6.10.2011 | 22:33
Flóttinn hafinn.
Það hefur lengi legið fyrir að það er ekki aðeins klofningur í VG heldur er Samfylkingin að liðast í sundur. Þórunn Sveinbjarnardóttir yfirgaf skútuna og þá er síðasti Kvennalistafulltrúinn eftir. Frjálslyndir jafnaðarmenn, m.a. þeir sem áður studdu Jón Baldvin eru lagðir í einelti og bíða þess að sú gamla hætti eða gefi upp öndina. Þeirra efnilegasti fulltrúi er Magnús Schram, gerist sekur um að verja Jóhönnu út í það endalausa, nokkuð sem hann á eftir að fá í baki á endanum. Katín Júlíusdóttir sýnir oft tilbuði, sem er það skásta sem sést til þessa flokks. Hún var á þessum fundi og ekki af ástæðulausu.
Forsætisráðherra sem hrynur í fylgi á aðeins einn dvalarstað, kyrrðin, hvíldin. Öllum er ljóst að hennar tími er liðinn. Þeim mun lengur sem hún situr, eykur það líkurnar á því að nýr flokkur verði stofnaður. Það þarf ekki tvö eintök af VG. Það var til eitt Alþýðubandalag og það er engin þörf fyrir það í tvíburalíki. Eins og að hafa tvær sjoppur hið við hlið.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mínum innan Samfylkingarinnar vex undiraldan innan flokksins, uppgjör er óhjákvæmilegt. Fylgið sem Samfylkingin fékk á sínum tíma, var aðeins að litlum hluta með þessar áherslur sem haldið er fram af forsætisráðherra.
![]() |
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Sagan hefur tilhneigingu til þess að endurtaka sig, Sigurður. Auðvitað tekur það ekki nema rétt rúman áratug fyrir íslenska vinstrimenn að setja allt á annan endann í sinni sveit.
Það er engin tilviljun að áherslan núna, í lýðræðistilgangi auðvitað, er sú að taka skuli upp persónukjör, en alls ekki flokkspólitíska listakosningu. Ástæðan er auðvitað sú að vinstrimenn hafa aldrei getað starfað saman í flokki, en telja sig geta slegið í gegn sem "persónur".
Það er engin ástæða til þess að leiða lýðskrum og tækifærismennsku til öndvegis í stjórnmálastarfi, umfram það sem tíðkast hefur á vinstrivæng stjórnmálanna, hingað til.
Gústaf Níelsson, 7.10.2011 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.