Hún fékk mig til þess!

Uppákoman í bæjarstjórnarmálunum í Kópavogi tekur á sig sífellt fuðulegri myndir. Stórgóð grein Jóhanns Ísbergs í Mogunblaðinu í morgun fer yfir málið á afar skemmtilegan hátt. Tveir flokkar úr fyrrverandi meirihluta Kópavogslistinn og Næst besti flokkurinn yfirgáfu meirihlutann og söðust ekki geta unnð með Samfylkingunni. Þegar þeir höfðu kynnt sér vinnubrögð Guðríðar Arardóttur sást undir hælana á bæjarfulltrúunum.

Nú bregður svo við að á sömu síðu og grein Jóhanns birtist, er lítil grein, eða yfirlýsing frá Hafseini Karlssyni, Pétri Ólafssyni bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar og Ólafi Þór Gunnarssyni bæjarfulltrúa VG. Þar ruddaleg framganga Guðríðar réttlætt, hún hafi fyrst og fremst verið fólgið í því að ,,hjálpa" Guðrúnu Pálsdóttur bæjarstjóra. Sérstök afneitun! Minnir á þegar komið er að  eiginkonunni  með ljótt glóðurauga eftir eiginmanninn, komi skýringin að eiginkonan hafi gengið á hurð. Ef lengra er gengið á gerandann, þá kemur svarið: ,, Hún fékk mig til þess"

Ólafur þessi var leiddur niður á Alþingi til þess að samþykkja Icesave sem forfallaþingmaður og þeir félagarnir Hafsteinn og Pétur léku m.a. að spinna lygavefinn  um Kópavogsbrúna og leika báðir í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan. Þeir eru því í góðri æfingu að hagræða sannleikanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Held að þú sért að tala um hluti sem þú veist ekkert um. Ekki varst þú á þessum fundum, ekki ert þú í bæjarstjórn og reyndar ekki heldur Jóhann Ísberg. Og ég get ekk með nokkru móti séð að atkvæðagreiðsla Ólafr Þórs í Icesave komi þessu máli nokkuð við. Svo þú heldur bara áfram þessu skítkasti ef þér líður betur en fullyrðingar þínar um Guðríði eru aðeins byggðar á því að gleypa upp það sem Gunnar Birgisson hefur búið til. Held að þú græðir lítið á því að gera þessum bæjarfulltrúum upp að þeir tali sér þvert um geð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.1.2012 kl. 13:17

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Samfylkinign hefur aldrei og mun aldrei bera ábyrgð á einu eða neinu - það er alltaf einhverjum öðrum að kenna og eins og GA sagði hún ber enga ábyrð og falli fjögra flokka bræðingsins.
Það blasir við öllum að trúnarbrestur varð á mili flokkana og hefur Rannveig neitað að vinna með Samfylkingunni.

Óðinn Þórisson, 27.1.2012 kl. 15:21

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Óðinn ég er hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér. Það hefði verið miklu sterkari leikur hjá Guðríði að viðurkenna mistök sín. Þannig hefði Guðrún bæjarstjóri frekar haldið haus. Það sem kemur í framhaldinu er bara til þess að gera málin enn verri.

Eins og þú segir þá blöskrar Hjálari fyrst vinnubrögð Guðríðar og hann hefur sagt að málatilbúnaðurinn komi alfarið frá Guðríði og Samfylkingunni. Þá fer Rannveig að kynna sér málið, ofbauð og sagðist ekki vilja vinna meira með Samfylkingunni, hún nefndi hins vegar ekki VG. 

Allt þetta mál er löngu komið úr böndunum. Starfsmenn Kópavogsbæjar vita allt of mikið til þess að hægt sé að þagga málið niður. Svo er bakland flokkana og margir úr því telja það lýðræðinu til góðs að hlylma yfir mistökum. 

Magnús ég ætla að taka undir með samflokkskonu þinni sem þótti afkáranlegt að gamlir elskhugar Guðríðar séu dregnir á flot til þess að verja mistök hannar, þegar hún ætti að gera það sjálf. Tek eftir að þú minnist ekki á Kópavogsbrúna og lygavefinn í kringum hana. Með stuðningi sínum við Icesave sýndi Ólafur dómgreindarleysi sitt,  að hann setur ekki hagsmuni heildarinnar ofar flokkahagsmunum. Jóhann Ísberg gaf í skyn að Guðríður myndi fara kenna Gunnari um ófarir sínar í bæjarstjóramálinu. Það þurfti ekki að bíða lengi og þú tekur það upp. Það kæmi mér ekki á óvart að hún hafi kennt þér einum um þegar krakkinn kom undir hér um árið. Hún hafur sennilega ekki einu sinni verið viðstödd

Sigurður Þorsteinsson, 27.1.2012 kl. 16:39

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Magnús þessi aulabrandari minn í lokin, var í fyrsta lagi ekki fyndinn og hins vegar óviðeigandi. Þess vegna átt þú afsökunarbeiðni inni hjá mér, sem þú færð hér með fúslega.

Sigurður Þorsteinsson, 27.1.2012 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband