Cameron fékk hugmyndina frá Íslandi

Ef ég man rétt þá var það Davíð Oddson sem labbaði sér niður í Kaupþingbanka og tók út sitt fé þegar ofurlaunin voru sett á. Þá voru allir í stjórnarandstöðu á móti Davíð, og því var það algjörlega rangt hjá honum að taka út sparnað sinn. Fréttablaðið, Stöð 2, DV og aðrir Baugsmiðlar voru að sjálfsögðu á móti þessum aðgerðum forsætisráðherrans. Hver voru viðbrögð Egils Helgasonar, Sigurjóns Egilssonar, Gunnars Smára Egilssonar, Hallgríms Helgasonar, Eiríks Bergmanns, og Hallgríms Helgasonar?

Nú eru bankarnir byrjaðir aftur eins og í öðrum löndum og ekki fer Jóhanna Sigurðardóttir og tekur sinn sparnað út. Af hverju?


mbl.is Vill koma böndum á ofurlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Vegna þess að Davíð var alltaf á tánum að komu góðu til leiðar.

Vekja fólkið til meðvitundar, en hann hefur líklega ekki haft erindi sem erfiði.

Á sínum tíma þegar Davíð gerði þetta, þá var ég mjög stoltur af honum og fannst hann gera rétt.

Eineltismenn Davíðs hafa ekki talið honum þetta til tekna, sem þeir þó hefðu átt að gera, enda frábært atriði á pólítíska sviðinu.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 9.1.2012 kl. 00:12

2 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Og á meðan smíðaði herra Davíð Oddsson lífeyris  reglur sem sér um að hann og hans vinnufélagar lifi í vellystingum það sem eftir er á kostnað almennings! Ertu ekki stoltur?

Davíð Þ. Löve, 9.1.2012 kl. 12:15

3 Smámynd: Ár & síð

Þetta er auðvitað mjög athyglisvert mál. DO mótmælti með því að taka sitt eigið sparifé út úr Kaupþingi en hikaði ekki við að hætta skattfé almennings og afhenda bankanum 500 milljónir evra kortéri fyrir hrun.

Ætti ekki lærdómurinn af þessu að vera sá að stjórnmálamenn eigi ekki að leggja fé almennings í nokkurn skapaðan hlut nema vera tilbúnir að hætta sínu eigin fé í það? Og kannski mætti sama regla gilda um stríð, að enginn gæti samþykkt að hefja stríðsrekstur nema vera tilbúinn til að senda syni sína og dætur á vígvöllinn.

Ár & síð, 9.1.2012 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband