Morðtilraun á Austurvelli!

Þegar eggi er hent í höfuð á manni, getur höggið orðið mjög mikið. Ef það hittir t.d. gagnaugað á fólki, þá getur það endað með heilablæðingu og dauða. Mörg dæmi eru um slíkt við högg á gagnauga. Hér er því um aðför að ræða. Það er ótrúlegt að fólk skuli verja svona ofbeldi. Hér á blogginu, voru gerðar athugasemdir við að alþingismaður hvatti til friðsamlegra mótmæla. Slíkt var einnig gert í búsáhaldabyltingunni og þá vakti athygli mína hvernig þingmenn VG tóku á málum. Það er því athyglisvert að það skuli vera þingmaður VG sem lendir í þessari árás. 

Það að henda steinum, eggjum eða öðrum hlutum í fólk, hvort sem það eru þingmenn eða aðrir er algjörlega óverjandi. Árásin á Árna Þór Sigurðsson er morðtilraun, og þrátt fyrir að við deilum ekki alltaf sömu skoðunum og ég, fordæmi ég svona ofbeldi. 

Ríkisstjórnin á hins vegar mikla gagnrýni skilið. 

Fjölmiðlar ættu að taka þetta mál upp og frá álit frá læknum, hvað það þýðir eða hvað það geti þýtt að fá í sig egg með þessum hætti. 


mbl.is ,,Eggið hæfði mig á vondan stað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Benediktsson

Sammála, eggjakastarar mega skammast sín.

Ef fólk vill endilega vera að kasta einhverju þá mæli ég með svömpum sem hafa verið gegnumbleyttir af tómatsósu, skaðar engann og skilur ekki eftir blett í fötum (ekki alltaf allavega).

Halldór Benediktsson, 1.10.2011 kl. 14:36

2 identicon

Sælir; ágætur síðuhafi Sigurður - sem Halldór; og aðrir gestir !

Sigurður og Halldór !

Veltið fyrir ykkur; hversu mörgum mannslífum, okkar eigin samlanda, þau Árni Þór og félagar hans 62, bera ábyrgð á, sem þegar eru horfin af þessum Heimi - fyrir sakir glæpsamlegra stjórnarhátta liðsins, við Austurvöll í Reykjavík og nágrenninu, í Stjórnarráðinu.

Gæti ekki hugsast; að eggja kastarar, vilji hefna, fallinna bræðra og systra, úr hinni ömurlegu lífsbaráttu, sem fólk heyr hérlendis, af ofurmannlgum kröftum, piltar ?

Ígrundið aðeins; hina hlið mála, einnig.

Ekki; kom neinn vorkunnartónn fram - hér; á Mbl. síðum, sem annarrs staðar, þegar þeir Árni Þór og Össur fóstbróðir hans, gengu sjálfala, í sjóði Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, um árið, eða; minnist þið þess, piltar ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:44

3 Smámynd: Halldór Benediktsson

 

Óskar, ég ætla ekki að verja einn né neinn í þessu, eggjakast eins og þetta er einfaldlega rangt, punktur. Þó svo einn aðili geri eitthvað slæmt þá er ekki réttmætt fyrir annan aðila að gera eitthvað slæmt líka.

Ef hann hefði dáið, sem var ekki óraunhæft í stöðunni, hvað þá? Myndir þú þá ennþá vera að verja eggjakastið?

 

Halldór Benediktsson, 1.10.2011 kl. 15:51

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óskar, það er hárrétt að stjórnarhættir þessa fólks eru ekki til þess að verja. Eflaust  hafa einhverjir látið lífið vegna gjörða þeirra, og fullt af fólki hefur skerta heilsu vegna vanhæfni þeirra.

Við hefnum hins vegar ekki með því að grýta þetta fólk, eða setja þau í lífshættu. Það er uppgjöf fyrir ólýðræðislegum vinnubrögðum. Við eigum hins vegar að veita þeim meira aðhald en við gerum í dag. 

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2011 kl. 17:17

5 identicon

Sælir á ný; Sigurður og Halldór !

Bið ykkur forláts; get ekki að því gert, hversu grimmlyndi mitt er yfirgnæfandi, í mínum þanka - má rekja eflaust; til hins Asíska þráðar, í mínum ranni, ágætu drengir.

Vitaskuld; er heiptar hugur minn, ógnvekjandi mjög.

Skil samt fyllilega; ykkar viðhorf, sem byggð eru á einlægni - sem meðfæddu drenglyndi, ykkar beggja.

Með ekki lakari kveðjum - en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:52

6 Smámynd: Leifur Finnbogason

Það er lagalegur munur á morði og manndrápi, og ef einhver hefði dáið á Austurvelli við að fá egg í sig hefði það líklega flokkast sem manndráp (af gáleysi eða bara manndráp? Ég þekki ekki lögin nógu vel).

Leifur Finnbogason, 1.10.2011 kl. 18:36

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Óskar, ég skal nú játa fyrir þér, ef það fer ekki lengra, að þegar ég t.d. hlustaði á Jóhönnu Sigurðardóttur í Kastljósi á föstudaginn að það væri kominn tími til þess að einhver mótmælandinn sparkaði duglega í afturendann á kerlingarræksninu. Fyrir ómerkilegheitin og ósannindin. Þá áttaði ég mig á að þessi með hornin hafði tekið við hugarstarfseminni og þessi með geislabauginn tók við og þá tók kærleikinn við. Svipuð hugsun hrjáði mig þegar Steingrímur Sigfússon ætlaði að neyða yfir 500 milljarða skuldir á þjóðina að óþörfu með Icesamninginum. Þá vildi ég láta dæma Steingrim fyrir landráð. Sú hugsun skýtur hins vegar aftur og aftur upp í hugann.

Leifur, ég verð að játa að ég er ekki alveg viss um hvort þetta teldist manndráp eða manndráp af gáleysi. Ef viðkomandi hefði hent keilukúlum í Alþingismennina, þá væri það örugglega metið sem manndráp. Einnig ef notaðir væru hnullungar, en egg, ég er ekki viss þar sem um landbúnaðarafurð er að ræða.

Sigurður Þorsteinsson, 1.10.2011 kl. 20:50

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ætli Árni þór hafi áttað sig á því við þetta Egg fyrir hverja hann vinnur. Hann hefur máske þurft á tveimur Eggjum að halda? Hverjir vörðu Jóhönnu Ræfilinn??

Vilhjálmur Stefánsson, 1.10.2011 kl. 21:20

9 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta er bölvaður aumingi, hann Árni. Hver haldið þið að steinliggi eftir að fá ósoðið egg í hausinn. Hann hefur verið þunnur eftir einhvert kokteilboðið með fjármálamönnum kvöldið áður, og ekki mátt við miklu. Hef enga samúð með honum. En tek undir með snillingnum, honum Óskari Helga Helgasyni, sannkallaður Suðurlandsskjálfti í riti og ræðum, og hef samúð með því fólki sem hann nefnir.

Dexter Morgan, 2.10.2011 kl. 00:57

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

... þjóðin sem fór úr því að höggva hvern annan í herðar niður þegar við átti, niður í það að það væri skandall að egg hitti þingmann í höfuðið! Skríllinn sem stórnar þessu landi er með vopnaða lögreglu sem hleypur með hríðskotabyssur og piparúða og piparúðanum eru þeir að beita óspart. Eini munurinn er að þeir gera það samkvæmt lögum og hinir kasta eggjum ólöglega.

Þegar íslenska fólkið, sem eru bara þrælar sérréttindahópa sem misnota lög og reglur fyrir sjálfa sig, ræðst á þennan "skríl og mannskepnur" sem eiga að heita sjórnendur landsins fyrir alvöru, skulum við bara rétt vona að þeir láti sér nægja egg.

Ég hef séð mikið ofbeldi í gegnum mína daga og get þess vegna staðhæft að íslendingar hafa aldrei upplifað neitt ofbeldi nema á bíómynd. Það er hægt að framkalla ofbeldi í öllu fólki. Hverjum sem er. Það tekur misjafnlega langan tíma og mér sýnist að ráðherraskrílnum sé að takast að framkalla ofbeldið eins og í öllum öðrum löndum í Evrópu.

Öll þjóðin er orðin fársjúk af óstjórn og það er bara eðlilegt að þegar búið er að beita hana þessu takmarkalausa efnahagsofbeldi sem staðreynd, að það fljúgi eitt og eitt egg. Næst skref verður að í stað þess að berja potta og pönnur, verður farið að henda þeim. Svo koma barefli, steinar og skotvopn. Og það er langt síðan lögregla var gerð tilbúin í einmitt eitthvað þannig gæti skeð.

Það alvarlegasta af öllu er að skríllin og hringlandalegur þingheimur er alveg sama um svona þróun. Þeir eru á fínum launum við að jarma hver upp í annan og þess vegna getur fólkið bara étið það sem úti frýs. Það hafa verið skilaboðin til þjóðarinnar og þannig eru þau enn.,

Óskar Arnórsson, 2.10.2011 kl. 03:24

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Óskar þú segir allt sem segja þarf hvað varðar það stig sem byltingin er komin á! Eins og ég hef lofað þá er ekkert annað í stöðunni en stórkostleg bylting með öllum þeim tólum sem vígamenn nota og ástæðann er því miður sú að ráðamenn og stjórnmennska okkar bíður okkur ekki upp á annað! Búið er að berja potta og pönnur ásamt öllu sem hægt er að berja mæta í þúsunda tali til mótmæla og hvað hefur breyst ekkert og stefnan er sú sama bankar og þjófar útrásarinnar fá að valsa um kerfið ó áréittir sem aldrei fyrr stjórnvöld beinlínis verja kefið ásamt dómstólum með öllum tiltækum ráðum skildi þá einhvern undra að svona sé komið fyrir okkur?

Sigurður Haraldsson, 2.10.2011 kl. 08:17

12 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ágætu félagar. Ég var á staðnum og sá hvað gerðist. Enginn henti eggi í Árna. Eggjum var kastað handahófskennt í átt að alþingismönnum  á leið  í kirkju. Þau komu úr mannfjöldanum. Strax og þetta gerðist gengu lögreglumenn inn í fjöldann og þetta hætti. Það var því alger tilviljun hvern eggin hæfðu.

Alltof fáir mættu á Austurvöll og þeir sem ekki mættu höfðu enga afsökun fyrir að mæta ekki. Veður var ágætt og sólin braust fram. Margt gott fólk hafði lagt mikið á sig til að skipuleggja þessi mótmæli vel. Reiðin var áberandi og þú blátt áfram fannst hana. Ofbeldi er ekki réttlætanlegt, en er ekki góð spurning, hver hefur beitt hvern ofbeldi.

Þetta var í reynd slæm stund fyrir Alþingi, alþingismenn og lýðræðið. Forsetahjónin björguðu stöðunni.

Jón Atli Kristjánsson, 2.10.2011 kl. 10:42

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón nú er ég ekki alveg sammála þér. Höggið sem kemur af eggi getur orðið talsvert mikið, nánast eins og ef um stein væri að ræða. Ef einhver kastar steini að hóp og af hlýst slys, er viðkomandi bótaskyldur. Ef það veldur dauða, er viðkomandi valdur að honum. Egg eru oft notuð í mótmælum og er oft hent í mannvirki. Þegar þau splundrast hefur það sjónræn áhrif. Margir gera sér hins vegar ekki grein fyrir hættunni á eggjakasti og á það vildi ég benda.

Hitt er rétt að reiðin í samfélaginu er mjög mikil. Viðbrögð ráðherra og stjórnarliða gera illt verra. Því miður óttast ég að fljótlega sjóði uppúr og fólk grípi til ofbeldis. Þegar stjórnvöld hlusta ekki, en segist vera að skoða málin, aftur og aftur til þess að vinna tíma, þá er það uppskrift að sprengju. 

Mjög margir eru að vinna á laugardagsmorgnum. Þá eru íþróttir barna, þannig að rúmlega 2000 manns nú finnst mér góð mæting miðað við tímasetninguna. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.10.2011 kl. 13:21

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Ágætu félagar. Ég var á staðnum og sá hvað gerðist. Enginn henti eggi í Árna. Eggjum var kastað handahófskennt í átt að alþingismönnum  á leið  í kirkju. Þau komu úr mannfjöldanum. Strax og þetta gerðist gengu lögreglumenn inn í fjöldann og þetta hætti. Það var því alger tilviljun hvern eggin hæfðu.

Nákvæmlega. Enginn miðaði á Árna og öllu því sem kastað var handahófskennt. Ég var sjálfur í fremstu röð mótmælenda, upp við girðinguna. Ég er hinsvegar ekki alveg sammála um að alltof fáir hafi mætt á Austurvöll, þó vissulega mættu þeir hafa verið fleiri. Ég gat ekki betur séð en að Austurvöllur hafi verið troðfullur. Að minnsta kosti var erfitt að ganga í gegnum mannfjöldann vegna þrengslis.

Guðni Karl Harðarson, 2.10.2011 kl. 14:52

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurður það væri hinsvegar alveg hægt að gefa þeim ástæðu til að meta stöðuna. Annað hvort gefa þau eftir eða það yrði bylting. Enginn annar kostur í stöðunni.

Guðni Karl Harðarson, 2.10.2011 kl. 14:54

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Notið frekar vatnsblöðrur og jafnvel vatnsbyssur, þær eru algjörlega meinlausar. Með smá matarlit út í eru þær jafnvel meira krassandi en eggin.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2011 kl. 17:38

17 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðni ég velti því fyrir mér hvað margir myndu mæta. Ég forfallaðist á síðustu stundu. Heyrði í fólki sem sagðist ekki þora að mæta vegna þess að þau óttuðust átök, vegna skorts á lögreglumönnum.

Ég held að þú hafir rétt fyrir þér varðandi þá kosti sem í stöðunni er. Hins vegar held ég að reynslan hafi sýnt að ríkisstjórnin mun ekki hreyfa sig. Þau eru í einhverskonar réttlætingarferli, að þau hafi heyrt einhvers staðar í útlöndum að þau hafi staðið sig alveg sér staklega vel. Betur sé ekki hægt að standa sig. Það verður einhverskonar  bylting!

Sigurður Þorsteinsson, 2.10.2011 kl. 18:15

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hræðilegur atburður. En ekki tilraun til morðs

Sleggjan og Hvellurinn, 2.10.2011 kl. 19:20

19 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér að ofan er sagt: "Ósoðið egg í hausinn", en á mynd sést greinilega að þetta var harðsoðið egg, og sé því hent fast getur það nálgast það að verða ígildi hnullungs.

Ómar Ragnarsson, 2.10.2011 kl. 21:25

20 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, harðsoðið egg er sínu hættulegra, en ósoðið er líka stórhættulegt ef því er hent í fólk.

Sigurður Þorsteinsson, 3.10.2011 kl. 06:28

21 Smámynd: corvus corax

Veit einhver hve mörg sjálfsvíg undanfarin ár eru bein afleiðing af efnahagshruninu? Hver ber ábyrgð á því að ekki hefur verið tekið jafnvel á málum almennra skuldara eins og á málum fjárglæpafyrirtækja og auðjöfra? Er ekki ábyrgðin hjá norrænu HELferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms? Hvar er t.d. skjaldborgin sem Jóhanna kvakaði sem hæst um þegar hún var að ljúga út atkvæðin fyrir síðustu kosningar? Hvað var Steingrímur að hugsa þegar hann ákvað að gefa bönkunum 40 til 60% afslátt á stökkbreyttum kröfum á almenning sem bankarnir innheimta 100% með dæmalausu ofbeldi? Hvernig hefur HELferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms farið með traustið frá kosningunum og þær vonir sem kjósendur bundu við loforðin þeirra? Allt svikið um leið og þau komust í stólana, allt, allt, allt svikið! Þjóðin mun ekki verða búin að gleyma svikunum næst þegar verður kosið.

corvus corax, 3.10.2011 kl. 10:01

22 Smámynd: Benedikta E

Guðmundur Ásgeirsson góð tillaga hjá þér - vatn með rauðum matarlit : Hann Árni Þór gæti nú alveg látið sig hrynja í stéttina af því. Hann er góður leikari hann Árni Þór.

Benedikta E, 3.10.2011 kl. 15:48

23 Smámynd: Benedikta E

Ert nú ekki einum of dramatískur Sigurður - þetta var bara hrátt egg sem lenti á besta stað á hausnum á Árna - hann stóð í veginum fyrir egginu.Þú getur séð mynd af því í Fréttablaðinu í dag hvar á hausnum á Árna eggið lenti. Allir í mótmælin í kvöld kl.19:00

Benedikta E, 3.10.2011 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband