Flokkslausir jafnaðarmenn á Íslandi.

Fjórflokkakerfið sem ríkt hefur á Íslandi undanfarna áratugi, hefur ekki verið til staðar að ástæðulausu.

Við höfum verið með frjálslynda og íhaldsmenn í einum flokki Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur með stefnu eins og stétt með stétt náð til 30-45% kjósenda.

Framsóknarflokkur er miðjuflokkur sem lagt hefur áherslu á landsbyggðina, bændur en í vaxandi mæli leitað á slóðir jafnaðarmanna og frjálslyndra. Hafa veirð með 10-20% fylgi. 

Sósíalistar voru lengi vel sterkir, með Alþyðubandalagið gegnu til samstarf við jafnaðarmenn með stofnun Samfylkingarinnar, en átök bæði persónuleg en líka um stefnu leiddu til stofnunar VG. Vaxandi stuðningur við umhverfismál hérlendis, bjó til Vinstri græna. Áherslurnar eru hins vegar mestar á vinstri.  Fylgið hefur verið um 10-20%

Jafnaðarmenn voru lengst af í Alþýðuflokki. Af mörgum ástæðum hafa jafnaðarmenn ekki náð eins miklum árangri hérlendi. Þeir hefur tekist m.a. ílla að ná til jafnaðarmanna á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Margir forráðamenn hafa því valið að taka hagsmuni höfðuborgarsvæðissins fram fyrir hagsmuni landsbyggðar. Af þessum sökum m.a. var Alþýðuflokkurinn sterkur á höfðuborgarsvæðinu og síðan að einhverju leiti á Akureyri. Við stofnun Samfylkingarinnar kom fyrsti formaðurinn frá Sósíalistum, síðan frá Kvennalista og nú aftur frá sósíalistum. Það sem verst er fyrir jafnaðarmenn að núverandi flokksforysta er að þurrka áhrif jafnaðarmanna út úr flokknum. 

Eftir síðustu uppákomur í Samfylkingunni eru jafnaðarmenn heimilislausir. Einhver hluti þeirra mun eflaust ganga í Sjálfstæðisflokkinn, aðrir í Framsókn, en eftir stendur að heildin hefur engan vettvang. Ég sé ekki að nýju flokkarnir muni leysa þennan vanda. Reynslan hefur líka sýnt að smáflokkar hafa haft afar lítið erindi upp á dekk. 

Það hlakkar eflaust í einhverjum við þessa stöðu, en það er misráðið. Hugmyndafræði jafnaðarmanna á sér hljómgrunn meðal margra Íslendinga. Margir hafa t.d. kynnst jafnaðarmennsku þegar þeir hafa búið á Norðurlöndunum eða annars staðar í Evrópu. 

Þegar tillögu um landsfund Samfylkingarinnar var vísað til framkvæmdastjórnar fokksins, var verið að  hafna nýjum landsfundi. Þeir sem skildu það á annan hátt eru annað hvort byrjendur í pólitík eða félagsmálum, eða þeir voru að skemmta skrattanum.  

Það er erfitt að sjá að jafnaðarmenn nái vopnum sínum t.d. með Guðmundi Steingrímssyni og Besta flokknum. Líklegast verður að telja að annað hvort verði Alþýðuflokkurinn endurvakinn, eða nýr flokkur eins og Jafnaðarmannaflokkurinn verði stofnaður.  Hvað sem skammtímahagsmuni varðar þá núverandi staða ekki íslenskum stjórnmálum til góðs. Margir úr forystu VG sjá fyrir sér að með núverandi stöðu muni flokkurinn ná yfirburðastöðu á vinstri vængnum og þar með samkeppnina við jafnaðarmenn. Það verður aldrei varanleg staða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki vandamál jafnaðarmanna að þeir hafa ekki átt neinn foringja sem sameinar þá allavega lengi, sá síðasti eftirminnilegi var skrautflugeldurinn Jón Baldvin Hannibalsson ég held að slíkir séu best geymdir einhversstaðar annarstaðar en í stjórnmálum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 16:54

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það er eitt vandamálið að jafnaðarmenn hafa átt fáa öfluga leiðtoga, sem er sennilega ekki óeðlilegt því aðalgúrú þeirra Eiríkur Bergamann upplýsti í viðtali á síðasta ári að það síðasta sem Samfylkinguna vantaði væri sterkur leiðtogi. Í dag er farið eftir þessum fræðum og leitað er að foringjum, sjálfsagt í anda austantjaldsríkjanna. Slíka er hægt að fá í kippum í Kolaportinu á útsölu þar. Um leið og jafnaðarmenn leita að leiðtoga gæti leiðin verið uppávið.

Sigurður Þorsteinsson, 11.1.2012 kl. 18:48

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Aðal-vandamálið við stjórnmálamenn, er að þeim er ekkert treystandi fyrir völdum.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2012 kl. 21:58

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að framtíð Vg sé nú helst að baki eins og sakir standa. Mjög líklega munu þó flokkurinn eiga auðvelt með að ná fylgi sínu á ný ef formaðurinn verður settur út í kuldann áður en nærri dregur kosningum.

Árni Gunnarsson, 11.1.2012 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband