Kínverski gulltappinn

Á skólaárum mínum leigði ég íbúð í miðborg Reykjavíkur. Í húsinu bjuggu fleiri aðilar, m.a. ung kona, lítið eitt eldri en ég,  Hún hafði afar ung hafði ákveðið að kanna öll skúmaskot mannlífsins af eigin rammleik. Íbúar hússins voru mis vel fjáðir um hver mánaðarmót þegar greiða átti húsaleiguna. Þessi vinkona mín átti ekki við það vandamál að stríða. Hún kom sér upp ,,gulltappa" sem sá um slíkar greiðslur. Lengst af var það stýrimaður sem kom sjaldan í land, og hann sá um að húsaleigan yrði alltaf þann fyrsta hvers mánaðar. Það var gaman þegar gulltappinn kom í land. Í eitt skipti er öllum íbúum hússins  boðið upp í mat. Þá var skipkokkurinn kominn með stýrimanninum og það voru eldaðar Argentískar nautalundir sem  rennt var niður með rússneskum vodka. Vinkonan var í samkvæminu klædd í bleika, blúndusamfellu og netsokka. 

Í eitt sinn fór húseigandinn í tveggja mánaða frí erlendis og þegar hann kom til baka, kom í ljós að nú voru gulltapparnir orðnir tveir, báðir greiddu húsaleiguna. Stýrimaðurinn var að setjast að á Nýa Sjálandi og hann vissi ekki að nýi tappinn var tekinn við. 

Lífið endurtekur sig í sífellu. Nýjar ungar konur og nýjir gulltappar, sem greiða húsaleiguna. Ein skuldug stúlka, Samfylkingin, fékk sér gulltappa til þess að greiða niður skuldir sínar. Sá  átti flottar skútur, íbúðir erlendis og var örlátur. Svo harðnaði á dalnum, en dýru leikfönginn hans voru  fjármögnuð með lífeyri gamla fólksins á Íslandi. Því leitaði maddaman að nýjum gulltappa. Sá kom frá Kína. Hún klæddi sig upp í samfelluna og netsokkana, og bíður þess nú að húsaleigan verði greitt, tímanlega. Tilbúin í hvaða fjör sem er.


mbl.is Kína kaupir í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Flugbeittur Sigurður!

Sólbjörg, 9.2.2012 kl. 11:01

2 Smámynd: Ragnhild H. Jóhannesdóttir

Snildin ein !..........

Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 9.2.2012 kl. 11:59

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Flottur..

Vilhjálmur Stefánsson, 9.2.2012 kl. 13:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já beittur hárbeittur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2012 kl. 14:37

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Siggi,þetta áttirðu til kallinn. Ekki bara þjálfari góður (-:

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2012 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband