baráttan innan VG ekki á milli Katrína, Svandísar og Árna Þórs, þau tilheyra öll hægri armi flokksins. Ef hægt er að tala um baráttu í þessu sambandi, stendur hún á milli hægri og vinstri armana. Því er svo við að bæta, að áhugi þeirra sem teljast til vinstri armsins fer mjög dvínandi á flokknum og finnst hann vart á vetur setjandi úr því sem komið er.
Og hananú, Sigurður minn.
Jóhannes Ragnarsson, 20.8.2011 kl. 14:53
Jóhannes þú minnir mig á þá tíma þegar ég ásamt skólafélögum mínum lásum, kommúnistaávarpið, Karl Max, Maó og þá félaga. Í okkar augum hefði VG verið hægri flokkur. Við vorum fastagestir í sendiráðinum og vorum taldir hæfir til að breiða út boðskapinn og miðla upplýsingum. Síðan var ég látinn lesa Frelið eftir John Stuart Mill og þessar kommúnistaskruddur fengu að fjúka.
Svandís Svavarsdóttir er ágætur fulltrúi fyrir Austur Þýskaland á Íslandi. Árni Þór hefur verið að daðra við ESB, en Katrín verður að flokkast til vinstri. Harðlínu vinstra lið segir þú réttilega varla á vetur setjandi innan VG og er því ekki í neinni baráttu.
Það voru þrír afar sterkir þingmenn innan VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Daðason, og Atli Gíslason. Þau ákváðu öll að yfirgefa skútuna.
Ég tel að Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir séu báðar með bestu þingmönnum okkar þó að ég sé þeim ekki alltaf sammála, Ögmundur Jónasson er í hópi öoflugra þingmanna VG, en þá er listinn upptalinn.
Margir vinstrimenn óttast afhroð VG í næstu kosningum. Engir munu fangna því eins vel og lengi og samfylkingin.
Sigurður Þorsteinsson, 21.8.2011 kl. 00:10
Smáleiðrétting: Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir eru bæði félagar í VG, þó þau hafi yfirgefið þingflokkinn.
Þá er ég ósammála því að Katrín flokkist til vinstri því hún er fjarska lítið vinstrisinnuð, hið sama er að segja um Árna Þór og Svandísi og fleiri í þingflokknum.
Annað sem fram kemur hjá þér læt ég liggja á milli hluta.
Jóhannes Ragnarsson, 25.8.2011 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.