Tökum umræðuna um ESB

Hér á blogginu hef ég óskað eftir rökum með inngöngu í ESB. Slík rök hafa vart komið fram, en auðvitað  hljóta þau að koma fram fyrr eða síðar. Síðast þegar ég óskaði eftir rökum kom Magnús Björgvinsson þroskaþjálfari úr Kópavoginum, með úrklippu þar sem Benedikt Jóhannesson hafði leitast við af veikum mætti að rökstyðja aðild að ESB. Svo óheppilega vildi til að rökin voru sett fram fyrir núverandi kreppu í Evrópu og rökin voru hlægilega fáránleg.

Einn af stuðningsmönnum ESB hafði samband við mig og viðurkenndi að innlegg Magnúsar hafi verið afar óheppilegt og sannarlega afkáranlegt, en örugglega ekki sett fram af Magnúsi til þess að hæða aðildarsinna. Magnús væri bara að vinna dags daglega með þroskaheftu fólki og hann áttaði sig ekki alltaf við hverja hann væri að tala. Það væri aðeins á fundum í Samfylkingunni sem honum  finndist hann vera í vinnunni. 

Við þurfum rökræður um ESB þar sem fólk talar hreint út. Engan tepruskap. 

Við getum litið á umræður á Evrópuþinginu til þess að sjá hverning slíkar umræður fara fram. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mikið rétt hjá þér núna og við aðildarsinnar erum að vinna að því að fá að vita hvaða kosti/ókosti aðild hefur. þá fyrst er hægt að tala af skynsemi um þessi mál. STÓRA spurningin er hvaða rök þið andstæðingar hafið. ekki búinn að sjá svar ennþá - bara bull bull og aftur bull

Rafn Guðmundsson, 19.11.2011 kl. 03:09

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og svo Sigurður. það er ágætt að skipta út 'óþægulegu' bloggi en ég var með 2 spurningar þar sem mig langar til að fá svar við

Rafn Guðmundsson, 19.11.2011 kl. 03:13

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mögnuð ræða hjá Nigel, að vanda

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2011 kl. 08:15

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú segir Rafn að þið aðildarsinnar séuð að vinna að því að vita hvaða kostir/ókostir eru við aðild. Hefði ekki verið rétt af ykkur að kanna það áður en til umsóknar kom?

Við sem erum á móti aðild þurfum ekki að rökstyðja okkar mál. Staðreyndir tala sínu máli.

Þegar aðildarumsókn var nauðgað gegnum þingið sögðum við að ESB stefndi að auknum samruna. Þið sögðuð það hina mestu fyrru, þetta væri viðskiptasamband, ekki pólitískt. Hvað segja staðreindir nú um það?

Þegar aðildarumsókn var nauðgað gegnum þingið sögðum við að engin vörn væri af því að hafa seðlabanka Evrópu að baki sér, þegar áföll skillu á. Þetta var sagt rugl. Hvað er nú að koma í ljós? SE neitar að vera banki til þrautavara!

Þegar aðildarumsóknin var nauðgað gegnum þingið voru margir með efasemdir um ágæti evrunnar. Hvernig er staða hennnar nú?

Þannig væri hægt að halda endalaust áfram, allt sem andstæðingar aðildar sögðu sumarið 2009 hefur ræst eða er um það bil að rætast. Allt sem aðildarsinnar sögðu er fallið, svo það er von að þið leitið nú eftir rökum fyrir aðild. Það gæti þó reynst þrautin þingri hjá ykkur. Það eina sem þið hafið nú í höndunum er að þjóðin fái að kjósa. Þau rök eru þó frekar innantóm, þar sem það voru einmitt aðildarsinnar sem ekki þorðu að leifa þjóðinni að kjósa um hvort fara ætti í aðildarviðræður. Með því fótumtróðu þið lýðræðið, svo þið ættuð að skammast ykkar fyrir að nota þau rök!

Ég ráðlegg þér eindregið að hlusta á ræður Nigel Farage, hann er innanbúðar á ESB þinginu og veit meira um innri mál þess en við báðir. Það er fullt af upptökum um ræður hans á youtube en einhverra hluta vegna gengur erfiðlega að finna andsvör við því sem hann segir. Kannski vegna þess að fáir treysta sér til þess að svara honum.

Þá ættir þú að fylgjast svolítið betur með fréttum, þ.e. öðrum fréttastofum en þeim sem RUV og 365 fjölmiðlar standa að. Gott er að kýkja á Evróska fréttamiðla, þar er ekki verið að fela fréttirnar eða draga úr þeim, eins og tíðkast hjá RUV og 365. Fréttir flestra fjölmiðla í Evrópu eru nær þeim málflutningi sem Nigel hefur uppi á þingi ESB!

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2011 kl. 08:39

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnar, tek heilshugar undir með þér.

Sigurður Þorsteinsson, 19.11.2011 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband