Töldu á sig ráðist síðastliðinn sunnudag!

Hjá flestum eru sunnudagar, dagar hvíldar og friðar. Fyrir marga var það alls ekki raunin síðastliðinn sunnudag. Rétt eftir hádegið er Silfur Egils á dagskrá í Ríkissjónvarpinu. Að vanda var þættinum skipt í þrennt. Aðalgestur þáttarins var Bent Jensen danskur sagnfræðingur, sem er sérfræðingur í málefnum kommúnista. Hann segir það sem flestum upplýstum mönnum á að vera ljóst að kommúnisminn er alveg jafn hættulegur og nasisminn. Þessu eru bæði íslenskir kommúnistar og kollegar þeirra á Norðurlöndunum afar sárir að sé upplýst. 

Sárindi sunnudagsins er að sjálfsögðu í herbúðum bæði Samfylkingarinnar og Vg, svo og viðhengi þeirra Hreyfingunni. Bent upplýsti að forystumenn kommúnista á Norðurlöndunum hafi verið á launum við þessa iðju sína. Telja verður mjög líklegt að svo hafi einnig verið um forystumenn íslenskra kommúnista. Bent upplýsti einnig að virkni kommúnista hafi verið meiri hérlendis en víðast hvar annars staðar. 

Helstu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar halda ekki vatni yfir þessari heimsókn í sjálft ríkissjónvarpið. Hvenær fengi þessi maður að koma í ríkissjónvarpið í Rússlnadi. Stuðningsmenn Íslenska alþýðulýðveldisins eru brjálaðir. Ekki náðist í Jóhönnu, Steingrím, Álfhildi eða Svavar. 

Ekki nóg með þetta heldur kom Kristrún Heimisdóttir fyrrum aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar  Gísladóttur og sagði að réttarhöldin yfir Geir Haarde væru hneigsli. Það setti Samfylkingararm Íslanska kommúnistaflokksins en einnig VG hluta hans á annan endann. 

Þriðji þátturinn í Silfrinu var síðan viðtal við Frosta Sigurjónsson, sem Samfylkingararmurinn segir að Egill hafi átt að vita að væri ekki hrifinn af ESB. Egill leyfði Frosta að  rústa öllum málflutnigi ESB sinna. 

 Spurningin hversu lengi þöggunarliðið leyfir  að Egill Helgason fái að stjórna þessum þátt. Að ráðast á ríkistjórnarflokkana og það á sunnudegi. Verður það liðið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Egill gat ekki haldið áfram án þess að rödd okkar sem ekki viljum í Esb. heyrðist,það var frábært hjá honum.

Helga Kristjánsdóttir, 13.3.2012 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband