Þroskahefti harmonikkuleikarinn, Framsóknarhomminn

Þegar menningarelitan verður fyrir því að þingmaður yfirgefur Samfylkinguna og fer yfir í Framsóknarflokkinn verður að kalla hann réttum nöfnum. Hann fær nafnið í Áramótaskaupinu. Þroskahefti harmonikkuleikarinn, Framsókanrhommin. Nú þykist ég vita að Guðmundur Steingrímsson hlýtur að verða alveg yfir sig hrifinn og hann geti útskýrt fyrir börnum sínum hvernig hann verður hommi fyrir það eitt að ganga úr stjórnmálaflokki, og sjálfsagt þroskahefur þar sem hann gengur ekki í Samfylkinguna aftur. 

Oftast nær hef ég hlegið í nokkur skipti yfir Skaupinu. Elska að fara í leikhús til þess að sjá leiklistarverk.  Nýt þess að hlægja, en þetta náði ekki að kveikja í mínum hláturtaugum.

Nú hef ég ákveðið umburðarlyndi gagnvart fjótfærnislegum  innleggjum. Þannig setti Össur Skarphéðinsson vanhugsað innlegg að næturþeli. Dæmi Össur ekki fyrir þá yfirsjón. 

Þingmaður Borgarahreyfingarinnar Margrét Tryggvadóttir sendi afar ósmekklegan tölvupóst til félaga sinna þar sem hún fjallaði um þunglyndi Þráins og meintan Alsheimar sjúkdóms hans og vitnaði í sérfræðing sem þó ekki hafði rætt við Þráinn eða tekið hann í greiningu: Ein samflokksmanneskja Margrétar skrifaði þá á bloggsíðu sína: "Það er eitt hversu skítlegt eðli þarf í svona andstyggilegar dylgjur eins og Margrét ber á Þráinn, fjandmann sinn innan þinghópsins- við varamann hans og nægilega andstyggilegt svona bara út af fyrir sig..... Það að viðtakendur hópsins skyldu ekki taka upp hanskann fyrir þeim sem fyrir andstyggðinni varð, Þráinn Bertelsson, er hin hliðin á óþverraskapnum."

Margrét neitaði að biðjast afsökunar á athæfi sínu. Eftir að hafa heyrt í henni í Kryddsíldinni hvarf umburðarlyndi mitt gagnvart henni og ég tek undir með flokksystur Margrétar um skítlegt eðli þingkonunnar.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Takk fyrir að taka þetta upp Siggi. Þarna er á ferðinni umræða og orðalag sem engum er sæmandi og setur svartan blett  á hlutaðeigandi. Það má hafa miklu sterkari orð um þetta, en ég sit á mér með það.

Jón Atli Kristjánsson, 1.1.2012 kl. 22:35

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sú var tíðin að þingmenn urðu móðgaðir,ef þeirra var ekki getið í áramótaskaupinu.Það þótti sem sagt heiður að vera einn af þeim sem leiknir voru,þótt ,grátt, væru.Ein af vinkonum mínum,er orðin hundleið á þessum eilífu skotum á þá. Ég er henni hjartanlega sammála,þótt ekki vildi ég að það hirfi alveg. Voru nokkrir söngvar núna? Voru nokkur atriði frá íslenskum heimilum,Í því samandi minnist ég stældu atriðis Mick Jaggers og David Bovie,hreint út frábærlega gerðu,svo og Egill Ólafs.,einn eftir á landinu. Það er alltaf upplyfting í þv´Gleymum ekki sjálfri Spaugstofunni"Er það satt sem þeir segja um landann"Flestir eru að skemmta sér,bíða ekki eftir einhverjum skrumskælingum eins og maður er orðinn leiður á forsetaembættis-útúrsnúningum.Annars á ég eftir að sjá þetta aftur,það hélt mér ekki valandi.

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2012 kl. 00:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vakandi

Helga Kristjánsdóttir, 2.1.2012 kl. 00:55

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þær voru mjög áberandi árásirnar á Sjálfstæðisflokkinn í þessu "skaupi".

Ennfremur var allt gert til að niðra Jóni Bjarnasyni annars vegar og Framsóknarflokknum hins vegar með fimmaurabröndurum um sveitamennsku þeirra. Ekki hefur það verið í skopskyni gert, enda eru fimmaurabrandarar ekkert fyndnir nema í eyrum barna og einfeldninga.

Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 01:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna mátti standa:

... um MEINTA sveitamennsku þeirra... (og Sigmund Davíð líka sérstaklega).

Það er skrýtið að hafa fólk á háum launum við svona pólitíska samsuðu.

Jón Valur Jensson, 2.1.2012 kl. 01:14

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi "brandari" um Guðmund Steingrímsson var alvarlegt feilskot sem Rúv er skylt að biðjast afsökunar á.

Árni Gunnarsson, 2.1.2012 kl. 12:55

7 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Ég tek undir hvert orð hjá þér Sigurður. Eins og þessi Margrét kemur mér fyrir sjónir þá er hún bara bjáni.

Ómar Sigurðsson, 2.1.2012 kl. 14:48

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það hefði alveg verið hægt að skjóta á Guðmund Steingrímsson án þess að gera það með þessum grófa hætti. Það er skiljanlegt að Guðmundur hafi ekki mikinn áhuga á að fara aftur í Samfylkinguna þegar trakteringar eru með þessum hætti.

Annars voru fleiri skot  sem fóru langt yfir markið. Það hefði nú verið tiltölulega auðvelt að taka fyrir mál eins og Icesave, en sjálfsagt hafa höfundarnir talið sig vanhæfa að fjalla um það mál. Persónur og leikendur tengjast höfundunum sennilega og sterkum böndum. 

Ekki það að margir þættir voru vel leiknir í þessu Áramótaskaupi. Hefði Skaupið verið yfirfullt af grófu klámi hefði ég heldur ekki hlegið, þegar skot eru byggð upp á svívirðingum, sannindum og dónaskap er lítið varið í þau. 

Sigurður Þorsteinsson, 2.1.2012 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband