Formannaskipti í Samfylkingunni?

Á landsfundi Samfylkingarinnar verður ekki skipt um formann nú, þrátt fyrir að það væri æskilegt fyrir Samfylkinguna. Það er einfaldlega ekki hægt nú, ef þessi ríkisstjórn á að sitja. Jóhanna hefur fært áherslur flokksins frá jafnaðarmennsku yfir í sósílisma. Flokkurinn nú er vinstri megnin við gamla Alþýðubandalagið. Jafnvel Jóni Baldvin Hannibalssyni ofbýður, og hefur hann þó fært sig til vinstri.

Á sama tíma er verið að stofna flokk sem tekur svæði Samfylkingarinnar. Guðmundur Steingríms og Besti flokkurinn, og líklegt er að nýji flokkurinn verði búinn að koma sér það vel fyrir, þegar kemur að næstu kosningum að þar verði ekki lengur pláss fyrir Samfylkinguna. Flokkur getur ekki komið einn góðan veðurdag og sagt, við höfum lagt áherslu á þetta undanfarin ár en nú eru við breytt. 

Þrír kandí­datar eru að berjast um formannssætið, þó ekki sé kosið. Þeir Árni Páll Árnason, Dagur B. Eggertsson og Guðbjartur Hannesson. Árni Páll hefur ekki staðið sig sem skyldi í ríkisstjórn og hefur af mörgum talinn hafa misst af tækifærinu. Slagurinn mun því standa milli Dags og Guðbjartar, þar þykir Guðbjartur standa betur. Bæði er það að formaður sé ekki á Alþingi, er afleit staða. Bara það að setjast á þing, tekur þingmenn 1-2 ár að sjóast í vinnubrögðum. Annað er að Guðbjartur er mun meira til vinstri en Dagur og því líklegra að Guðbjartur fái stuðning Jóhönnu, hann hefur líka þótt sýna góða takta. Upp á síðkastið hafa nöfn Katrínar Júlíusdóttur og Össurar Skarphéðinssonar komið aftur inn í umræðuna.

Fyrir marga jafnaðarmenn er landsfundur Samfylkingarinnar, óþægileg uppákoma sem best væri að færi lágt og hljótt. Það þarf markvissa endurreisn ef jafnaðarmenn eigi að ná vopnum sínum að nýju.  


mbl.is Landsfundur Samfylkingar hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband