Er Jón Ásgeir að snúa baki við Samfylkingunni?

Jón Ásgeir hefur í langan tíma verið einn helsti stuðningsmaður Samfylkingarinnar. Jón Ásgeir hefur fengið að eiga rúmlega helming allra fjölmiðla landsins  til þess að verja flótta sinn, á móti því að þessum fjölmiðlum hefur markvisst verið beitt til þess að dásama stjórnarhætti ríkisstjórnarinnar.

Nú bregður svo við fréttastofu Stöðvar 2 ofbýður, og auðvitað er það ekki gert lýðnum ljóst nema með samþykki Jóns Ásgeirs. Forsætisráðherra er staðin að ósannindum um skattpíninu landsmanna. Fram kemur í fréttinni að erfitt sé fyrir almenning að komast að hinu sanna, skattahækkunin sé laumulaga sett inn. Þar með er að ljóst að dagar Jóhönnu Sigurðardóttur eru senn taldir í embætti.

Fréttastofa Stöðvar 2 sýna almenningi niðurstöðu skattasérfræðinga, fjárlagafrumvarpið þýðir skattahækkanir á almenning. Svo sýna þeir viðtal við Jóhönnu þar sem hún funnyrðir hnakkreif að fjárlagafrumvarpið innihaldi engar skattahækkanir á almenning. Áhorfendur voru leiddir til þess að taka ályktun af fréttinni. Forsætisráðherrann lýgur vitsvítandi af þjóðinni. 


mbl.is Fyrsta svar Jóns Ásgeirs rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Sigurður..Eg vona að þú hafir rétt fyrir þér...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.10.2011 kl. 22:43

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Það eru að hámarki 555 dagar eftir af Jóhönnustjórn.

Mér þykir þú gera of lítið úr hlut Jóns Ásgeirs með því að kalla hann "helsta stuðningsmann" Samfylkingarinnar. Hann er "aðal eigandi" félagsins.

Haraldur Hansson, 20.10.2011 kl. 01:19

3 Smámynd: Svavar Bjarnason

Undarlegt hvað sjálfstæðismenn með Hádegismóra í broddi fylkingar eru iðnir við endurskoðun sögunnar.

Jón Ásgeir hefur aldrei verið samfylkingarmaður, en aftur á móti voru Baugsfeðgar flokksbundnir sjálfstæðismenn og tóku þátt í flokksstarfi íhaldsins á Seltjarnanesi.

En aftur á móti styrktu þeir alla flokka fyrir kosningar, en íhaldið þó mest. 

Svavar Bjarnason, 20.10.2011 kl. 12:42

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það hefur greinilega borgað sig að hafa ekki öll eggin í sömu körfu !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 20.10.2011 kl. 18:08

5 Smámynd: Sólbjörg

Jón Ásgeir virðist bara vera hlynntur þeim flokki sem er falur til verka fyrir góða borgun. Eftir að þeir feðgarnir komust í álnir hafa þeir átt samfylkinguna og hatað sjálfstæðisflokkinn, sérstaklega fyrrum formann flokksins.

Sólbjörg, 20.10.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband