Vinnur Jón Ásgeir formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum?

Í íþróttum er langoftast att keppni á drengilegan hátt. Óíþróttamannsleg framkoma er ekki vel séð. Eftir  leik þá takast keppinautar oftast í hendur og þakka hvor öðrum um fyrir keppnina.

Við sem komum úr íþróttum söknum oft þessa hugarfars, þegar komið er í pólitíkina. Það tíðkast alls kyns sóðaskapur, sem gerir það að verkum að margt heiðarlegt fólk hættir þáttöku eða fer ekki á stað. Því miður er t.d. ekki mikið tekið á siðblindum einstaklingum í pólitíkinni hérlendis, eins og víða er gert hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta skýrir  hluta af því vantrausti sem er á pólitíkinni. 

 Nú er kosnignabarátta í Sjálfstæðisflokknum. Að mínu mati væri æskilegt fyrir land og þjóð, ekki bara Sjálfstæðismenn að sá hæfari myndi vinna. Það skiptir mig engu máli hvern ég þekki eða hvort ég er skyldur einhverjum ég reyni að meta frambjóðendur á eins faglegan hátt og mér er unnt. 

Þegar ég fæ kynningu á einum frambjóðanda, með þeim skilaboðum að mótframbjóðandinn muni fá árás frá DV, ,, vera tekinn niður" fyrir landsfund og að Baugsmiðlarnir hafi ákveðið að taka þátt í kosningabaráttunni þá er mér ofboðið. Svona óiþróttamannsleg framkoma sætti ég mig ekki við. DV kemur aldrei inn fyrir mínar dyr, hvorki á mitt heimili eða í vinnuna. Það segir allt að 1,9% þjóðarinnar treysta DV.

Ég ákvað að fylgjast með hvort Baugsmiðlarnir myndu blanda sér í kosningabaráttuna. Gat alveg trúað því upp á DV en að allur pakkinn yrði notaður var ég efins um. Í dag koma síðan tvær fréttir á visi.is, og síðan étið upp á Bylgjunni.  Sú fyrsta: 

 

Framboð Hönnu Birnu líkist framboði Davíðs Oddssonar 1991

 

http://visir.is/frambod-honnu-birnu-likist-frambodi-davids-oddssonar-1991-/article/2011111109537

 

Síðar í dag: 

Helmingur lýsti ekki yfir stuðningi við Bjarna

 http://visir.is/helmingur-lysti-ekki-yfir-studningi-vid-bjarna-/article/2011111109420

Í fyrri fréttinni segir m.a. að Bjarni Benediktsson sé tengdur við útrásarvíkinga. Fréttinni fylgir enginn rökstuðingur  enda gæti það þýtt málaferli fyrir 365 miðla. Sjáfsagt væri hægt að finna einhverjar tengingar Hönnu Birnu sem hægt væri að gera torkennilegar ef vilji væri til.  Fjölmiðlamenn 365 milðla ættu að hafa í huga tengsl þeirra við einn helsta útrásarvíking Íslandsögunnar Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann borgar launin þeirra!!!

Jón Ásgeir er talinn hafa reynt að kaupa Davíð Oddson sem ekki tókst. Nú er næsta tilraun. Tekst Jóni Ásgeiri að  eignast næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Hverjum er það keppikefli að útrásarvíkingur eignist Sjálfstæðisflokkinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Sigurður, það er í besta falli mótsagnarkennt og í versta falli hræsni að kalla eftir drengilegri framkomu, en í sömu andrá taka undir kjaftasögu Davíðs um mútur sem hann er einn til frásagnar um, og um er að ræða frægasta fjandvin hans..

hilmar jónsson, 4.11.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hilmar eftir að hafa lesið rannsóknarskýrslu Alþingis þá hvarflar ekki að mér í ljósi siðleysins þar kemur fram að Davíð hefur haft rétt fyrir sér. Sem ráðgjafa í atvinnulífinu sá ég tilboð sem voru sambærilegum þessum. Þú sem fyrrum aðdáandi Stalíns, þá Steingríms J og Jóönnu og nú Hönnu Birnu þá minnir þú mig á tíkina mína hana Söru. Þegar hún er á lóðaríi ruglast dómgreind hennar. Hún fellur fyrir hverjum sem er. Nú velur þú þér að verja Jón Ásgeir á þínu pólitíska lóðaríi, það gerir þú örugglega fyrir minni fjármuni en Davíð Oddsyni bauðst á sínum tíma. 

Sigurður Þorsteinsson, 4.11.2011 kl. 23:21

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Barnaleg viðbrögð Sigurður. Það er enginn að verja neinn hér. Hins vegar blasir við að þú sért tilbúin að stökkva á kjaftasögu ef hún er réttu megin hinnar pólitísku girðingar.

hilmar jónsson, 4.11.2011 kl. 23:28

4 identicon

Hilmar, þegar þú segir að hann sé að taka undir "kjaftasögu" Davíðs sem hann einn sé til frásagnar um ( ekki að ég geri mér í hugarlund að fleiri eigi að vera til frásagnar um slíkt athæfi ) þá ertu að verja Jón Ásgeir.

Nú er Hanna Birna í framboði með fullan stuðning Baugsmiðla.  Sem eftir sem áður flytja spunafréttir og steypu.

En stuðningur þinn ber þess óneitanlega merki að vera lausgirtur.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 00:03

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Af því ég trúi ekki Davíð, þá styð ég Jón ? Og ef ég tryði Davíð þá er ég hvað hvað Arnar ? Velgirtur. Endemis bullukollar getið þið verið.

Ég er hvorki að taka afstöðu snannleiksgildi frásagnar Davíðs eða til sektar Jóns, enda góður siður að dæma ekki útfrá frásögn eins manns.

Allra síst ef sá sem borin er sök á er fjandvinur þess er frá segir.

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 00:12

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnar, Hilmar gaf sig lengi vel út fyrir að vera sósíalisti stuðnignsmaður Stalíns, svo Steingríms og Jóhönnu. Síðan kom hann út úr skápnum og studdi Hönnu Birnu, en nú kemur í ljós að stuðningurinn var við Jón Ásgeir. Mín tilgáta er að beltið hafi farið niður fyrir afar lítið eða ekkert Aðdáunin var víst á Baugssvíninu. Hilmar líður nú eins og uppteknum korktappa á flösku. Okkar hlutverk er bara að sýna honum umburðarlyndi.

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2011 kl. 00:17

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef verið dálítið pólitískt skotinn í Hönnu Birnu á undanförnum árum, en það er búið núna.

Hún segir að enginn pólitískur ágreiningur sé milli sín og Bjarna. Þá er framboð hennar ekkert annað en egó flipp. Bjarni hefur staðið sig ótrúlega vel þó útrásarpeningarnir Baugsmafíunnar séu notaðir blygðunarlaust gegn honum. Allt er gert til að sverta hann og ata auri. Allt í hálfkveðnum vísum og dylgjum. Skítaskot hér og þar í boði Jóns Ásgeirs og blóðpeninga hans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 03:38

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta Hönnu Birnu framboð er ekkert annað en krumla Davíðs að reyna að komast aftur til æðstu valda. Kvótapúkinn er ekki öruggur með Bjarna og veit að því sterkari sem Bjarni verður því minni verða tök hans á þingmönnum flokksins.

Voru ekki lætin í Davíð útí Jón til að draga athyglina frá fjárdrætti útgerðarinnar sem átti sér stað þegar úgerðin 5 faldaði skuldir sína í góðæri án þess að kaupa skip.

Um áreiðanleika Davíðs Oddssonar er það að segja að hann misþyrmir fólki sem sendir greinar inn til byrtingar. Afnám alls sem tengir Sjálfstæðisflokkinn við Davíð og hans kóna er þjóðþrifa verk.

Ólafur Örn Jónsson, 5.11.2011 kl. 08:45

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ólafur, ef það er enginn pólitískur ágreiningur á milli þeirra, þá fellur samsæriskenning þín um sjálfa sig.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 12:37

10 Smámynd: Sveinn Egill Úlfarsson

Það vill svo til að það hafa fleiri vitnað um tilboð Jóns Ásgeirs til Davíðs, nefnilega sendiboðinn sjálfur, Hreinn þáverandi stjórnarformaður Baugs og fyrrverandi aðstoðarmaður Davís. Hann reyndi að klóra yfir mögulegt saknæmi sitt með því að segja að tilboðið hafi verið sett fram í "hálfkæringi", átt að vera fyndið. Alla vegana stendur vitnað að tilboðið um mútur til forsætisráðherra Íslands kom fram frá JÁJ.

Sveinn Egill Úlfarsson, 5.11.2011 kl. 12:53

11 identicon

Haldið að það skipti virkilega máli hver stjórnar?  Sjálfstæðisflokkurinn er "bought and sold" og eigandinn er LÍÚ.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 13:13

12 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tíkina Söru sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins!!!

Guðmundur St Ragnarsson, 5.11.2011 kl. 17:44

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Guðmundur hún er þegar formaður í öðrum stjónmálaflokki. Notar málpípu til þess að ,,fronta" sig.

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2011 kl. 17:50

14 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Maður sér ekki betur, en að Hanna Birna sé á vegum náhirðararms flokksins, samanber fréttir um tengslin við Kjartan Gunnarsson, en Bjarni Ben sé aftur á móti á vegum Baugsarmsins.

Sveinn R. Pálsson, 5.11.2011 kl. 20:08

15 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Gunnar sannleikur er ekki kenning og fellur þar með ekki um neitt. Davíð Oddsson tók sjálfstæðisflokkinn niður á spillingar plan þar sem allt varð falt. "Okkar fólk" átti að sitja að öllu hér á landi sennilega það sem kallað hefur verið flokkseigendur og aðrir kalla náhirð.

Frelsi  einstaklingsins var skrumskælt og í stað einkaframtaks þar sem hæfni einstaklingsins var virkjað voru verðmætar eignir almennings gefnar fámenni til EINOKUNAR. Markmiðið var að ná tangarhaldi á öllum auðlindum og binda þær og veðsetja til að færa auðævið hendur einkavina.

Þetta var og er sennilega mesta spilling allra tíma í seinni tíma Evrópu.

Ólafur Örn Jónsson, 5.11.2011 kl. 21:15

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"..verðmætar eignir almennings gefnar .." ertu að tala um bankana? Það er marg búið að fara yfir það mál af óháðum aðilum og niðurstaðan er að verðið sem fékkst fyrir bankana var eðlilegt. Hverjir "fengu" að kaupa er hins vegar gagnrýnivert.

Sennilega fékkst þó yfirverð, t.d. fyrir Landsbankann sem rekinn hafði verið með tapi í 50 ár. Ekki mikið "goodwill" í því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.11.2011 kl. 21:34

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Er Davíð Oddson að fara með ykkur suma á taugum??

Vilhjálmur Stefánsson, 5.11.2011 kl. 21:50

18 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stundum hefur maður það á tilfinninguna að það hafi fengið goðsögnina um Davíð Oddson á móðurlífið. Þetta á sérstaklega við um margt Samfylkingarfólk, sem var haldið utan ríkisstjórnar í 16 ár. Auðvitað gerði Davíð marga frábæra hluti, en það er óþarfi að fá hann á heilann.

Sveinn, þegar Baugsmiðlarnir ákveða að taka þátt í kosningabaráttunni, eða réttara sagt eigandinn Jón Ásgeir, og þeir ákveða að gefa í varðandi nýðskrif um Bjarna Ben, er Bjarni allt í einu ogðinn í Baugsarminum. Það vantar einhver rökhyggjugen í þetta hjá þér. Það gæti verið skýring að það þekkist að fólk er farið að sulla í bjór of snemma á laugardögum og missir fjótlega ráð og rænu. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.11.2011 kl. 22:47

19 Smámynd: hilmar  jónsson

" fengið goðsögnina um Davíð Oddson á móðurlífið "

Nú hlýtur Siggi að vera kominn í glas, vonandi ekkert svæsnara...

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 22:50

20 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ólafur Stephensen skrifar leiðara í Baugsblaðið, þar sem hann gagnrýnir framboð Hönnu Birnu, en telur Bjarna Ben betri. Þetta leit ég á sem stuðning Jóns Ásgeirs og félaga við Bjarna Ben.

Aftur á móti hefur verið vegið að Bjarna Ben á DV, en DV er sjálfstæður fjölmiðill, í eigu Lilju Skaftadóttur og fl. Vona að Sigurður sé ekki að rugla DV við Baugsveldið.

Sveinn R. Pálsson, 6.11.2011 kl. 08:37

21 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sveinn, Ólafur á til að hafa sjálfstæðar skoðanir, hins vegar er umjföllun í greinum í Fréttablaðinu og tenging við visi.is og Bylgjuna skýr. Ég er ekki einn um það að hafa miklar efasemdir um eignarhaldið á DV. Myndi t.d. skilja að Ingibjörg Pálmadóttir hafi neitað því að þessi sporppési væri skráður á hennar nafn.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband