Lýðræðið þegar það hentar mér!

Ólgan innan stjórnarflokkana vex frá degi til dags. Það þarf sterkan leiðtoga til þess að halda sterkum einstaklingum saman. Ekki síst ef þeir eru sjálfir lýðræðissinar og leiðtogar. Þetta hefur ekki tekist hjá VG. Þeir hafa misst mjög hæfa einstaklinga eins og Atla Gíslason, Lilju Mósesdóttur og Ásmund Daða Einarsson. Þessir einstaklingar hefðu hvaða flokkur sem er getað verið stoltir að hafa innan sinna raða. Um það hef ég fjallað áður hér á blogginu. Aðrir óánægðir í VG eru Guðfríður Lilja, Ögmundur Jónsson og Jón Bjarnason. Líka öflugir einstaklingar. Þetta eru líka efitrsóttir og góðir starfskraftar. Lið eins og Björn Val og Lilja Rafney vildu engir flokkar hafa innan sinna raða. Kjaftfor og einfaldlega heimsk ef talað er á sjómannamáli.

Í Samfylkingunni er allt farið norður og niðu. Tilraun til þess að breyta Samfylkingunni í kommúnistaflokk er loksins að fá einhverja mótspyrnu. Árna Páli er kastað út og Katrín Júlíusdóttir er á útleið vegna barneigna og er ekki víst að hún eigi afturkvæmt. Jóhanna ætlar að ráðstafa embættinu til öfgavinstrisinna. Þeir eru að vísu fáir innan Samfylkingarinnar en hafa þann eiginleika sterkastan að vera hýðnir. Samfylkingin hefur verið afar hrifin af 15% lýðærðinu. Þeir ættu að geta krafist kosninga. Bara ekki í Samfylkingunni, þar ríkir alræði. Lýðræðið er fyrir hina. Á ekki við hér. 


mbl.is Staða Samfylkingar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband