7.1.2012 | 15:49
Bráðvantar vinstri stjórnmalaflokk sem ekki styður ESB
Það er ekkert að því að styðja aðilarumsókn að ESB, ef það er sannfæring fólks og flokka. Það er skoðun, sem það fólk hefur verið furðu spart á að rökstyðja. Nú er staðan sú að það stefnir í að um 70-80% Íslendinga muni fella samningsdög þegar þau koma fram . Aðrir halda að niðurstaðna verði svipuð og þegar fyrsti Icesave samningurinn var kolfelldur.
Það er hreint með ólíkindum að VG skuli styðja ESB trúboð Samfylkingarinnar með því að styðja aðildarumsóknina. Svo segjast þeir vilja halda öllum dyrum opnum hvort þeir samþykki samningana. Jón Bjarnason hefur af veikum mætti reynt að halda fram útgefinni stefnu VG, og var þess vegna afhausaður sem ráðherra.
Nú þarf nýjan stjórnmálaflokk sem vill ekki í ESB og heldur sig við þá stefnu. Skynsaman og staðfestan vinstri flokk. Flokk sem stendur fastur á grundvallaratriðum en beygir sig ekki, með rassinn út í loftið og allt niður um sig.
Forysta VG með of bogin hné | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár Sigurður, það er alveg ljóst að VG selur það ekki aftur að hann sé á móti ESB, menn kaupa tæplega sömu gölluðu vöruna oftar en einu sinni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 10:47
Almennt séð er ég á móti mörgum flokkum. Margir flokkar eru bara ávísun á hrossakaup og margskonar aðra spillingu sem og sín sýki.
Kommar og allskonar vinstri menn aðrir og hálfkommar eru miklir trúmenn og gefa í því efni sverustu öfgatrúmönnum ekkert eftir.
Steingrímur J. Er eins og öfgatrúaður múslíma prestur sem hótar dauða og djöfli sé kenningum hans ekki fylgt. Hann notar líka sömu brögð og Hitler, Stalín, Saddam Hussein sem og allir aðrir einræðis herrar, sem skáru frá sér alla þá sem andmæltu þeim.
En þar með eru eftir lifendur í þingflokki V.G ekki saklausari en Steingrímur sjálfur þar sem sú hjörð hefur í reynd stutt allt hans óráð og öfga. Það gerir að vissu leiti en þá flótta hópurinn sem fór áður en Steingrími vannst tími til að skera hann frá sjálfur.
Þetta fólk segir ekki frá neinu sem skipir máli og stendur vörð um V.G Steingríms sem en þá rær sinn lífróður fyrir Jóhönnu, því að nái hann ekki þeirri höfn þá er hann ónítur Jóhönnu og hennar hjörð. Þar með væru allir stólar um koll og hann í snörunni.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.1.2012 kl. 11:36
Ég get ekki annað en minnst á landsfundinn síðasta þar sem Steingrímur fékk langflest atkvæði fundarmanna, gegn manni sem var á sömu línu og Jón Bjarnason eftir því sem mér skilst ötull baráttumaður fyrir því sem VG telur sig standa fyrir. Það er eitthvað mikið að í þessum flokki að fylkja sér um svikara og froðusnakk með tungur tvær og talar sitt með hvorri. ´
Sá reyndar uppástungu frá einum vinstri grænum sem vildi að Jón Bjarnanson stofnaði nýjan flokk á grundvelli VG en sleppti Steingrími og hans búrtíkum eins og hann orðaði það. Sé varla hvernig það er hægt. Frekar að flokksmenn losi sig við þetta svikaralið við málstaðinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2012 kl. 15:06
Ég er alveg sammála þér, Sigurður, í þessum pistli þínum.
Jón Valur Jensson, 8.1.2012 kl. 15:40
Gleðilegt ár Kristján. Ég er sammála þér að VG hefur misst trúverðuleika sinn. Þeir vinna hann ekki upp með því að taka atvinnumálaráðuneytin. Það verður nýr Icesave samningur. Þetta er eitthvað sem þeir kunna alls ekki.
Hrólfur, góður vinur minn úr sagði við mig nýlaga.,, Þetta lítur alls ekki vel út fyrir okkur. Alls ekki" Það eina sem ég gat gert var að votta honum samúð mína.
Ásthildur. Ég held að mjög margir kjósendur VG hafi misst trú sína á flokknum. Held líka að Steingrímur fari of seint frá. Virðist sem hann líti helst til lífeyrisréttinda sinna. Það haldi honum gangandi.
Gleðilegt ár Jón Valur. Mér skilst að Vantrú hafi miklar áhyggur vegna ástandisns á ríkisstjórnarheimilinu!
Sigurður Þorsteinsson, 8.1.2012 kl. 19:42
Ekki er ég reyndar á þeirri skoðun, að að sé "ekkert að því að styðja aðildarumsókn að ESB, ef það er sannfæring fólks og flokka" (upphafssetning Sigurðar).
Það er að sjálfsögðu GRÍÐARLEGA MIKIÐ AÐ ÞVÍ að afsala öllu æðsta löggjafarvaldi til Evrópusambandsins (til viðbótar við framsal æðsta dóms- og framkvæmdavalds þangað), n það er einmitt það, sem gerist við undirritun aðildarsamnings (accession treaty) við Evrópusambandið.
Ég er heldur ekki samþykkur öðru atriði, sem ég veit ekki hvort Sigurður hefur nokkurn tímann fært hér í tal, en það er, að við þjóðaratkvæðagreiðslu um "aðildarsamning" (inngöngusáttmála), sem sé um innlimun í stórveldi 43% af Evrópu, eigi 50% greiddra atkvæða að nægja til að bylta hér stjórnskipan okkar og leggja land okkar og fiskimið inn í þetta sambandsríki Esb. þar sem okkar atkvæðahlutur í mest afgerandi málum yrði 0,06% og færi minnkandi!
Jón Valur Jensson, 8.1.2012 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.