Hagvöxturinn að sliga Jóhönnu Sigurðardóttur

Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum ríkissjónvarpsins kemur fram að mikill hagvöxtur hérlendis er að sliga kerlingarræksnið. Fyrst dettur manni í hug að hún hafi orðið hrasað um einhvern brandara, en eins og fram kemur í fréttinni er hún að bulla um þetta í fullri alvöru. Er ekki kominn tími til þess að við kjósendur stoppum þessa vitleysu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða möguleika höfum við til þess aðra en að bíða næstu kosninga?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 07:54

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú Sigurður, þó fyrr hefði verið.

En svo er að sjá sem lýðræðið á Íslandi sé á þvílíkum brauðfótum að geti óþokkar logið sig inn í stjórnarráðið þá geti þeir óáreittir í skjóli leyndar,  étið þar allt innan úr á sama hátt og bankaræningjarnir sem áttu allt innanúr bönkunum í nafni bankaleyndar.  

Samt vissi stór hluti þjóðarinnar að ekki var allt með feldu í fjármála kerfinu löngu fyrir hrun en hvað það nákvæmlega var, huldi banka leyndin.

   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2011 kl. 08:03

3 identicon

Athyglisverð samlíking hjá Hrólfi.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 10:14

4 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Ég vil minna á að Jóhanna mælir ekki hagvöxt, þannig að hún verður ekki sökuð um rangfærslur í því sambandi. Að hún ræðir þetta verður að telja afar eðlilegt, þetta eru góðar fréttir í öllum vondu fréttunum. Ég verð hinsvegar að segja að við finnum ekki fyrir miklum " hagvexti " í buddunni okkar, allt hefur hækkað mikið sama hvar borið er niður.

Jón Atli Kristjánsson, 14.12.2011 kl. 11:46

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Kristján, við getum veitt gott aðhald. Hugsanlega endar dæmið með annarri byltingu.

Hrólfur mjög góð samlíking, mjög góð. 

Jón, nei, nei, ekki mælir hún hagvöxtinn, en hún setur sína sýn á efnahagsmálin, eftir því hvaða gleraugu hún setur upp hverju sinni. Sagt er að hún standi fyrir framan spegilinn á hverjum morgni og fari með jákvæða staðhæfingu. Ég er glaðlynd, gamansöm og skemmtileg. Ung og hress. Frábær forsætisráðherra og allt gengur mér og þjóð minni í haginn. Fyrir utan húsið er fólkið í kjallaranum að koma sér á stað. Í biðröðina hjá góðgerðarstofnunum til þess að matardiskurinn hjá þeim verði ekki tómur.

Sigurður Þorsteinsson, 14.12.2011 kl. 13:29

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sigurður! þú átt allar þakkir skilið ef þu kemur með skothelda aðferð til að koma henni frá,ásamt skattaskelli!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.12.2011 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband