Að lenda í jólabjöllunni!

Þegar líða fer að jólum, eykst álagið í þjóðfélaginu. Kaupa inn, þrífa, breyta og bæta. Á sama tíma eykst álagi á Alþingi, ljúka málum fyrir jól. Það eru því oft þreyttir þingmenn í desember. Ásta Ragnheiður þingforseti á víst að hafa talað við nokkra þingmenn sem hafa verið uppivörslusamir voru þar m.a. nefndir fyrrum skipstjóri að norðan, og skólameistari vestan af fjörðum. Til þess að minna þá á álagið í desember batt hún rauða jólaslaufu á bjölluna.  Sú vestfirska var að sögn eitt sinn svo þreytt að hún dottaði. Sessunautur hennar ákvað að íta við henni áður en hún færi að hrjóta. Þá muldraði sú vestfirska, ,,ég vil ekki í jólabjölluna, ekki í jólabjölluna" og  þegar hún vaknaði starði hún skelfd á  jólaskreytta bjöllu þingforsetans. Sagan hefur ekki fengist staðfest en er góð engu að síður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Hver vill hengja bjölluna á einhverja kattar skömmina!?

Helga Kristjánsdóttir, 18.12.2011 kl. 10:59

2 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Datt einhvernvegin í hug að minna á þetta orð og að þú gætir af mikilli þekkingu þinni á Samfylkingunni, lagt út af því.

"Bjöllusauður er þýðing á enska orðinu bellwether. Það er sett saman af orðinu bell ‘bjalla’ og wether ‘sauður’. Orðið er gamalt í ensku og er bjöllusauðurinn forystusauður sem oft hefur bjöllu hangandi um hálsinn.

En orðið hefur einnig aðra merkingu í ensku. Það er notað um þann sem er fyrirliði eða leiðtogi hóps sem oft eltir í blindni. Sú merking hefur einnig verið tekin upp í íslensku. Fremur nýlegt er að notað orðið í niðrandi merkingu um mann, það er að hann sé óttalegur bjöllusauður."

Jón Atli Kristjánsson, 18.12.2011 kl. 14:00

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, ég veit nú ekki hvort það sé rétt að gera á það ágæta fólk.

Jón, takk fyrir þetta. Mér líkar ekki orðið bjöllusauður um mannveru, í þeirri merkingu sem hún hefur haft, þ.e. um fremur illa gefna manneskju. Nota aldrei það orð  í þeirri merkingu.

Hins vegar finnst mér orðið bjöllusauður yfir þann sem fer fyrir hjörð sem fylgir í blindni, hugsunarlaust mjög góð notkun. Þá er spurningin hvað kalla á sauðina sem fylgja?

Var þá Steingrímur bjöllusauðurinn í Icesave málinu?

Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband