Tveir eins flokkar í tveimur löndum

 Eins og margir karlmenn hef ég stundum gaman að fitla við fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Í rólegheitunum í gær var ég þannig að horfa á fréttirnar á Stöð 2 og í Ríkissjónvarpinu, en á sama tíma að skoða ZDF og ARD. Á Íslandi var landsfundur Samfylkingarinnar en í Þýskalandi Die Linke. Á báðum stöðum er óþarfi að kjósa, og menn greiða allir atkvæði eins. Áherslurnar ótrúlega líkar. Í fundarlok sungu die Linke nallann og í fundarlok Samfylkingarinnar var líka sunginn fjöldsöngur undir stjórn Ómars Ragnarssonar, eflaust nallinn. 

Það sem áhugavert er að í Þýskalandi er þetta fundur Sósíalista, en margir sem stofnuðu Samfylkinguna, voru að stofna jafnarðarmannaflokk. Sósíalismi var eins og eitur í þerra beinum. Skoðanaskipti voru grundvöllur í lýðræðinu. Það er liðin tíð. Nú er fólki skipt í hunda og ketti. Hér áður fyrr þekkti ég Alþýðuflokksfólk og Samfylkingarfólk sem voru jafnaðarmenn og þorðu að hafa skoðanir. Nú vilja allir flokksmenn ganga í ESB og allir kjósa Jóhönnu. Það eru bara í skoðanakönnunum sem Jóhanna fær um 30% stuðning, en þegar fólk er spurt í dagsbirtu er stuðningurinn 100%

Hvernig skyldi lýðræðissinnuðum jafnaðarmönnum líða í sósíaliskum flokki?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband